Hinseginvæn Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 12. febrúar 2018 09:47 Vinstri græn leggja áherslu á mannréttindi og mikilvægi þess að styðja við og styrkja fjölbreytileikann. Samningur Reykjavíkurborgar við Samtökin 78 sem undirritaður var nýverið er mikilvægur liður í því. Samningurinn fellur fullkomlega að bæði mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og að aðalnámsskrá leik- og grunnskóla frá 2011. Þannig gerir hann borginni kleift að uppfylla lögbundnar skyldur sínar um leið og hann er mikilvægt skref í þá átt að gera Reykjavík að borg sem hlúir að fjölbreytileikanum.Mannréttindastefna og aðalnámsskrá Í mannréttindastefnu borgarinnar er kveðið á um að allt starf með börnum og ungmennum taki mið af fjölbreytileika samfélagsins. Við gerum ráð fyrir því að þátttakendur geti verið hinsegin og að margskonar fjölskyldugerðir séu til. Þannig getum við unnið gegn mismunun og hvers kyns fordómum. Þá kveður stefnan á um að nemendur í grunnskólum hljóti hinsegin fræðslu enda sé að stefna Reykjavíkurborgar að hinsegin fólk njóti virðingar og að um það sé fjallað, án jaðarsetningar. Samningurinn er líka í samræmi við ákvæði aðalnámskrár um jafnréttismenntun á öllum skólastigum. Kyn og kynhneigð eru meðal þeirra þátta sem falla undir hugtakið jafnrétti í aðalnámskrá, og tekið fram að hinseginfræði megi nýta við jafnréttiskennslu. Samtökin 78 munu halda fræðslufundi fyrir nemendur, kennara og aðra þá sem starfa hjá leik-og grunnskólum borgarinnar. Öll fræðslan mun verða skipulögð í samráði við skólastjórnendur og verkefnastjóra Jafnréttisskólans. Staðreyndin er sú að hinsegin nemendur upplifa oft þöggun á kynhneigð sinni eða kynvitund. Slík þöggun getur leitt til eineltis og ofbeldis, kvíða og vanlíðan. Mikilvægt er að skólar rjúfi þögnina og ræði opinskátt um hinsegin fólk sem eðlilegan hluta af öllu skólastarfi; hinseginfræðsla er mikilvægur liður í því verkefni. Eins er mikilvægt að árétta að hinseginfræðsla er ekki kynfræðsla eins og sumir virðast halda.Hinsegin félagsmiðstöð Árið 2016 tók borgin þátt í tilraunaverkefni um hinsegin félagsmiðstöð í samstarfi við Samtökin 78. Með nýjum samningi er þetta mikilvæga verkefni fest í sessi til þriggja ára. Í frístundastefnu borgarinnar kemur fram að skapa þurfi aðstæður til að koma betur til móts við hinsegin ungmenni. Rannsóknir sýna að þetta er viðkvæmur hópur og því mikilvægt að veita honum skjól og stuðning með þessum hætti og skapa vettvang fyrir félagsstarf á þeirra eigin forsendum.Ráðgjöf við hinsegin fólk og fjölskyldur þeirra Samtökin 78 veita hinsegin fólki og aðstandendum þeirra mikilvæga ráðgjöf. Slík ráðgjöf getur verið verið sérlega dýrmæt t.d. fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum en ekki síður fyrir fjölskyldur þeirra. Því getur fylgt mikið umrót á lífi og sjálfsmynd fólks, og því gríðarlega mikilvægt að fólk geti leitað eftir aðstoð við að fóta sig og takast á við nýjan veruleika. Samningurinn styður við starf stuðningshópa fyrir hinsegin ungmenni og tryggir að umsjón þeirra sé á hendi fagaðila.Hinseginvæn borg Okkur ber að tryggja að hlúð sé að fjölbreytileika mannlífsins og í því samhengi skiptir máli hverjir stjórna. Allt tal um mannréttindi hinsegin fólks sem „gæluverkefni“ eiga við engin rök að styðjast. Vinstri græn hafa ávallt staðið með mannréttindum og fjölbreytileika samfélagsins og munu gera það áfram. Samningur borgarinnar við Samtökin 78 er mikilvægur hluti af því verkefni og fagna ég honum. Með því erum við að stíga skref í þá átt að skapa hinseginvænt samfélag án fordóma. Fjölbreytt mannlíf gerir borgina að góðri borg fyrir alla.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Vinstri græn leggja áherslu á mannréttindi og mikilvægi þess að styðja við og styrkja fjölbreytileikann. Samningur Reykjavíkurborgar við Samtökin 78 sem undirritaður var nýverið er mikilvægur liður í því. Samningurinn fellur fullkomlega að bæði mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og að aðalnámsskrá leik- og grunnskóla frá 2011. Þannig gerir hann borginni kleift að uppfylla lögbundnar skyldur sínar um leið og hann er mikilvægt skref í þá átt að gera Reykjavík að borg sem hlúir að fjölbreytileikanum.Mannréttindastefna og aðalnámsskrá Í mannréttindastefnu borgarinnar er kveðið á um að allt starf með börnum og ungmennum taki mið af fjölbreytileika samfélagsins. Við gerum ráð fyrir því að þátttakendur geti verið hinsegin og að margskonar fjölskyldugerðir séu til. Þannig getum við unnið gegn mismunun og hvers kyns fordómum. Þá kveður stefnan á um að nemendur í grunnskólum hljóti hinsegin fræðslu enda sé að stefna Reykjavíkurborgar að hinsegin fólk njóti virðingar og að um það sé fjallað, án jaðarsetningar. Samningurinn er líka í samræmi við ákvæði aðalnámskrár um jafnréttismenntun á öllum skólastigum. Kyn og kynhneigð eru meðal þeirra þátta sem falla undir hugtakið jafnrétti í aðalnámskrá, og tekið fram að hinseginfræði megi nýta við jafnréttiskennslu. Samtökin 78 munu halda fræðslufundi fyrir nemendur, kennara og aðra þá sem starfa hjá leik-og grunnskólum borgarinnar. Öll fræðslan mun verða skipulögð í samráði við skólastjórnendur og verkefnastjóra Jafnréttisskólans. Staðreyndin er sú að hinsegin nemendur upplifa oft þöggun á kynhneigð sinni eða kynvitund. Slík þöggun getur leitt til eineltis og ofbeldis, kvíða og vanlíðan. Mikilvægt er að skólar rjúfi þögnina og ræði opinskátt um hinsegin fólk sem eðlilegan hluta af öllu skólastarfi; hinseginfræðsla er mikilvægur liður í því verkefni. Eins er mikilvægt að árétta að hinseginfræðsla er ekki kynfræðsla eins og sumir virðast halda.Hinsegin félagsmiðstöð Árið 2016 tók borgin þátt í tilraunaverkefni um hinsegin félagsmiðstöð í samstarfi við Samtökin 78. Með nýjum samningi er þetta mikilvæga verkefni fest í sessi til þriggja ára. Í frístundastefnu borgarinnar kemur fram að skapa þurfi aðstæður til að koma betur til móts við hinsegin ungmenni. Rannsóknir sýna að þetta er viðkvæmur hópur og því mikilvægt að veita honum skjól og stuðning með þessum hætti og skapa vettvang fyrir félagsstarf á þeirra eigin forsendum.Ráðgjöf við hinsegin fólk og fjölskyldur þeirra Samtökin 78 veita hinsegin fólki og aðstandendum þeirra mikilvæga ráðgjöf. Slík ráðgjöf getur verið verið sérlega dýrmæt t.d. fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum en ekki síður fyrir fjölskyldur þeirra. Því getur fylgt mikið umrót á lífi og sjálfsmynd fólks, og því gríðarlega mikilvægt að fólk geti leitað eftir aðstoð við að fóta sig og takast á við nýjan veruleika. Samningurinn styður við starf stuðningshópa fyrir hinsegin ungmenni og tryggir að umsjón þeirra sé á hendi fagaðila.Hinseginvæn borg Okkur ber að tryggja að hlúð sé að fjölbreytileika mannlífsins og í því samhengi skiptir máli hverjir stjórna. Allt tal um mannréttindi hinsegin fólks sem „gæluverkefni“ eiga við engin rök að styðjast. Vinstri græn hafa ávallt staðið með mannréttindum og fjölbreytileika samfélagsins og munu gera það áfram. Samningur borgarinnar við Samtökin 78 er mikilvægur hluti af því verkefni og fagna ég honum. Með því erum við að stíga skref í þá átt að skapa hinseginvænt samfélag án fordóma. Fjölbreytt mannlíf gerir borgina að góðri borg fyrir alla.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar