Var nauðgað af skólabróður sínum bakvið lögreglustöðina Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Sigríður Hjálmarsdóttir stígur fram og vill skila skömminni. Hún hefur fengið mikil viðbrögð. VÍSIR/EYÞÓR Máttur #metoo byltingarinnar er mikill. Fjöldi þolenda ofbeldis hafa stigið fram og sagt sögur sínar. Sigríður Hjálmarsdóttir er ein þeirra fjölmörgu kvenna sem hafa þolað kynferðisofbeldi og það oftar en einu sinni. Barnungri var henni nauðgað af skólabróður sínum í bakgarði lögreglustöðvarinnar á Sauðárkróki. Fjölmörgum árum síðar, þá fullorðin kona var henni byrlað ólyfjan og henni nauðgað af tveimur mönnum. Sigríður tók ákvörðun um að segja frá reynslu sinni og birti frásögnina á Facebook síðu sinni. Viðbrögðin hafa verið gífurleg og komu henni virkilega á óvart. „Fyrst þegar #metoo sögurnar voru að koma fram þá fann ég fyrir óþoli. Sögurnar rótuðu í mér og ýfðu upp gamlar minningar, vondar minningar. #metoo byltingin þrengir ekki bara að ofbeldismönnunum heldur líka að okkur sem verðum fyrir þeim. Sögurnar þrýstast upp á yfirborðið og þær eru alls staðar. Í öllum fjölmiðlum, á kaffistofum og víðar svo engin leið er að komast hjá þeim. Ég skrifaði þennan texta um miðjan janúar en birti hann síðastliðinn föstudag. Maðurinn minn las þetta yfir og sagði að þó að ég hefði sagt honum frá þessu þá hafi hann í gegnum textann enn frekar upplifað hversu mikið ofbeldi þetta hefði verið.“Frásögn sína birti Sigríður upphaflega á Facebook. Vísir/EyþórViðbrögðin við sögunum urðu önnur og meiri en Sigríður gerði sér í hugarlund. „Þegar ég setti þetta fram þá hugsaði ég: „Hvað er ég nú búin að gera? Hugsar fólk kannski bara með sér; hvað er hún að vilja upp á dekk? En það er ekki það sem gerðist,“ segir Sigríður. „Ég hef fengið fullt af símtölum og skilaboðum, ég hélt að kannski myndi ég bara fá eitt læk en það var aldeilis ekki. Ég hef verið í hálfgerðri geðshræringu síðan og er svo þakklát fyrir viðbrögðin og stuðninginn. Fjölskyldan mín og maðurinn minn eru á bak við mig alla leið. Þessi bylting skiptir máli og allir þeir sem „skemmta sér“ kannski bara í tíu mínútur á þennan hátt, á kostnað annarrar manneskju, gera sér kannski ekki grein fyrir ævilöngum hryllilegum afleiðingum sem þetta hefur á líf þeirra sem fyrir verða. Ég á oft erfitt með að fara norður á Krókinn því þar eru margar minningar sem hellast yfir. Ég er hætt að bera ábyrgð á þessu ofbeldi svo ég ákvað að henda því bara frá mér. Þetta er ekki minn kross að bera.“Frásögnin sem Sigríður birti á Facebook má lesa í heild sinni hér að neðan.#metoo -Ég hef þagað nógu lengi og tímabært að losa sig við þetta út í kosmósinn <3 Mér finnst #metoo byltingin alveg meiriháttar framtak og vonandi breytir hún samskiptum kynjanna til hins betra. Á meðan ég gleðst yfir umræðunni og byltingunni þá er ég í tilfinningalegum rússíbana alla daga. Ég hef helst ekki viljað lesa frásagnir þeirra sem hefur verið nauðgað. Þær eru margar og vondar. Þær eru líklega enn verri fyrir það að ég samsama mig svo mikið við þessar sögur. Þetta rótar upp atburðum og tilfinningum sem mér hefur tekist að geyma í bakhöfðinu árum saman. Ég var rænd sakleysinu þegar ég var á fjórtánda ári á Sauðárkróki. Það var ball í Bifröst, aldurstakmarkið 16 ár svo ég komst ekki inn. Það tíðkaðist hins vegar að þeir sem voru of ungir héngu fyrir utan félagsheimilið og spjölluðu við þá sem mættu á ballið og fóru út að viðra sig. Okkur grunnskólakrökkunum þótti mikið sport að fá sopa af víninu sem ballgestir höfðu meðferðis og sumir krakkanna voru líka með vín blandað í flöskur. Ég gerði mér enga grein fyrir því hvað mér var óhætt að fá mér marga sopa fyrr en ég fór bakvið félagsheimilið og lagði mig. Ég rumskaði við að skólabróðir minn var að drösla mér í burtu og hálfdró mig inn í bakgarð við gömlu lögreglustöðina. Þar lagði hann mig niður og byrjaði að klæða mig úr að neðan og sjálfan sig líka. Ég bað hann að hætta, sagðist ekki vilja þetta. Hann spurði rétt áður en hann nauðgaði mér: „Má ég það? Má ég það?“ Ég svaraði: „Nei, nei!“ Ég var ofurölvi og hafði ekki krafta til mótspyrnu á nokkurn hátt, hvorki til að hrópa á hjálp né berjast svo það var ekki annað að gera en bíða þetta af sér. Þegar hann hafði lokið sér af stóð hann upp og labbaði í burtu. Skildi mig eftir í blóði mínu með allt niðri um mig í bakgarði lögreglustöðvarinnar á Sauðárkróki. Einhvern veginn komst ég heim, ég man ekki alveg hvernig. Ég ældi, fylltist skömm, var skítug, ónýt og einskis virði. Það er svo magnað hvað gerist innra með þeim sem verða fyrir svona. Ég hef lesið upplifanir annarra og það er svo órökrétt hvernig við sem verðum fyrir slíku ofbeldi bregðumst við. Af hverju upplifum við okkur einskis virði, gallaða vöru sem á ekkert gott skilið? Ég meira að segja kenndi mér um. Auðvitað átti ég ekki að fá mér svona marga sopa. Það gefur auga leið að ég er að bjóða upp á þetta, brennivínsdauð bakvið hús! Næstu ár báru þess merki að ég hafði orðið fyrir áfalli, nauðgun. Ég kom illa fram við sjálfa mig drakk oft og mikið, var með hinum og þessum strákum, enda skipti það ekki máli, ég var hvort eð var ónýt. Ef einhver vildi nota mig þá var það í lagi mín vegna. Ég var dofin og alveg sama, vildi jafnvel bara deyja á tímabili. Velti því fyrir mér hvaða aðferðir væru bestar til þess. Á litlum stað fer fólk auðvitað að tala. Prestsdóttirin er bara alltaf að djamma og sofa hjá. Það var hneykslast og ég fékk stundum skot frá fólki á öllum aldri um hegðun mína. Þau vissu samt ekki að þetta var algjör óþarfi hjá þeim. Ég vissi nákvæmlega hversu lítils virði ég var í þessu samfélagi, í lífinu. Miklaði þetta fyrir mér margfalt og dró sjálfa mig niður andlega. Eftir á að hyggja þá var þetta ekki eins slæmt og ég trúði þá, ekki eins slæmt og fólkið í kringum mig lét mig trúa, og ég trúði því líka. Einhvern veginn tókst mér þó að halda sjó. Ég stóð mig almennt vel í námi þó mætingarnar í framhaldsskóla hafi ekki verið til fyrirmyndar. Ég átti erfitt með að vakna á morgnana. Mér gekk svo illa að sofna því um leið og ég lagðist á koddann fór hausinn á mér að fara yfir daginn. „Af hverju sagði ég þetta? Af hverju orðaði ég þetta ekki öðruvísi? Af hverju gerði ég þetta en ekki þetta? Þessi heldur að ég sé fáviti. Ég er fáviti.“ Svona hljómaði hausinn á mér á kvöldin í mörg ár. Reyndar stundum ennþá en það eru sem betur fer undantekningar í dag. Það liðu sjö ár þangað til ég hringdi í Stígamót, sagði sögu mína og spurði hvort þetta væri nauðgun. Það þarf væntanlega ekki að taka fram hvert svarið var. Ég fór svo í einn viðtalstíma en lét þar við sitja. Mér fannst ég ekkert þurfa að ræða þetta. Vildi bara setja þetta aftur fyrir mig og hef gert það að mestu leyti. Ég get sagt að mér hafi verið nauðgað en ég geri það alveg ískalt og án tilfinninga því ég hef ekki viljað hleypa þeim fram. Hvað á maður svo sem að gera við þessar tilfinningar? #Metoo byltingin rótar þessu öllu upp. Ég sem var orðin svo góð í að vera tilfinningalaus gagnvart þessum minningum sit eftir berskjölduð í tilfinningarússíbana. Byltingin er nauðsynleg og vonandi verður hún til þess að færri þurfi að upplifa slíkt og fara í gegnum það sjálfshatur sem tekur við í kjölfarið. Ég óska engum þess að böðlast í gegnum lífið með svona lagað í farteskinu. Þegar ég var 27 ára gömul var ég að vinna sem blaðamaður og fór til Keflavíkur að skrifa um Ljósanæturlagið, söngvakeppni Ljósanætur. Ég mætti á svæðið ásamt ljósmyndara og sat við blaðamannaborðið ásamt fleiri kollegum. Matur var borinn á borð og ég taldi mér vera óhætt að fá mér eitt hvítvínsglas með matnum þó ég væri að vinna. Ég man ekki mikið meira af því kvöldi. Ég man eftir mér í leigubíl ásamt þremur karlmönnum á Reykjanesbrautinni. Ég man að einn þeirra sagðist ekki ætla að taka þátt í þessu og fór út úr bílnum einhvers staðar. Ég man að ég datt út úr bílnum og inn í runna einhvers staðar. Ég man að þeir tveir sem eftir voru nauðguðu mér... Daginn eftir vaknaði ég í skelfilegri vanlíðan og skildi ekki hvað hafði gerst eða hvernig. Í einfeldni minni datt mér helst í hug að hvítvínið hefði verið gallað. Það sem er svo undarlegt við þetta atvik er að ég var algjörlega dofin gagnvart því og er að vissu leyti ennþá. Ég þekkti annan þeirra en myndi ekki þekkja hinn í sjón, enda man ég ekkert hvernig hann leit út. Þeir voru vinir. Svona rosalega flippaðir vinir sem gera skemmtilega hluti saman. Þeir hafa eflaust verið ánægðir með sig og þessa góðu ferð til Keflavíkur. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Máttur #metoo byltingarinnar er mikill. Fjöldi þolenda ofbeldis hafa stigið fram og sagt sögur sínar. Sigríður Hjálmarsdóttir er ein þeirra fjölmörgu kvenna sem hafa þolað kynferðisofbeldi og það oftar en einu sinni. Barnungri var henni nauðgað af skólabróður sínum í bakgarði lögreglustöðvarinnar á Sauðárkróki. Fjölmörgum árum síðar, þá fullorðin kona var henni byrlað ólyfjan og henni nauðgað af tveimur mönnum. Sigríður tók ákvörðun um að segja frá reynslu sinni og birti frásögnina á Facebook síðu sinni. Viðbrögðin hafa verið gífurleg og komu henni virkilega á óvart. „Fyrst þegar #metoo sögurnar voru að koma fram þá fann ég fyrir óþoli. Sögurnar rótuðu í mér og ýfðu upp gamlar minningar, vondar minningar. #metoo byltingin þrengir ekki bara að ofbeldismönnunum heldur líka að okkur sem verðum fyrir þeim. Sögurnar þrýstast upp á yfirborðið og þær eru alls staðar. Í öllum fjölmiðlum, á kaffistofum og víðar svo engin leið er að komast hjá þeim. Ég skrifaði þennan texta um miðjan janúar en birti hann síðastliðinn föstudag. Maðurinn minn las þetta yfir og sagði að þó að ég hefði sagt honum frá þessu þá hafi hann í gegnum textann enn frekar upplifað hversu mikið ofbeldi þetta hefði verið.“Frásögn sína birti Sigríður upphaflega á Facebook. Vísir/EyþórViðbrögðin við sögunum urðu önnur og meiri en Sigríður gerði sér í hugarlund. „Þegar ég setti þetta fram þá hugsaði ég: „Hvað er ég nú búin að gera? Hugsar fólk kannski bara með sér; hvað er hún að vilja upp á dekk? En það er ekki það sem gerðist,“ segir Sigríður. „Ég hef fengið fullt af símtölum og skilaboðum, ég hélt að kannski myndi ég bara fá eitt læk en það var aldeilis ekki. Ég hef verið í hálfgerðri geðshræringu síðan og er svo þakklát fyrir viðbrögðin og stuðninginn. Fjölskyldan mín og maðurinn minn eru á bak við mig alla leið. Þessi bylting skiptir máli og allir þeir sem „skemmta sér“ kannski bara í tíu mínútur á þennan hátt, á kostnað annarrar manneskju, gera sér kannski ekki grein fyrir ævilöngum hryllilegum afleiðingum sem þetta hefur á líf þeirra sem fyrir verða. Ég á oft erfitt með að fara norður á Krókinn því þar eru margar minningar sem hellast yfir. Ég er hætt að bera ábyrgð á þessu ofbeldi svo ég ákvað að henda því bara frá mér. Þetta er ekki minn kross að bera.“Frásögnin sem Sigríður birti á Facebook má lesa í heild sinni hér að neðan.#metoo -Ég hef þagað nógu lengi og tímabært að losa sig við þetta út í kosmósinn <3 Mér finnst #metoo byltingin alveg meiriháttar framtak og vonandi breytir hún samskiptum kynjanna til hins betra. Á meðan ég gleðst yfir umræðunni og byltingunni þá er ég í tilfinningalegum rússíbana alla daga. Ég hef helst ekki viljað lesa frásagnir þeirra sem hefur verið nauðgað. Þær eru margar og vondar. Þær eru líklega enn verri fyrir það að ég samsama mig svo mikið við þessar sögur. Þetta rótar upp atburðum og tilfinningum sem mér hefur tekist að geyma í bakhöfðinu árum saman. Ég var rænd sakleysinu þegar ég var á fjórtánda ári á Sauðárkróki. Það var ball í Bifröst, aldurstakmarkið 16 ár svo ég komst ekki inn. Það tíðkaðist hins vegar að þeir sem voru of ungir héngu fyrir utan félagsheimilið og spjölluðu við þá sem mættu á ballið og fóru út að viðra sig. Okkur grunnskólakrökkunum þótti mikið sport að fá sopa af víninu sem ballgestir höfðu meðferðis og sumir krakkanna voru líka með vín blandað í flöskur. Ég gerði mér enga grein fyrir því hvað mér var óhætt að fá mér marga sopa fyrr en ég fór bakvið félagsheimilið og lagði mig. Ég rumskaði við að skólabróðir minn var að drösla mér í burtu og hálfdró mig inn í bakgarð við gömlu lögreglustöðina. Þar lagði hann mig niður og byrjaði að klæða mig úr að neðan og sjálfan sig líka. Ég bað hann að hætta, sagðist ekki vilja þetta. Hann spurði rétt áður en hann nauðgaði mér: „Má ég það? Má ég það?“ Ég svaraði: „Nei, nei!“ Ég var ofurölvi og hafði ekki krafta til mótspyrnu á nokkurn hátt, hvorki til að hrópa á hjálp né berjast svo það var ekki annað að gera en bíða þetta af sér. Þegar hann hafði lokið sér af stóð hann upp og labbaði í burtu. Skildi mig eftir í blóði mínu með allt niðri um mig í bakgarði lögreglustöðvarinnar á Sauðárkróki. Einhvern veginn komst ég heim, ég man ekki alveg hvernig. Ég ældi, fylltist skömm, var skítug, ónýt og einskis virði. Það er svo magnað hvað gerist innra með þeim sem verða fyrir svona. Ég hef lesið upplifanir annarra og það er svo órökrétt hvernig við sem verðum fyrir slíku ofbeldi bregðumst við. Af hverju upplifum við okkur einskis virði, gallaða vöru sem á ekkert gott skilið? Ég meira að segja kenndi mér um. Auðvitað átti ég ekki að fá mér svona marga sopa. Það gefur auga leið að ég er að bjóða upp á þetta, brennivínsdauð bakvið hús! Næstu ár báru þess merki að ég hafði orðið fyrir áfalli, nauðgun. Ég kom illa fram við sjálfa mig drakk oft og mikið, var með hinum og þessum strákum, enda skipti það ekki máli, ég var hvort eð var ónýt. Ef einhver vildi nota mig þá var það í lagi mín vegna. Ég var dofin og alveg sama, vildi jafnvel bara deyja á tímabili. Velti því fyrir mér hvaða aðferðir væru bestar til þess. Á litlum stað fer fólk auðvitað að tala. Prestsdóttirin er bara alltaf að djamma og sofa hjá. Það var hneykslast og ég fékk stundum skot frá fólki á öllum aldri um hegðun mína. Þau vissu samt ekki að þetta var algjör óþarfi hjá þeim. Ég vissi nákvæmlega hversu lítils virði ég var í þessu samfélagi, í lífinu. Miklaði þetta fyrir mér margfalt og dró sjálfa mig niður andlega. Eftir á að hyggja þá var þetta ekki eins slæmt og ég trúði þá, ekki eins slæmt og fólkið í kringum mig lét mig trúa, og ég trúði því líka. Einhvern veginn tókst mér þó að halda sjó. Ég stóð mig almennt vel í námi þó mætingarnar í framhaldsskóla hafi ekki verið til fyrirmyndar. Ég átti erfitt með að vakna á morgnana. Mér gekk svo illa að sofna því um leið og ég lagðist á koddann fór hausinn á mér að fara yfir daginn. „Af hverju sagði ég þetta? Af hverju orðaði ég þetta ekki öðruvísi? Af hverju gerði ég þetta en ekki þetta? Þessi heldur að ég sé fáviti. Ég er fáviti.“ Svona hljómaði hausinn á mér á kvöldin í mörg ár. Reyndar stundum ennþá en það eru sem betur fer undantekningar í dag. Það liðu sjö ár þangað til ég hringdi í Stígamót, sagði sögu mína og spurði hvort þetta væri nauðgun. Það þarf væntanlega ekki að taka fram hvert svarið var. Ég fór svo í einn viðtalstíma en lét þar við sitja. Mér fannst ég ekkert þurfa að ræða þetta. Vildi bara setja þetta aftur fyrir mig og hef gert það að mestu leyti. Ég get sagt að mér hafi verið nauðgað en ég geri það alveg ískalt og án tilfinninga því ég hef ekki viljað hleypa þeim fram. Hvað á maður svo sem að gera við þessar tilfinningar? #Metoo byltingin rótar þessu öllu upp. Ég sem var orðin svo góð í að vera tilfinningalaus gagnvart þessum minningum sit eftir berskjölduð í tilfinningarússíbana. Byltingin er nauðsynleg og vonandi verður hún til þess að færri þurfi að upplifa slíkt og fara í gegnum það sjálfshatur sem tekur við í kjölfarið. Ég óska engum þess að böðlast í gegnum lífið með svona lagað í farteskinu. Þegar ég var 27 ára gömul var ég að vinna sem blaðamaður og fór til Keflavíkur að skrifa um Ljósanæturlagið, söngvakeppni Ljósanætur. Ég mætti á svæðið ásamt ljósmyndara og sat við blaðamannaborðið ásamt fleiri kollegum. Matur var borinn á borð og ég taldi mér vera óhætt að fá mér eitt hvítvínsglas með matnum þó ég væri að vinna. Ég man ekki mikið meira af því kvöldi. Ég man eftir mér í leigubíl ásamt þremur karlmönnum á Reykjanesbrautinni. Ég man að einn þeirra sagðist ekki ætla að taka þátt í þessu og fór út úr bílnum einhvers staðar. Ég man að ég datt út úr bílnum og inn í runna einhvers staðar. Ég man að þeir tveir sem eftir voru nauðguðu mér... Daginn eftir vaknaði ég í skelfilegri vanlíðan og skildi ekki hvað hafði gerst eða hvernig. Í einfeldni minni datt mér helst í hug að hvítvínið hefði verið gallað. Það sem er svo undarlegt við þetta atvik er að ég var algjörlega dofin gagnvart því og er að vissu leyti ennþá. Ég þekkti annan þeirra en myndi ekki þekkja hinn í sjón, enda man ég ekkert hvernig hann leit út. Þeir voru vinir. Svona rosalega flippaðir vinir sem gera skemmtilega hluti saman. Þeir hafa eflaust verið ánægðir með sig og þessa góðu ferð til Keflavíkur.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira