SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2018 19:00 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. Markmiðið hljóti að vera að nýr samningur taki við án átaka á vinnumarkaði í haust. Innan Samtaka atvinnulífsins var mönnum augljóslega létt að Alþýðusambandið sagði ekki upp samningum í dag. Enda telja atvinnurekendur ólíkt ASÍ að forsendur samninga séu ekki brostnar. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir nauðsynlegt að deiluaðilar tali saman sem fyrst. Það er augljóst þrátt fyrir þessa niðurstöðu að það er mikil gremja innan Alþýðusambandsins með stöðu mála og það er boðuð harka í viðræðum í haust. Heldur þú að þetta verði erfiðir samningar fram undan? „Ég held að dagurinn í dag sé ekki endapunktur neins. Heldur upphafið að því að við þurfum að ná saman og hlusta á þær gagnrýnisraddir sem fram hafa komið. En verkefnið fram undan í mínum huga er alveg skýrt. Það er að standa vörð um þessa miklu kaupmáttaraukningu sem við höfum náð fram í sameiningu á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín. Nú er ljóst að kjarasamningar á almenna markaðnum gilda til áramóta. Almennt hefjast viðræður um nýja samninga formlega um tíu vikum áður en eldri samningar renna út. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að hefja mótun kröfugerðar nú þegar og þeim verði fylgt eftir af hörku í haust.Óttist þið hérna megin að það kunni jafnvel að verða verkföll um áramótin? „Að sjálfsögðu vonum við ekki. Ég held að aðalatriðið sé að við tökum upp samtal núna, aðilar vinnumarkaðarins, með það fyrir augum að vinna jafnt og þétt núna eftir páska, inn í sumarið og haustið með það að markmiði að samningur taki við af samningi fyrir árslok. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. Markmiðið hljóti að vera að nýr samningur taki við án átaka á vinnumarkaði í haust. Innan Samtaka atvinnulífsins var mönnum augljóslega létt að Alþýðusambandið sagði ekki upp samningum í dag. Enda telja atvinnurekendur ólíkt ASÍ að forsendur samninga séu ekki brostnar. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir nauðsynlegt að deiluaðilar tali saman sem fyrst. Það er augljóst þrátt fyrir þessa niðurstöðu að það er mikil gremja innan Alþýðusambandsins með stöðu mála og það er boðuð harka í viðræðum í haust. Heldur þú að þetta verði erfiðir samningar fram undan? „Ég held að dagurinn í dag sé ekki endapunktur neins. Heldur upphafið að því að við þurfum að ná saman og hlusta á þær gagnrýnisraddir sem fram hafa komið. En verkefnið fram undan í mínum huga er alveg skýrt. Það er að standa vörð um þessa miklu kaupmáttaraukningu sem við höfum náð fram í sameiningu á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín. Nú er ljóst að kjarasamningar á almenna markaðnum gilda til áramóta. Almennt hefjast viðræður um nýja samninga formlega um tíu vikum áður en eldri samningar renna út. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að hefja mótun kröfugerðar nú þegar og þeim verði fylgt eftir af hörku í haust.Óttist þið hérna megin að það kunni jafnvel að verða verkföll um áramótin? „Að sjálfsögðu vonum við ekki. Ég held að aðalatriðið sé að við tökum upp samtal núna, aðilar vinnumarkaðarins, með það fyrir augum að vinna jafnt og þétt núna eftir páska, inn í sumarið og haustið með það að markmiði að samningur taki við af samningi fyrir árslok. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira