Næstráðandi Oxfam hættir vegna vændisskandals Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 16:02 Frá einni af starfsstöð Oxfam á Haítí árið 2011. vísir/getty Penny Lawrence, næstráðandi hjá Oxfam, einum stærstu góðgerðarsamtökum Bretlands, hefur sagt starf sínu lausu í kjölfarið á skandal sem kominn er upp innan samtakanna. Vísir fjallaði fyrr í dag ítarlega um málið en skandallinn snýr meðal annars að kaupum starfsmanna Oxfam á vændi á Haítí þegar þeir voru þar að störfum fyrir samtökin eftir jarðskjálftann 2010. Er meðal annars talið að starfsmennirnir hafi nýtt sér barnungar stúlkur en vændi er ólöglegt á Haítí. Að því er segir í frétt Guardian er ekki aðeins um að ræða atvik á Haítí heldur einnig í Chad. Lawrence var yfir alþjóðlegum verkefnum Oxfam þegar fregnir bárust til stjórnenda um óviðeigandi hegðun starfsmanna samtakanna í löndunum tveimur en ekki var brugðist við á viðeigandi hátt. Þannig bárust tilkynningar um Roland van Hauwermeiren, svæðisstjóra Oxfam á Haítí, til samtakanna á meðan hann starfaði í Chad og áður en hann fór til starfa á Haítí. Stjórnandi Oxfam, Mark Goldring, segir að Lawrence hafi fundist sem skandallinn hafi orðið á hennar vakt og hún taki ábyrgð. „Fleiri sögur hafa borist um helgina sem gefa til kynna að fólk hafi tilkynnt um hvað var í gangi á Haítí og í Chad án þess að brugðist hafi verið við á þeim tíma,“ segir Goldring. Uppsögn Lawrence kom eftir fund stjórnenda Oxfam með Penny Mordaunt, ráðherra þróunarmála, vegna skandalsins en samtökin fá milljarða á ári í fjárframlög frá ríkinu. Hefur ráðherrann varað samtökin við því að þau fái ekki frekari fjárframlög bregðist þau ekki rétt við nú. Haítí Mið-Ameríka Tjad Tengdar fréttir Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Penny Lawrence, næstráðandi hjá Oxfam, einum stærstu góðgerðarsamtökum Bretlands, hefur sagt starf sínu lausu í kjölfarið á skandal sem kominn er upp innan samtakanna. Vísir fjallaði fyrr í dag ítarlega um málið en skandallinn snýr meðal annars að kaupum starfsmanna Oxfam á vændi á Haítí þegar þeir voru þar að störfum fyrir samtökin eftir jarðskjálftann 2010. Er meðal annars talið að starfsmennirnir hafi nýtt sér barnungar stúlkur en vændi er ólöglegt á Haítí. Að því er segir í frétt Guardian er ekki aðeins um að ræða atvik á Haítí heldur einnig í Chad. Lawrence var yfir alþjóðlegum verkefnum Oxfam þegar fregnir bárust til stjórnenda um óviðeigandi hegðun starfsmanna samtakanna í löndunum tveimur en ekki var brugðist við á viðeigandi hátt. Þannig bárust tilkynningar um Roland van Hauwermeiren, svæðisstjóra Oxfam á Haítí, til samtakanna á meðan hann starfaði í Chad og áður en hann fór til starfa á Haítí. Stjórnandi Oxfam, Mark Goldring, segir að Lawrence hafi fundist sem skandallinn hafi orðið á hennar vakt og hún taki ábyrgð. „Fleiri sögur hafa borist um helgina sem gefa til kynna að fólk hafi tilkynnt um hvað var í gangi á Haítí og í Chad án þess að brugðist hafi verið við á þeim tíma,“ segir Goldring. Uppsögn Lawrence kom eftir fund stjórnenda Oxfam með Penny Mordaunt, ráðherra þróunarmála, vegna skandalsins en samtökin fá milljarða á ári í fjárframlög frá ríkinu. Hefur ráðherrann varað samtökin við því að þau fái ekki frekari fjárframlög bregðist þau ekki rétt við nú.
Haítí Mið-Ameríka Tjad Tengdar fréttir Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15