Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2018 12:51 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segist aldrei hafa dottið í hug að niðurstaðan úr því að hann tæki oddvita flokksins í borginni með sér á fund með kjörnum fulltrúum yrði sú að honum yrði vísað á dyr.Eins og Vísir fjallaði um í hádeginu vísaði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Eyþóri á dyr við upphaf fundar borgarstjórnar með þingmönnum Reykjavíkur í gær. Ástæðan var sú að Eyþóri hafði ekki verið boðið á fundinn. „Í kjördæmaviku hittast þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar. Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök. Frambjóðendum var alls ekki boðið. Ég er viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að koma. Það verður bara að halda sérfund fyrir þau. Við gerum það bara ef áhugi er fyrir hendi,“ sagði Dagur við Vísi. Vigdís er sem kunnugt er oddviti Miðflokksins í borginni. Guðlaugur Þór var hinn léttasti þegar hann svarði símtali Vísis.Eyþór Arnalds þurfti frá að hverfa af fundinum í gær.Vísir/EyþórFyndið og vandæðalegt „Ég boðaði Eyþór á fundinn,“ segir Guðlaugur. Það liggi fyrir að Eyþór sé oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni og fundir á borð við þennan séu fyrst og fremst til að upplýsa hver annan. „Þetta eru engir kappræðufundir heldur verið að huga að hagsmunum Reykjavíkur. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmyndaflug í að það yrðu gerðar athugasemdir við þetta,“ segir Guðlaugur hlæjandi. Hann hafi verið í stjórnmálum lengi en uppákoman sé að hans mati einstök. „Þetta var bæði fyndið og vandræðalegt. Þetta var svona „ég er ekki að trúa þessu“ augnablik. „Nei, hann er ekki að segja þetta“,“ segir Guðlaugur þegar hann rifjar upp sína upplifun af fundinum. Hann segist síður vilja gera ágreiningsmál úr hlutum þegar engin þörf sé á því.Dagur segist tilbúinn að funda með oddvitum í borginni síðar.Vísir/ErnirMálinu lokið af hálfu Guðlaugs „Eyþór tók þessu afskaplega vel. Ég tek á mig fulla ábyrgð að hafa boðað hann á fundinn, af augljósum ástæðum.“ Hann segir mikilvægt fyrir þá sem séu í aðstöðu á borð við Eyþór, í oddvita sæti flokks í borginni, hafi tækifæri til að fyrir yfir þessi mál. Að öðru leyti segir hann málinu lokið af sinni hálfu. „Ég algjörlega axla ábyrgð í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinu.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segist aldrei hafa dottið í hug að niðurstaðan úr því að hann tæki oddvita flokksins í borginni með sér á fund með kjörnum fulltrúum yrði sú að honum yrði vísað á dyr.Eins og Vísir fjallaði um í hádeginu vísaði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Eyþóri á dyr við upphaf fundar borgarstjórnar með þingmönnum Reykjavíkur í gær. Ástæðan var sú að Eyþóri hafði ekki verið boðið á fundinn. „Í kjördæmaviku hittast þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar. Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök. Frambjóðendum var alls ekki boðið. Ég er viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að koma. Það verður bara að halda sérfund fyrir þau. Við gerum það bara ef áhugi er fyrir hendi,“ sagði Dagur við Vísi. Vigdís er sem kunnugt er oddviti Miðflokksins í borginni. Guðlaugur Þór var hinn léttasti þegar hann svarði símtali Vísis.Eyþór Arnalds þurfti frá að hverfa af fundinum í gær.Vísir/EyþórFyndið og vandæðalegt „Ég boðaði Eyþór á fundinn,“ segir Guðlaugur. Það liggi fyrir að Eyþór sé oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni og fundir á borð við þennan séu fyrst og fremst til að upplýsa hver annan. „Þetta eru engir kappræðufundir heldur verið að huga að hagsmunum Reykjavíkur. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmyndaflug í að það yrðu gerðar athugasemdir við þetta,“ segir Guðlaugur hlæjandi. Hann hafi verið í stjórnmálum lengi en uppákoman sé að hans mati einstök. „Þetta var bæði fyndið og vandræðalegt. Þetta var svona „ég er ekki að trúa þessu“ augnablik. „Nei, hann er ekki að segja þetta“,“ segir Guðlaugur þegar hann rifjar upp sína upplifun af fundinum. Hann segist síður vilja gera ágreiningsmál úr hlutum þegar engin þörf sé á því.Dagur segist tilbúinn að funda með oddvitum í borginni síðar.Vísir/ErnirMálinu lokið af hálfu Guðlaugs „Eyþór tók þessu afskaplega vel. Ég tek á mig fulla ábyrgð að hafa boðað hann á fundinn, af augljósum ástæðum.“ Hann segir mikilvægt fyrir þá sem séu í aðstöðu á borð við Eyþór, í oddvita sæti flokks í borginni, hafi tækifæri til að fyrir yfir þessi mál. Að öðru leyti segir hann málinu lokið af sinni hálfu. „Ég algjörlega axla ábyrgð í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinu.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01