Sláturhúsið stendur ekki undir nafni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2018 11:30 Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar hafa verið slakir upp á síðkastið. Vísir/Anton Sú var tíðin að liðum þótti erfitt að spila við karlalið Keflavíkur í körfubolta á þeirra heimavelli. Það er ástæða fyrir því að íþróttahúsið á Sunnubraut 34 fékk viðurnefnið Sláturhúsið. Þar fengu gestaliðin að finna til tevatnsins. En ekki lengur. Keflavík hefur tapað síðustu sjö heimaleikjum sínum; sex í Domino's deildinni og einum í Maltbikarnum. Keflvíkingar hafa aðeins unnið þrjá af níu heimaleikjum sínum í Domino's deildinni. Aðeins botnliðin tvö, Þór Ak. og Höttur, hafa unnið færri heimaleiki en Keflavík í vetur. Keflvíkingar hafa hins vegar verið fínir á útivelli í vetur og unnið fimm af níu útileikjum sínum.Vörnin hefur verið aðal vandamál Keflavíkur í heimaleikjum vetrarins. Ekkert lið hefur fengið á sig fleiri stig að meðaltali í heimaleikjum sínum en Keflvíkingar, eða 90,2 stig. Í tapleikjunum sjö fékk Keflavík fimm sinnum á sig 90 stig eða meira. Sóknarleikurinn hefur verið flottur en aðeins Haukar og Tindastóll skora meira að meðaltali á heimavelli en Keflavík. Keflvíkingar hafa verið afar seinheppnir með bandaríska leikmenn í vetur og hafa haft alls fimm slíka. Kevin Young kom fyrstur en var sendur heim áður en hann náði að spila leik í bláu treyjunni. Cameron Forte kom næstur. Hann entist í sex leiki áður en honum var skipt út fyrir Stanley Robinson. Ferilskrá þess ágæta leikmanns er flott en hann gerði lítið fyrir Keflavík og var ekki í neinu formi. Hann var því látinn taka hatt sinn og staf. Dominique Elliott kom til Keflavíkur um áramótin og skömmu síðar bættist Christian Jones í hópinn. Þeir skipta með sér mínútunum hjá Keflavík og hafa gert ágætlega. Þeir eru engir Amin Stevens en brúkhæfir leikmenn. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sjá meira
Sú var tíðin að liðum þótti erfitt að spila við karlalið Keflavíkur í körfubolta á þeirra heimavelli. Það er ástæða fyrir því að íþróttahúsið á Sunnubraut 34 fékk viðurnefnið Sláturhúsið. Þar fengu gestaliðin að finna til tevatnsins. En ekki lengur. Keflavík hefur tapað síðustu sjö heimaleikjum sínum; sex í Domino's deildinni og einum í Maltbikarnum. Keflvíkingar hafa aðeins unnið þrjá af níu heimaleikjum sínum í Domino's deildinni. Aðeins botnliðin tvö, Þór Ak. og Höttur, hafa unnið færri heimaleiki en Keflavík í vetur. Keflvíkingar hafa hins vegar verið fínir á útivelli í vetur og unnið fimm af níu útileikjum sínum.Vörnin hefur verið aðal vandamál Keflavíkur í heimaleikjum vetrarins. Ekkert lið hefur fengið á sig fleiri stig að meðaltali í heimaleikjum sínum en Keflvíkingar, eða 90,2 stig. Í tapleikjunum sjö fékk Keflavík fimm sinnum á sig 90 stig eða meira. Sóknarleikurinn hefur verið flottur en aðeins Haukar og Tindastóll skora meira að meðaltali á heimavelli en Keflavík. Keflvíkingar hafa verið afar seinheppnir með bandaríska leikmenn í vetur og hafa haft alls fimm slíka. Kevin Young kom fyrstur en var sendur heim áður en hann náði að spila leik í bláu treyjunni. Cameron Forte kom næstur. Hann entist í sex leiki áður en honum var skipt út fyrir Stanley Robinson. Ferilskrá þess ágæta leikmanns er flott en hann gerði lítið fyrir Keflavík og var ekki í neinu formi. Hann var því látinn taka hatt sinn og staf. Dominique Elliott kom til Keflavíkur um áramótin og skömmu síðar bættist Christian Jones í hópinn. Þeir skipta með sér mínútunum hjá Keflavík og hafa gert ágætlega. Þeir eru engir Amin Stevens en brúkhæfir leikmenn.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti