Ekki fengið skýringar á hvers vegna Sunna hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 14:00 Sunna Elvira Þorkelsdóttir Facebook/Sunna Elvíra Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendifulltrúa ráðuneytisins sem fór til Spánar í gær ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús. Hún hefur legið mikið slösuð á sjúkrahúsi á Spáni síðan í janúar eftir að hún féll á milli hæða á heimili sínu. Sunna er í ótímabundnu farbanni í landinu en eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi hér heima grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Fram hefur komið að Sunna hafi hvorki stöðu sakbornings hér heima né á Spáni. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins fór til Spánar í gær og segir Urður að það komi í ljós hversu lengi hann verði í landinu. Hann vinnur að því að fá Sunnu flutta á sjúkrahús þar sem hún getur fengið viðunandi meðferð. Í liðinni viku var greint frá því að flytja ætti Sunnu á sérhæft sjúkrahús en ekkert varð af því.Geti ekki haft áhrif á þann þátt málsins sem snýr að lögreglu „Við erum ekki lögregla og sá hluti sem snýr að því máli er bara í höndum lögreglu og við getum ekki haft áhrif þar á. Við verðum að virða stjórnvöld í landinu rétt eins og við treystum því að þau virði okkur. Það mál er í höndum lögreglu og við erum enn að vinna í því að gera henni dvölina sem bærilegasta úti.“ Urður segir að þó að fulltrúinn hafi ekki fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna hafi ekki verið flutt á annað sjúkrahús þá vonist ráðuneytið til þess að hún verði flutt sem fyrst. Fulltrúinn fundar með þeim sem hann metur að hann þurfi að hitta, til að mynda yfirvöldum, ræðismanni, lögmönnum og hverjum þeim öðrum sem hann telur að veitt geti upplýsingar að sögn Urðar. „Vinnureglurnar eru þær að hann fundi með þeim sem þarf til að þess að fá skýra mynd og til að átta sig á því hvort að það sé eitthvað sem við getum gert til þess að greiða enn frekar fyrir þessu. Þannig að það er nú það helsta sem okkar fulltrúi getur gert en hann getur ekki haft áhrif á störf lögreglu,“ segir Urður.Tekið lengri tíma en nokkur átti von áRætt er við Sunnu í Morgunblaðinu í dag. Þar segist hún vera við það að gefast upp og að utanríkisráðuneytið hafi ekkert gert. „Utanríkisráðuneytið hefur ekkert gert og svo virðist sem lögreglan haldi mér í gíslingu til að fá upplýsingar frá eiginmanni mínum um eiturlyfjasmygl sem ég veit ekkert um,“ segir Sunna í samtali við Morgunblaðið í dag. Spurð út í það hvers vegna sendifulltrúi ráðuneytisins fór ekki fyrr út til Spánar segir Urður: „Við höfum verið að vinna í þessu í allan þennan tíma og höfum ítrekað talið að þetta væri að ganga í gegn. Að þetta væri að mjakast áfram og að hún væri að fara. Við höfum ítrekað talið það og verið að vona að hlutirnir væru að mjakast í þessa átt. En það hefur síðan ekki reynst vera svo þannig að þetta hefur tekið lengri tíma heldur en nokkur átti von. Þetta eru að mörgu leyti óvenjulegar aðstæður.“Sjá hvernig málið þróast Urður vill ekki segja til um hver næstu skref verða ef ekki tekst að fá Sunnu flutta á annað sjúkrahús. „Við skulum sjá hvernig þetta þróast,“ segir hún. Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, segir að lögmaður hennar á Spáni hafi óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að þau gæfu út yfirlýsingu um það að ef hún kæmi hingað til lands myndu þau ábyrgjast að hún gæti ekki flúið. „Þannig að sú beiðni hefur komið að utan að það komi einhvers konar ábyrgðaryfirlýsing frá íslenskum stjórnvöldum en þeir hafa ekki veitt slíka yfirlýsingu sem ætti að vera mjög auðvelt og ef það myndi liðka fyrir þá teldi ég að slíkt ætti að koma fram,“ segir Páll. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Fjölskylduvinur Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, segir að það þurfi að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að ná henni heim. 11. febrúar 2018 15:12 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendifulltrúa ráðuneytisins sem fór til Spánar í gær ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús. Hún hefur legið mikið slösuð á sjúkrahúsi á Spáni síðan í janúar eftir að hún féll á milli hæða á heimili sínu. Sunna er í ótímabundnu farbanni í landinu en eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi hér heima grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Fram hefur komið að Sunna hafi hvorki stöðu sakbornings hér heima né á Spáni. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins fór til Spánar í gær og segir Urður að það komi í ljós hversu lengi hann verði í landinu. Hann vinnur að því að fá Sunnu flutta á sjúkrahús þar sem hún getur fengið viðunandi meðferð. Í liðinni viku var greint frá því að flytja ætti Sunnu á sérhæft sjúkrahús en ekkert varð af því.Geti ekki haft áhrif á þann þátt málsins sem snýr að lögreglu „Við erum ekki lögregla og sá hluti sem snýr að því máli er bara í höndum lögreglu og við getum ekki haft áhrif þar á. Við verðum að virða stjórnvöld í landinu rétt eins og við treystum því að þau virði okkur. Það mál er í höndum lögreglu og við erum enn að vinna í því að gera henni dvölina sem bærilegasta úti.“ Urður segir að þó að fulltrúinn hafi ekki fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna hafi ekki verið flutt á annað sjúkrahús þá vonist ráðuneytið til þess að hún verði flutt sem fyrst. Fulltrúinn fundar með þeim sem hann metur að hann þurfi að hitta, til að mynda yfirvöldum, ræðismanni, lögmönnum og hverjum þeim öðrum sem hann telur að veitt geti upplýsingar að sögn Urðar. „Vinnureglurnar eru þær að hann fundi með þeim sem þarf til að þess að fá skýra mynd og til að átta sig á því hvort að það sé eitthvað sem við getum gert til þess að greiða enn frekar fyrir þessu. Þannig að það er nú það helsta sem okkar fulltrúi getur gert en hann getur ekki haft áhrif á störf lögreglu,“ segir Urður.Tekið lengri tíma en nokkur átti von áRætt er við Sunnu í Morgunblaðinu í dag. Þar segist hún vera við það að gefast upp og að utanríkisráðuneytið hafi ekkert gert. „Utanríkisráðuneytið hefur ekkert gert og svo virðist sem lögreglan haldi mér í gíslingu til að fá upplýsingar frá eiginmanni mínum um eiturlyfjasmygl sem ég veit ekkert um,“ segir Sunna í samtali við Morgunblaðið í dag. Spurð út í það hvers vegna sendifulltrúi ráðuneytisins fór ekki fyrr út til Spánar segir Urður: „Við höfum verið að vinna í þessu í allan þennan tíma og höfum ítrekað talið að þetta væri að ganga í gegn. Að þetta væri að mjakast áfram og að hún væri að fara. Við höfum ítrekað talið það og verið að vona að hlutirnir væru að mjakast í þessa átt. En það hefur síðan ekki reynst vera svo þannig að þetta hefur tekið lengri tíma heldur en nokkur átti von. Þetta eru að mörgu leyti óvenjulegar aðstæður.“Sjá hvernig málið þróast Urður vill ekki segja til um hver næstu skref verða ef ekki tekst að fá Sunnu flutta á annað sjúkrahús. „Við skulum sjá hvernig þetta þróast,“ segir hún. Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, segir að lögmaður hennar á Spáni hafi óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að þau gæfu út yfirlýsingu um það að ef hún kæmi hingað til lands myndu þau ábyrgjast að hún gæti ekki flúið. „Þannig að sú beiðni hefur komið að utan að það komi einhvers konar ábyrgðaryfirlýsing frá íslenskum stjórnvöldum en þeir hafa ekki veitt slíka yfirlýsingu sem ætti að vera mjög auðvelt og ef það myndi liðka fyrir þá teldi ég að slíkt ætti að koma fram,“ segir Páll.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Fjölskylduvinur Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, segir að það þurfi að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að ná henni heim. 11. febrúar 2018 15:12 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
„Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50
Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57
Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Fjölskylduvinur Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, segir að það þurfi að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að ná henni heim. 11. febrúar 2018 15:12