Fótbolti

Neymar brotinn og missir væntanlega af Real-leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar.
Neymar. Vísir/Getty
Maðurinn sem var keyptur til að koma Paris Saint Germain alla leið í Meistaradeildinni verður nær örugglega ekki með liðinu í seinna leiknum á móti Real Madrid í sextán liða úrslitum keppninnar í ár.

Brasilíumaðurinn Neymar var borinn af velli í leik PSG og Marseille á sunnudagskvöldið eftir að hafa snúið sig illa á ökkla undir lok leiksins. Nýjustu fréttirnir af meiðslum hans eru ekki góðar.





Við myndatöku kom í ljós að fimmta framristarbein brotnaði og hann verður ekki orðinn góður eftir níu daga þegar leikur Paris Saint Germain og Real Madrid fer fram í París.

Real Madrid vann fyrri leikinn 3-1 á heimavelli sínum og er því í góðri stöðu.

Parísarliðið eyddi 200 milljónum punda í Neymar þegar félagið keypti hann frá Barcelona í ágúst. Hann hefur skorað 29 mörk í 30 leikjum á tímabilinu.





Hér fyrir neðan má sjá hvernig Brasilíumaðurinn meiddi sig í þessum leik á móti Marseille en hann hafði þá þegar lagt upp tvö af þremur mörkum liðsins í leiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×