Ólafía Þórunn ætlar að gifta sig í sumar Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2018 17:45 Ólafía og verðandi eiginmaður hennar, Thomas Bojanowski. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, og unnusti hennar, Þjóðverjinn Thomas Bojanowski, ætla að gifta sig á Íslandi næsta sumar. Þetta segir Ólafía í samtali við heimasíðu LPGA. „Hann er góður stuðningur og ein aðal ástæðan að ég hef náð svona langt því hann er alltaf að ýta á mig og láta mig leggja harðar að mér,” segir Ólafía í samtali við heimasíðu LPGA um samband þeirra Bojanowski. „Hann er með þýska agann og ég er með þetta íslenska: Jæja, þetta reddast. Ég er sú rólega og hann agaður, svo saman erum við góð blanda.” Verðandi hjónin hittust í Wake Forest háskólanum í Norður-Karólínu, en á meðan Bojanowski keppt fyrir hönd skólans í frjálsum íþróttum, þá var Ólafía þar að spila golf. Þau kynntust í gegnum sameiginlegan vin. Þau trúlofuðu sig á jóladagskvöldi árið 2015, en þá hafði Ólafía Þórunn nýskotið sér inn á evrópska túrinn. Hún flaug þá beint til Þýskalands þar sem fjölskylda hennar og Bojanowski ætluðu að halda jólin saman. Áður en þau ætluðu að byrja opna pakkana byrjaði bróðir Bojanowski að spila lagið Thinking out loud með Ed Sheeran sem er uppáhalds lag kærustuparsins. „Bróðir hans og kona byrjuðu að syngja lagið og mér fannst þetta mjög fallegt. Mig grunaði ekkert,” en þegar lagið endaði kom Bojanowski til Ólafíu og bað hana um að trúlofast sér. „Þetta var svo fallegt því enska er ekki móðurmál mitt og ekki hans heldur, en hann bað mín á ensku. Síðan fögnuðum við öll,” sagði Ólafíu um þessa fallegu stund. Giftingin fer fram á Íslandi í ágúst þar sem Ísland er mitt á milli Þýskalands og Bandaríkjanna þar sem þau eiga bæði vini. Nánar má lesa um giftinguna, íslenska golfið, næstu skref á LPGA og fleira á heimasíðu LPGA. Golf Tengdar fréttir Valdís og Ólafía mætast öðru sinni Keppa báðar á móti á Evrópumótaröðinni sem hefst í Ástralíu í nótt. 21. febrúar 2018 12:00 Valdís enn í toppbaráttunni | Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir gaf ekkert eftir á Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu í nótt og er í fjórða sæti mótsins. 23. febrúar 2018 07:06 Ólafía Þórunn í kennslustund í Ástralíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og hin skoska Carly Booth kynntust menningu frumbyggja Ástralíu í dag þar sem þær fengu meðal annars kennslu í að stjaka brimbrettum frá áströlskum Ólympíufara 20. febrúar 2018 15:00 Ólafía jafnaði besta hring mótsins │ Valdís Þóra í þriðja sæti Íslensku kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir áttu frábæran dag í Ástralíu í nótt. Valdís er í toppbaráttunni á Ladies Classic Bonville mótinu og Ólafía Þórunn lék á fimm höggum undir pari sem er besta skor mótsins til þessa. 24. febrúar 2018 09:12 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, og unnusti hennar, Þjóðverjinn Thomas Bojanowski, ætla að gifta sig á Íslandi næsta sumar. Þetta segir Ólafía í samtali við heimasíðu LPGA. „Hann er góður stuðningur og ein aðal ástæðan að ég hef náð svona langt því hann er alltaf að ýta á mig og láta mig leggja harðar að mér,” segir Ólafía í samtali við heimasíðu LPGA um samband þeirra Bojanowski. „Hann er með þýska agann og ég er með þetta íslenska: Jæja, þetta reddast. Ég er sú rólega og hann agaður, svo saman erum við góð blanda.” Verðandi hjónin hittust í Wake Forest háskólanum í Norður-Karólínu, en á meðan Bojanowski keppt fyrir hönd skólans í frjálsum íþróttum, þá var Ólafía þar að spila golf. Þau kynntust í gegnum sameiginlegan vin. Þau trúlofuðu sig á jóladagskvöldi árið 2015, en þá hafði Ólafía Þórunn nýskotið sér inn á evrópska túrinn. Hún flaug þá beint til Þýskalands þar sem fjölskylda hennar og Bojanowski ætluðu að halda jólin saman. Áður en þau ætluðu að byrja opna pakkana byrjaði bróðir Bojanowski að spila lagið Thinking out loud með Ed Sheeran sem er uppáhalds lag kærustuparsins. „Bróðir hans og kona byrjuðu að syngja lagið og mér fannst þetta mjög fallegt. Mig grunaði ekkert,” en þegar lagið endaði kom Bojanowski til Ólafíu og bað hana um að trúlofast sér. „Þetta var svo fallegt því enska er ekki móðurmál mitt og ekki hans heldur, en hann bað mín á ensku. Síðan fögnuðum við öll,” sagði Ólafíu um þessa fallegu stund. Giftingin fer fram á Íslandi í ágúst þar sem Ísland er mitt á milli Þýskalands og Bandaríkjanna þar sem þau eiga bæði vini. Nánar má lesa um giftinguna, íslenska golfið, næstu skref á LPGA og fleira á heimasíðu LPGA.
Golf Tengdar fréttir Valdís og Ólafía mætast öðru sinni Keppa báðar á móti á Evrópumótaröðinni sem hefst í Ástralíu í nótt. 21. febrúar 2018 12:00 Valdís enn í toppbaráttunni | Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir gaf ekkert eftir á Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu í nótt og er í fjórða sæti mótsins. 23. febrúar 2018 07:06 Ólafía Þórunn í kennslustund í Ástralíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og hin skoska Carly Booth kynntust menningu frumbyggja Ástralíu í dag þar sem þær fengu meðal annars kennslu í að stjaka brimbrettum frá áströlskum Ólympíufara 20. febrúar 2018 15:00 Ólafía jafnaði besta hring mótsins │ Valdís Þóra í þriðja sæti Íslensku kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir áttu frábæran dag í Ástralíu í nótt. Valdís er í toppbaráttunni á Ladies Classic Bonville mótinu og Ólafía Þórunn lék á fimm höggum undir pari sem er besta skor mótsins til þessa. 24. febrúar 2018 09:12 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís og Ólafía mætast öðru sinni Keppa báðar á móti á Evrópumótaröðinni sem hefst í Ástralíu í nótt. 21. febrúar 2018 12:00
Valdís enn í toppbaráttunni | Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir gaf ekkert eftir á Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu í nótt og er í fjórða sæti mótsins. 23. febrúar 2018 07:06
Ólafía Þórunn í kennslustund í Ástralíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og hin skoska Carly Booth kynntust menningu frumbyggja Ástralíu í dag þar sem þær fengu meðal annars kennslu í að stjaka brimbrettum frá áströlskum Ólympíufara 20. febrúar 2018 15:00
Ólafía jafnaði besta hring mótsins │ Valdís Þóra í þriðja sæti Íslensku kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir áttu frábæran dag í Ástralíu í nótt. Valdís er í toppbaráttunni á Ladies Classic Bonville mótinu og Ólafía Þórunn lék á fimm höggum undir pari sem er besta skor mótsins til þessa. 24. febrúar 2018 09:12