Við erum eins og landkönnuðir í þessari veröld 25. febrúar 2018 18:00 Kristinn er alinn upp sem sjómannsefni á Ólafsfirði og hann segir það eflaust hafa haft einhver áhrif á hvernig hann skoðar heiminn í sinni listsköpun. Vísir/Eyþór Þvílíkir tímar er yfirskrift sýningar á verkum Kristins E. Hrafnssonar myndhöggvara í Hverfisgalleríi. Kristinn hefur verið virkur í íslensku myndlistarlífi í allt að þrjátíu ár, tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis. Kristinn hefur oft fengist við tíma og rými í verkum sínum í gegnum árin og skynjun okkar á þessum ósnertanlegu fyrirbærum, þar á meðal þeim aðferðum sem við beitum til þess að ákvarða stund og stað eins og til að mynda í veröld sjófarenda.Sex ára á sjó Kristinn er reyndar sjómannssonur frá Ólafsfirði og aðspurður um hvort sá bakgrunnur hafi leitt hann að þessum viðfangsefnum þá gengst hann nú fúslega við að vera alinn upp sem sjómannsefni. „Ég byrjaði ungur að fara á sjó með pabba og var kominn með pungapróf og allt það áður en að ég ákvað að vera frekar í landi og feta listabrautina. En vissulega gefur það góða tilfinningu fyrir rými að vera á sjó. Ég gerði reyndar stóra sýningu um það á sínum tíma sem var á Þjóðminjasafninu og þar fór ég nú nokkuð djúpt í þetta mál og skoðaði frá ýmsum vinklum. En við þá vinnu þá fór ég líka heilmikið í gegnum minnið því suma hluti úr æskunni man maður svo sterklega. Ég man að ég var sex ára þegar ég fór á sjó með pabba og sá ekki til lands og það er ákaflega sterk upplifun, alveg ævintýraleg. Maður áttar sig ekkert á því hvernig maður fer heim og það er sérstök tilfinning.“ Upplifir þú þá að það séu engar áttir lengur? „Já, sérstaklega í þoku eða myrkri, þá áttar maður sig ekki. Það er allt annað þegar maður hefur sólina en þegar hennar nýtur ekki við þá er þetta mikil ráðgáta. Í seinni tíð þegar ég hef verið að skoða stöðu okkar í alheiminum þá er þetta á margan hátt svipuð hugsun; maður er að reyna að rata. Átta sig á því hvaðan þessi heimur er og hvernig hann byrjar og hvar hann endar og svo framvegis. Að við séum að upplifa mjög merkilega tíma. Bæði heillandi og háskalega.“Kristinn segir veruleikann miklu meira spennandi en eitthvert afrit af honum, sýndarveruleika eða sýndarrými.Vísir/EyþórAð taka þátt í lífinu Kristinn segir titil sýningarinnar, Þvílíkir tímar, einmitt vísa í þessa hugsun. „Bæði þetta kosmíska, stóra mikla sem er mikið að opnast fyrir okkur núna því við erum eins og landkönnuðir í þessari veröld sem við höfum aldrei séð jafn mikið af. En á sama tíma erum við líka að búa til einhvern sýndarveruleika eða sýndarrými sem mér finnst mjög óheillandi. Mér finnst veruleikinn miklu meira spennandi en eitthvert afrit af honum,“ segir Kristinn og er þar að vísa til tækni- og tölvuveruleikans sem er orðinn svo fyrirferðarmikill í daglegu lífi svo margra. „Mér finnst eins og fólki líði ekkert vel í þessum heimi. Þú finnur aldrei neitt, þú upplifir aldrei neitt. Þér er alltaf sagt hvernig hlutirnir eru eða þá að heimurinn er búinn til af öðrum í stað þess að hver og einn reyni að skapa sinn eigin veruleika, sinn eigin heim, með því að skoða umhverfi sitt og sína veröld. Að reka sig á, uppgötva og vera þátttakandi í lífinu er það sem við eigum að gera. Ef þú gerir það ekki þá ertu einhvern veginn ekkert með.“Skáldin hans Kristins Á sýningu Kristins er að finna verk sem eru tileinkuð skáldunum Sigurði Pálssyni og Þorsteini frá Hamri. Sigurður féll frá á síðasta ári en Þorsteinn nú fyrir skömmu en þessir vinir Kristins áttu í huga hans það sameiginlegt að vera bæði dásamlegir listamenn og miklir landkönnuðir. „Það var það sem heillaði mig við þá fyrst þegar ég las þá. Þeir tilheyra eldri kynslóð svo ég kynnist þeim fyrst í gegnum ljóðalestur en seinna áttum við svo eftir að vinna saman. En þeir báðir voru mjög uppteknir af þeim veruleika sem við lifum og hrærumst í en á mjög ólíkan hátt. Mér fannst Sigurður vera meiri sjófarandi. Hann orti mikið um sjóndeildarhringinn og það er mikið ferðalag í ljóðum hans. En aftur á móti var Þorsteinn meira á heimavelli en algjörlega með heiminn undir. Hann var miklu jarðbundnari maður en samt fantastískt skáld, stór og mikill. Ég tileinka þeim hvorum um sig eitt verk hérna á sýningunni. Er með ljóðabrot frá Sigurði sem ég bæti inn í sjálfur og geri setninguna að spegilmynd: AFTUR OG ENN OG AFTUR. Síðan er ég með fjóra hornsteina í salnum sem eru tileinkaðir Þorsteini og það er undir okkur komið hvernig við skiljum það verk og hvort við erum inni í steininum eða utan við eftir því hvernig við skiljum rýmið.Á sýningu Kristins er að finna verk sem eru tileinkuð skáldunum Sigurði Pálssyni og Þorsteini frá Hamri.Vísir/EyþórÞetta er löndun Kristinn hefur fengist við myndlistina í um þrjátíu ár og sýnt víða en skyldi því alltaf fylgja sama tilfinningin að opna nýja sýningu. Ertu alltaf að leggja sjálfan þig undir? „Já maður leggur alltaf sjálfan sig undir. Það er alltaf fiðringur og pínu taugaveiklun. Ég veit ekki hvernig væri ef maður væri slakur. Kannski að það væri þá eitthvað að. Maður er kannski ekki uppspenntur, það er engin háspenna, en það þarf að vera smáspenna,“ segir Kristinn og hlær. Hann bætir því við að hann sé lengi að búa til myndlist. „Þetta er yfirlega. Ég leyfi hlutunum að fá tíma og ég veit ekkert endilega hvert ég ætla í upphafi ferðar en svo skerpist það hægt og bítandi. Þá verður líka mikil vinna og stundum breytast verkin í ferlinu og því fylgir tilhlökkun, þessi smáspenna.“ Er þetta strákurinn á bátnum hans pabba að sjá aftur í land? Kristinn hlær við spurningunni og svarar einfaldlega. „Já, þetta er að minnsta kosti löndun.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Þvílíkir tímar er yfirskrift sýningar á verkum Kristins E. Hrafnssonar myndhöggvara í Hverfisgalleríi. Kristinn hefur verið virkur í íslensku myndlistarlífi í allt að þrjátíu ár, tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis. Kristinn hefur oft fengist við tíma og rými í verkum sínum í gegnum árin og skynjun okkar á þessum ósnertanlegu fyrirbærum, þar á meðal þeim aðferðum sem við beitum til þess að ákvarða stund og stað eins og til að mynda í veröld sjófarenda.Sex ára á sjó Kristinn er reyndar sjómannssonur frá Ólafsfirði og aðspurður um hvort sá bakgrunnur hafi leitt hann að þessum viðfangsefnum þá gengst hann nú fúslega við að vera alinn upp sem sjómannsefni. „Ég byrjaði ungur að fara á sjó með pabba og var kominn með pungapróf og allt það áður en að ég ákvað að vera frekar í landi og feta listabrautina. En vissulega gefur það góða tilfinningu fyrir rými að vera á sjó. Ég gerði reyndar stóra sýningu um það á sínum tíma sem var á Þjóðminjasafninu og þar fór ég nú nokkuð djúpt í þetta mál og skoðaði frá ýmsum vinklum. En við þá vinnu þá fór ég líka heilmikið í gegnum minnið því suma hluti úr æskunni man maður svo sterklega. Ég man að ég var sex ára þegar ég fór á sjó með pabba og sá ekki til lands og það er ákaflega sterk upplifun, alveg ævintýraleg. Maður áttar sig ekkert á því hvernig maður fer heim og það er sérstök tilfinning.“ Upplifir þú þá að það séu engar áttir lengur? „Já, sérstaklega í þoku eða myrkri, þá áttar maður sig ekki. Það er allt annað þegar maður hefur sólina en þegar hennar nýtur ekki við þá er þetta mikil ráðgáta. Í seinni tíð þegar ég hef verið að skoða stöðu okkar í alheiminum þá er þetta á margan hátt svipuð hugsun; maður er að reyna að rata. Átta sig á því hvaðan þessi heimur er og hvernig hann byrjar og hvar hann endar og svo framvegis. Að við séum að upplifa mjög merkilega tíma. Bæði heillandi og háskalega.“Kristinn segir veruleikann miklu meira spennandi en eitthvert afrit af honum, sýndarveruleika eða sýndarrými.Vísir/EyþórAð taka þátt í lífinu Kristinn segir titil sýningarinnar, Þvílíkir tímar, einmitt vísa í þessa hugsun. „Bæði þetta kosmíska, stóra mikla sem er mikið að opnast fyrir okkur núna því við erum eins og landkönnuðir í þessari veröld sem við höfum aldrei séð jafn mikið af. En á sama tíma erum við líka að búa til einhvern sýndarveruleika eða sýndarrými sem mér finnst mjög óheillandi. Mér finnst veruleikinn miklu meira spennandi en eitthvert afrit af honum,“ segir Kristinn og er þar að vísa til tækni- og tölvuveruleikans sem er orðinn svo fyrirferðarmikill í daglegu lífi svo margra. „Mér finnst eins og fólki líði ekkert vel í þessum heimi. Þú finnur aldrei neitt, þú upplifir aldrei neitt. Þér er alltaf sagt hvernig hlutirnir eru eða þá að heimurinn er búinn til af öðrum í stað þess að hver og einn reyni að skapa sinn eigin veruleika, sinn eigin heim, með því að skoða umhverfi sitt og sína veröld. Að reka sig á, uppgötva og vera þátttakandi í lífinu er það sem við eigum að gera. Ef þú gerir það ekki þá ertu einhvern veginn ekkert með.“Skáldin hans Kristins Á sýningu Kristins er að finna verk sem eru tileinkuð skáldunum Sigurði Pálssyni og Þorsteini frá Hamri. Sigurður féll frá á síðasta ári en Þorsteinn nú fyrir skömmu en þessir vinir Kristins áttu í huga hans það sameiginlegt að vera bæði dásamlegir listamenn og miklir landkönnuðir. „Það var það sem heillaði mig við þá fyrst þegar ég las þá. Þeir tilheyra eldri kynslóð svo ég kynnist þeim fyrst í gegnum ljóðalestur en seinna áttum við svo eftir að vinna saman. En þeir báðir voru mjög uppteknir af þeim veruleika sem við lifum og hrærumst í en á mjög ólíkan hátt. Mér fannst Sigurður vera meiri sjófarandi. Hann orti mikið um sjóndeildarhringinn og það er mikið ferðalag í ljóðum hans. En aftur á móti var Þorsteinn meira á heimavelli en algjörlega með heiminn undir. Hann var miklu jarðbundnari maður en samt fantastískt skáld, stór og mikill. Ég tileinka þeim hvorum um sig eitt verk hérna á sýningunni. Er með ljóðabrot frá Sigurði sem ég bæti inn í sjálfur og geri setninguna að spegilmynd: AFTUR OG ENN OG AFTUR. Síðan er ég með fjóra hornsteina í salnum sem eru tileinkaðir Þorsteini og það er undir okkur komið hvernig við skiljum það verk og hvort við erum inni í steininum eða utan við eftir því hvernig við skiljum rýmið.Á sýningu Kristins er að finna verk sem eru tileinkuð skáldunum Sigurði Pálssyni og Þorsteini frá Hamri.Vísir/EyþórÞetta er löndun Kristinn hefur fengist við myndlistina í um þrjátíu ár og sýnt víða en skyldi því alltaf fylgja sama tilfinningin að opna nýja sýningu. Ertu alltaf að leggja sjálfan þig undir? „Já maður leggur alltaf sjálfan sig undir. Það er alltaf fiðringur og pínu taugaveiklun. Ég veit ekki hvernig væri ef maður væri slakur. Kannski að það væri þá eitthvað að. Maður er kannski ekki uppspenntur, það er engin háspenna, en það þarf að vera smáspenna,“ segir Kristinn og hlær. Hann bætir því við að hann sé lengi að búa til myndlist. „Þetta er yfirlega. Ég leyfi hlutunum að fá tíma og ég veit ekkert endilega hvert ég ætla í upphafi ferðar en svo skerpist það hægt og bítandi. Þá verður líka mikil vinna og stundum breytast verkin í ferlinu og því fylgir tilhlökkun, þessi smáspenna.“ Er þetta strákurinn á bátnum hans pabba að sjá aftur í land? Kristinn hlær við spurningunni og svarar einfaldlega. „Já, þetta er að minnsta kosti löndun.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira