Taldi tilkynningarskyldu á lögreglustöð ganga of langt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 14:34 Rannsókn lögreglu á málinu hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Vísir/Ernir Héraðdsdómur Reykjavíkur hefur framlengt farbann yfir öðrum eiganda pólsku verslunarkeðjunnar Euro Market. Mun maðurinn sæta farbanni til 9. mars næstkomandi. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir í samtali við Vísi að maðurinn sætti sig við úrskurð héraðsdóms og að hann verði ekki kærður til Landsréttar. Fimm Pólverjar voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu hér á landi þann 12. desember síðastliðinn grunaðir um aðild að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Þremur þeirra var fljótlega sleppt og voru þá tveir eftir í varðhaldi, annars vegar verslunarstjóri Euro Market og hins vegar annar eiganda keðjunnar. Var verslunarstjóranum sleppt úr haldi í janúar en eigandinn úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi og var maðurinn úrskurðaður í farbann.Í verkahring dómara að taka afstöðu til hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar Þann 19. janúar krafðist lögregla þess að manninum yrði gert að tilkynna sig tvisvar á dag í eigin persónu á lögreglustöðina við Hlemm. Héraðsdómur felldi þá ákvörðun úr gildi. Var þá lagt til að manninum yrði gert að tilkynna sig einu sinni á dag í eigin persónu á lögreglustöðina Í Kópavogi. Féllst héraðsdómur ekki á þá tillögu. Manninum var þó gert að ganga með staðsetningarbúnað svo unnt sé að fylgjast með ferðum hans.Sagði í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að með ákvörðuninni hefði lögreglan gengið of langt gagnvart hinum grunaða og að ekki verði séð að nauðsyn sé til að leggja jafn íþyngjandi skyldur á hann og þær sem felast í ákvörðun lögreglu. Í rökstuðningi sínum sagði lögreglan að tilkynningarskyldan væri nauðsynleg vegna þess að maðurinn hafi mikil tengsl erlendis og að ákvörðun um farbann sem slík nægði ekki til að varna því að hann reyndi að komast úr landi. „Af þessu tilefni áréttar dómurinn að það leiðir af ákvæði 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008, sbr. b-lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga, að ef talin er nauðsyn á að skerða frelsi sakbornings með ákvörðun um farbann vegna þess að ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, þá er það í verkahring dómara að taka afstöðu til þess í úrskurði hvaða ráðstafanir eru taldar nauðsynlegar að því leyti,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Í aðgerðum lögreglunnar í desember var lagt hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni auk þess sem talið er að hægt sé að framleiða 26 þúsund e-töflur úr MDMA-töflunum. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi. Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Héraðdsdómur Reykjavíkur hefur framlengt farbann yfir öðrum eiganda pólsku verslunarkeðjunnar Euro Market. Mun maðurinn sæta farbanni til 9. mars næstkomandi. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir í samtali við Vísi að maðurinn sætti sig við úrskurð héraðsdóms og að hann verði ekki kærður til Landsréttar. Fimm Pólverjar voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu hér á landi þann 12. desember síðastliðinn grunaðir um aðild að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Þremur þeirra var fljótlega sleppt og voru þá tveir eftir í varðhaldi, annars vegar verslunarstjóri Euro Market og hins vegar annar eiganda keðjunnar. Var verslunarstjóranum sleppt úr haldi í janúar en eigandinn úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi og var maðurinn úrskurðaður í farbann.Í verkahring dómara að taka afstöðu til hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar Þann 19. janúar krafðist lögregla þess að manninum yrði gert að tilkynna sig tvisvar á dag í eigin persónu á lögreglustöðina við Hlemm. Héraðsdómur felldi þá ákvörðun úr gildi. Var þá lagt til að manninum yrði gert að tilkynna sig einu sinni á dag í eigin persónu á lögreglustöðina Í Kópavogi. Féllst héraðsdómur ekki á þá tillögu. Manninum var þó gert að ganga með staðsetningarbúnað svo unnt sé að fylgjast með ferðum hans.Sagði í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að með ákvörðuninni hefði lögreglan gengið of langt gagnvart hinum grunaða og að ekki verði séð að nauðsyn sé til að leggja jafn íþyngjandi skyldur á hann og þær sem felast í ákvörðun lögreglu. Í rökstuðningi sínum sagði lögreglan að tilkynningarskyldan væri nauðsynleg vegna þess að maðurinn hafi mikil tengsl erlendis og að ákvörðun um farbann sem slík nægði ekki til að varna því að hann reyndi að komast úr landi. „Af þessu tilefni áréttar dómurinn að það leiðir af ákvæði 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008, sbr. b-lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga, að ef talin er nauðsyn á að skerða frelsi sakbornings með ákvörðun um farbann vegna þess að ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, þá er það í verkahring dómara að taka afstöðu til þess í úrskurði hvaða ráðstafanir eru taldar nauðsynlegar að því leyti,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Í aðgerðum lögreglunnar í desember var lagt hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni auk þess sem talið er að hægt sé að framleiða 26 þúsund e-töflur úr MDMA-töflunum. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi.
Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17