Hjarta þjóðarinnar slær á Þingvöllum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 06:00 Myndir meistaranna njóta sín afbragðsvel í Listasafni Reykjanesbæjar og þar fá þær að vera fram í miðjan apríl. „Það var snemma á síðasta ári sem við ákváðum að láta eina af sýningum þessa árs hverfast um fullveldisafmælið. Þá kom Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur með þá snilldarhugmynd að fá lánuð verk hjá honum Sverri Kristinssyni fasteignasala, sem er mikill safnari. Fyrir valinu urðu forkunnarfallegar Þingvallamyndir, enda slær hjarta þjóðarinnar á Þingvöllum,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar um Hjartastað, sýningu sem opnuð hefur verið í listasafni bæjarins. Valgerður segir verkin eftir sautján listmálara, bæði þá sem þjóðin þekkir best eins og Kjarval, Ásgrím, Þórarin B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Jóhann Briem, Jón Þorleifsson, og Eirík Smith en líka aðra sem ekki hafa verið jafn áberandi í sýningarsölum til þessa. „Einn þeirra er Gísli Jónsson, sem var fæddur 1878 og dó 1944. Það er mikil heiðríkja yfir myndunum hans og þær vöktu hvað mesta athygli við opnunina, fólk hafði ekki séð verk hans áður.“ Sýningin Hjartastaður verður í Duushúsum fram í miðjan apríl og á tímabilinu verða þar nokkrir viðburðir tengdir henni. Þar má nefna leiðsögn og gjörning á Safnahelgi á Suðurnesjum 10. og 11. mars og fræðslukvöld með bæði sögu-og myndlistarfyrirlestrum, gjörningi leikfélagsins um árið 1918 og tónlist. Vegleg sýningarskrá hefur verið gefin út um sýninguna Hjartastað. Þar fjallar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur um gildi Þingvalla fyrir íslenska myndlist og Birgir Hermannsson, lektor við HÍ, fer orðum um tengsl Þingvalla við íslenska þjóðmenningu. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
„Það var snemma á síðasta ári sem við ákváðum að láta eina af sýningum þessa árs hverfast um fullveldisafmælið. Þá kom Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur með þá snilldarhugmynd að fá lánuð verk hjá honum Sverri Kristinssyni fasteignasala, sem er mikill safnari. Fyrir valinu urðu forkunnarfallegar Þingvallamyndir, enda slær hjarta þjóðarinnar á Þingvöllum,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar um Hjartastað, sýningu sem opnuð hefur verið í listasafni bæjarins. Valgerður segir verkin eftir sautján listmálara, bæði þá sem þjóðin þekkir best eins og Kjarval, Ásgrím, Þórarin B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Jóhann Briem, Jón Þorleifsson, og Eirík Smith en líka aðra sem ekki hafa verið jafn áberandi í sýningarsölum til þessa. „Einn þeirra er Gísli Jónsson, sem var fæddur 1878 og dó 1944. Það er mikil heiðríkja yfir myndunum hans og þær vöktu hvað mesta athygli við opnunina, fólk hafði ekki séð verk hans áður.“ Sýningin Hjartastaður verður í Duushúsum fram í miðjan apríl og á tímabilinu verða þar nokkrir viðburðir tengdir henni. Þar má nefna leiðsögn og gjörning á Safnahelgi á Suðurnesjum 10. og 11. mars og fræðslukvöld með bæði sögu-og myndlistarfyrirlestrum, gjörningi leikfélagsins um árið 1918 og tónlist. Vegleg sýningarskrá hefur verið gefin út um sýninguna Hjartastað. Þar fjallar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur um gildi Þingvalla fyrir íslenska myndlist og Birgir Hermannsson, lektor við HÍ, fer orðum um tengsl Þingvalla við íslenska þjóðmenningu.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira