Sport

The Simpsons spáði fyrir um gull Bandaríkjamanna í krullu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Homer og Marge ruddu veginn fyrir bandaríska krulluliðið.
Homer og Marge ruddu veginn fyrir bandaríska krulluliðið. vísir/ap
Spádómsgáfa sjónvarpsþáttanna The Simpsons er ótrúleg. Þættinum tekst meira að segja að spá fyrir um óvænt gullverðlaun á Ólympíuleikum.

Bandaríska karlaliðið í krullu vann sitt fyrsta ÓL-gull í sögunni í PyeongChang á dögunum. Mjög óvænt gull hjá Bandaríkjamönnum þar.

Í átta ára gömlum Simpsons-þætti vinna Bandaríkin gull í krullu. Það sem meira er þá gerði bandaríska liðið það gegn Svíum rétt eins og í alvöru úrslitaleiknum í Suður-Kóreu. Magnað.

Eini munurinn er að karlalið Bandaríkjanna vann gullið en það var blandað lið í þættinum. Agnes og Seymour Skinner spiluðu með Simpsons-hjónunum í átt að gullinu.

The Simpsons spáðu fyrir um að Donald Trump yrði Bandaríkjaforseti og nú velta menn fyrir sér hvað komi næst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×