Húrra fyrir Strætó-Stellu Pawel Bartoszek skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Árið 2011 var ég fundarstjóri á ráðstefnunni „Hjólum til framtíðar“. Af því tilefni setti ég fram litla áskorun. Ég lofaði verðlaunum, rauðvínsflösku að því er mig minnir, handa hverjum þeim íslenska kvikmyndagerðarmanni sem myndi sýna persónu í kvikmynd eða sjónvarpsþætti í strætó, í öðrum tilgangi en þeim að undirstrika mikið harma- og hnignunarskeið sem persónan væri að ganga í gegnum. Ætli ég hafi ekki verið undir áhrifum hinna annars prýðilega skemmtilegu þátta um Hlemmavídeó, þegar ég sagði þetta. Í þeim þáttum tekur aðalsöguhetjan, leikin af Pétri Jóhanni, strætó í fyrsta þættinum og er í skítnum en nær svo fljótlega að verða sér úti um einhverja þrjátíu ára bíldruslu. Það er þá væntanlega til marks um það að söguhetjan hafi náð örlítilli viðspyrnu frá botninum. Svona eru dæmin vafalaust fleiri. Enginn badass íslenskrar kvikmyndasögu hefur nokkurn tímann slúttað samtali með: „Má ekki vera að þessu! Ásinn er að fara!“ Enginn söguþráður spennumyndar hefur snúist um það að skiptimiðinn væri að renna út. Eða að fjarkinn væri seinn og þristurinn í Mjóddinni gæti ekki beðið lengur. Enginn gamanþáttur hefur gengið út á hóp ungmenna sem taka saman fimmuna úr Árbænum á hverjum morgni. Strætó hefur oftast táknað persónulega eymd. Ég held hins vegar að ég verði að fara að greiða út rauðvínsflöskuna til handritshöfunda þáttanna um Stellu Blómkvist. Stella nefnilega tekur strætó, ekki bara og ekki alltaf, en þegar hún er látin gera það virðist það ekki einungis vera til þess að benda á að hún sé fátæk, geðsjúk eða búin að missa prófið. Kannski er þetta ekki enn orðið töffaraeinkenni í sjálfu sér, kannski er þetta frekar hluti af þeirri persónusköpun Stellu að gera hana flippaða og öðruvísi. En ég þigg alltaf „flippað og öðruvísi“ fram yfir „á rosa bágt“. Ég skal játa það – ég held varla vatni yfir Stellu Blómkvist þáttunum. Heiðu Reed tekst að koma krefjandi hlutverki Stellu frábærlega til skila. Já, ég segi krefjandi vegna þess að Stella er í grunninn svona týpupersóna sem búið er að hlaða á ýmsum tiltölulega klisjukenndum persónueinkennum (hún er reykjandi töffara-dóna-lögfræðingur) og útkoman hefði mjög auðveldlega getað orðið fullkomlega einvíð. En stærsta afrek þeirra sem að þáttunum standa er einmitt að þeim hefur tekist að gera persónuna og sögusviðið trúverðugt. Fljótt á litið kann það að virka ansi mikið rugl að halda því fram að sögusviðið sé trúverðugt. Þættirnir gerast á Íslandi þar sem krónan hefur vikið fyrir dollaranum og Kínverjar hafa gríðarleg ítök, hafa eignast stóran hluta Norðausturlands, Hamraborgin er Kínahverfi og gamla seðlabankabyggingin er komin með nýtt hlutverk: Þar er starfrækt íturvaxið kínverskt sendiráð. Án þess að maður opinberi of mikið um efni þáttanna þá eru kínversk ítök og afskipti ákveðið þema. Þegar maður horfir á þáttinn með íslenskum gleraugum þá getur margt af þessu kannski virkað fremur asnalegt. En við getum leyft okkur að hugsa: hvernig væri það ef menn myndu dag einn hringja í íslensku lögregluna en einhver önnur lögregla en íslensk myndi mæta á staðinn? Eða að sú íslenska myndi mæta en myndi í reynd lúta erlendu boðvaldi? Þrátt fyrir að það kunni að hljóma fáránlega eru þættirnir um Stellu Blómkvist tiltölulega trúverðugur pólitískur vísindaskáldskapur. Sem betur fer hafa fáir Íslendingar upplifað það að búa í leppríki. En þættirnir koma því ástandi ágætlega til skila: Hið erlenda ríkisvald er ekki endilega alltumlykjandi eða með fingurna í öllu. En stundum mætir það á svæðið og trompar hið innlenda. Lætur fólk hverfa, kemur í veg fyrir að hlutir séu sagðir sem því eru ekki þóknanlegir. Lokar af svæðum fyrir sjálft sig og hleypir innlenda ríkisvaldinu ekki inn. Lætur breyta lögum í eigin þágu og kemur fyrir útsendurum á mikilvægum stöðum. Ekki veit ég hvort Stellu Blómkvist verði minnst sem tímamótaverks í íslenskri kvikmyndagerð en hún á það skilið. Fólk tók fremur djúpsteikt hráefni en gerði aldrei grín að því heldur tók það alvarlega. Fullveldispælingarnar eru skemmtilegar án þess að vera predikandi. Já, og síðast en ekki síst: Stella á skilið þakkir fyrir hafa loksins gert strætó kúl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pawel Bartoszek Samgöngur Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2011 var ég fundarstjóri á ráðstefnunni „Hjólum til framtíðar“. Af því tilefni setti ég fram litla áskorun. Ég lofaði verðlaunum, rauðvínsflösku að því er mig minnir, handa hverjum þeim íslenska kvikmyndagerðarmanni sem myndi sýna persónu í kvikmynd eða sjónvarpsþætti í strætó, í öðrum tilgangi en þeim að undirstrika mikið harma- og hnignunarskeið sem persónan væri að ganga í gegnum. Ætli ég hafi ekki verið undir áhrifum hinna annars prýðilega skemmtilegu þátta um Hlemmavídeó, þegar ég sagði þetta. Í þeim þáttum tekur aðalsöguhetjan, leikin af Pétri Jóhanni, strætó í fyrsta þættinum og er í skítnum en nær svo fljótlega að verða sér úti um einhverja þrjátíu ára bíldruslu. Það er þá væntanlega til marks um það að söguhetjan hafi náð örlítilli viðspyrnu frá botninum. Svona eru dæmin vafalaust fleiri. Enginn badass íslenskrar kvikmyndasögu hefur nokkurn tímann slúttað samtali með: „Má ekki vera að þessu! Ásinn er að fara!“ Enginn söguþráður spennumyndar hefur snúist um það að skiptimiðinn væri að renna út. Eða að fjarkinn væri seinn og þristurinn í Mjóddinni gæti ekki beðið lengur. Enginn gamanþáttur hefur gengið út á hóp ungmenna sem taka saman fimmuna úr Árbænum á hverjum morgni. Strætó hefur oftast táknað persónulega eymd. Ég held hins vegar að ég verði að fara að greiða út rauðvínsflöskuna til handritshöfunda þáttanna um Stellu Blómkvist. Stella nefnilega tekur strætó, ekki bara og ekki alltaf, en þegar hún er látin gera það virðist það ekki einungis vera til þess að benda á að hún sé fátæk, geðsjúk eða búin að missa prófið. Kannski er þetta ekki enn orðið töffaraeinkenni í sjálfu sér, kannski er þetta frekar hluti af þeirri persónusköpun Stellu að gera hana flippaða og öðruvísi. En ég þigg alltaf „flippað og öðruvísi“ fram yfir „á rosa bágt“. Ég skal játa það – ég held varla vatni yfir Stellu Blómkvist þáttunum. Heiðu Reed tekst að koma krefjandi hlutverki Stellu frábærlega til skila. Já, ég segi krefjandi vegna þess að Stella er í grunninn svona týpupersóna sem búið er að hlaða á ýmsum tiltölulega klisjukenndum persónueinkennum (hún er reykjandi töffara-dóna-lögfræðingur) og útkoman hefði mjög auðveldlega getað orðið fullkomlega einvíð. En stærsta afrek þeirra sem að þáttunum standa er einmitt að þeim hefur tekist að gera persónuna og sögusviðið trúverðugt. Fljótt á litið kann það að virka ansi mikið rugl að halda því fram að sögusviðið sé trúverðugt. Þættirnir gerast á Íslandi þar sem krónan hefur vikið fyrir dollaranum og Kínverjar hafa gríðarleg ítök, hafa eignast stóran hluta Norðausturlands, Hamraborgin er Kínahverfi og gamla seðlabankabyggingin er komin með nýtt hlutverk: Þar er starfrækt íturvaxið kínverskt sendiráð. Án þess að maður opinberi of mikið um efni þáttanna þá eru kínversk ítök og afskipti ákveðið þema. Þegar maður horfir á þáttinn með íslenskum gleraugum þá getur margt af þessu kannski virkað fremur asnalegt. En við getum leyft okkur að hugsa: hvernig væri það ef menn myndu dag einn hringja í íslensku lögregluna en einhver önnur lögregla en íslensk myndi mæta á staðinn? Eða að sú íslenska myndi mæta en myndi í reynd lúta erlendu boðvaldi? Þrátt fyrir að það kunni að hljóma fáránlega eru þættirnir um Stellu Blómkvist tiltölulega trúverðugur pólitískur vísindaskáldskapur. Sem betur fer hafa fáir Íslendingar upplifað það að búa í leppríki. En þættirnir koma því ástandi ágætlega til skila: Hið erlenda ríkisvald er ekki endilega alltumlykjandi eða með fingurna í öllu. En stundum mætir það á svæðið og trompar hið innlenda. Lætur fólk hverfa, kemur í veg fyrir að hlutir séu sagðir sem því eru ekki þóknanlegir. Lokar af svæðum fyrir sjálft sig og hleypir innlenda ríkisvaldinu ekki inn. Lætur breyta lögum í eigin þágu og kemur fyrir útsendurum á mikilvægum stöðum. Ekki veit ég hvort Stellu Blómkvist verði minnst sem tímamótaverks í íslenskri kvikmyndagerð en hún á það skilið. Fólk tók fremur djúpsteikt hráefni en gerði aldrei grín að því heldur tók það alvarlega. Fullveldispælingarnar eru skemmtilegar án þess að vera predikandi. Já, og síðast en ekki síst: Stella á skilið þakkir fyrir hafa loksins gert strætó kúl.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar