Fyrstu myndirnar frá línu H&M Conscious Ritstjórn skrifar 14. febrúar 2018 09:00 Myndir: H&M/Mikael Jansson Sjöunda lína H&M Conscious hefur litið dagsins ljós, og sínum við hér fyrstu myndirnar frá línunni. Við gerð línunnar er nýsköpun mikilvæg, þar sem teymi H&M prófar sig áfram með ný efni til að endurvinna. Í þessari línu eru meðal annars gömul fiskinet, gamlir kertastjakar og hnífapör endurunnin og úr því búin til efni. Andlit herferðarinnar er Christy Turlington, og segist hún aldrei hafa lært jafn mikið um sjálfbær efni eftir að hún byrjaði að vinna með H&M. ,,Svo er línan líka svo kvenleg og glæsileg," segir Christy. Glamour fór til Stokkhólms í janúar og bar línuna augum, þar sem við getum sagt að hún er með glæsilegri Conscious línum sem við höfum séð. Efnin, mynstrin og flíkurnar eru kvenlegar og rómantískar, og er alltaf eitthvað sérstakt við hverja flík. Línan sækir innblástur til heimilis sænsku listamannanna Karinar og Carls LArsson, sem uppi voru á 19.öld og í upphafi 20. aldar. Útkoman voru skemmtileg mynstur og áhugaverðar litasamsetningar. Þær sem eru í brúðarkjólahugleiðingum verða væntanlega fegnar yfir því að línan inniheldur fallegan brúðarkjól, sem endurunnin er úr gömlum fiskinetum. Glamour er með augastað á þónokkrum flíkum úr línunni, en línan mun kom til að fást frá 19. apríl 2018. Hér koma fyrstu myndir. Þessi kjóll er gerður úr endurunnum fiskinetum og öðrum nælonúrgang.Brúðarkjóllinn úr línunni er fallegur og rómantískur.Eyrnalokkarnir eru gerðir úr endurunnu silfri, meðal annars úr gömlum hnífapörum. Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Fimm frábær lituð dagkrem Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Crocs skór á tískupallinn Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir heimilið Glamour Fjölbreytileikinn allsráðandi hjá H&M Glamour
Sjöunda lína H&M Conscious hefur litið dagsins ljós, og sínum við hér fyrstu myndirnar frá línunni. Við gerð línunnar er nýsköpun mikilvæg, þar sem teymi H&M prófar sig áfram með ný efni til að endurvinna. Í þessari línu eru meðal annars gömul fiskinet, gamlir kertastjakar og hnífapör endurunnin og úr því búin til efni. Andlit herferðarinnar er Christy Turlington, og segist hún aldrei hafa lært jafn mikið um sjálfbær efni eftir að hún byrjaði að vinna með H&M. ,,Svo er línan líka svo kvenleg og glæsileg," segir Christy. Glamour fór til Stokkhólms í janúar og bar línuna augum, þar sem við getum sagt að hún er með glæsilegri Conscious línum sem við höfum séð. Efnin, mynstrin og flíkurnar eru kvenlegar og rómantískar, og er alltaf eitthvað sérstakt við hverja flík. Línan sækir innblástur til heimilis sænsku listamannanna Karinar og Carls LArsson, sem uppi voru á 19.öld og í upphafi 20. aldar. Útkoman voru skemmtileg mynstur og áhugaverðar litasamsetningar. Þær sem eru í brúðarkjólahugleiðingum verða væntanlega fegnar yfir því að línan inniheldur fallegan brúðarkjól, sem endurunnin er úr gömlum fiskinetum. Glamour er með augastað á þónokkrum flíkum úr línunni, en línan mun kom til að fást frá 19. apríl 2018. Hér koma fyrstu myndir. Þessi kjóll er gerður úr endurunnum fiskinetum og öðrum nælonúrgang.Brúðarkjóllinn úr línunni er fallegur og rómantískur.Eyrnalokkarnir eru gerðir úr endurunnu silfri, meðal annars úr gömlum hnífapörum.
Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Fimm frábær lituð dagkrem Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Crocs skór á tískupallinn Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir heimilið Glamour Fjölbreytileikinn allsráðandi hjá H&M Glamour