Innlent

Listi Miðflokksins í borginni kynntur

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík.
Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík.
Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag ellefu efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir borgarstjornarkosningarnar. Þetta er í fyrsta skipti sem Miðflokkurinn býður fram í sveitarstjórnarkosningum.

Listinn er skipaður fimm konum og sex körlum. Vigdís Hauksdóttir lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins skipar efsta sæti flokksins en hún hefur sagt að mikið verk sé að vinna í borginni. 

Sjá meira: Boðar sigur sem tekið verður eftir

Í öðru sæti á listanum er Vilborg Hansen, landfræðingur og fasteignasali. Á eftir henni koma Baldur Borgþórsson einkaþjálfari, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson markþjálfi og Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur.

Í næstu sætum þar fyrir neðan sitja Sólveig Bjarney Daníelsdóttir, Trausti Harðarson, Viðar Freyr Guðmundsson, Kristín Jóna Grétarsdóttir, Örn Bergmann Jónsson og Linda Jónsdóttir. 

Listinn var settur þannig upp að stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur fékk það hlutverk að stilla upp á lista. „Verið er að bíða eftir fyrsta landsþinginu okkar sem er í apríl til þess að vera með lög flokksins samþykkt, þá er hægt að fara í formlegheitin. Stjórnin tók það að sér að stilla upp og tilkynnti þann lista í stað þess að setja hann upp til samþykktar,“ segir Reynir Þór Guðmundsson formaður Miðflokksfélagsins í Reykjavík.


Tengdar fréttir

Vigdís leiðir Miðflokkinn í borginni

Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

„Einu sinni pólitíkus, alltaf pólitíkus"

Miðflokkurinn mun bjóða fram lista víða um land í sveitastjórnarkosningunum að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem sótti fyrsta flokksráðsfund flokksins í dag. Borgarstjóraefnið Vigdís Hauksdóttir, segir markmiðið að ná að minnsta kosti fjórum borgarstjórnarfulltrúum.

Boðar sigur sem tekið verður eftir

Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×