Fréttablaðið opnar vefmiðil Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. febrúar 2018 11:00 Blaðamaður vinnur nýja frétt á frettabladid.is. Vísir/Stefán Fréttablaðið hefur opnað nýjan fréttamiðil, frettabladid.is. Er það lifandi fjölmiðill og glæný viðbót við íslenska fjölmiðlaflóru. Allar fréttir blaðsins birtast á vefnum á morgnana og blaðamenn standa vaktina á vefnum frá morgni til kvölds. Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins þar sem lögð er áhersla á áreiðanlegan og vandaðan fréttaflutning og lýtur vefmiðillinn sömu ritstjórnarreglum og markmiðum. „Við erum himinlifandi með þessa nýju viðbót. Frábært teymi hönnuða, forritara og blaðamanna hefur í sameiningu unnið að uppsetningu og hönnun vefsins. Fréttablaðið.is er afar vandaður og aðgengilegur fjölmiðill og við hlökkum mjög til framhaldsins,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, og bendir á að margt sé fram undan. „Minningargreinar hafa hingað til ekki verið nægilega aðgengilegar lesendum. Við munum því bjóða fólki að senda greinar inn á vefinn, án endurgjalds. Einnig höfum við opnað nýjan fasteignavef; fasteignir.frettabladid.is. Þetta er aðeins hluti nýjunga sem boðið verður upp á.“ Fréttablaðið.is er skipað öflugri og sjálfstæðri ritstjórn. Sunna Karen Sigurþórsdóttir er ritstjóri vefsins. Hún er ánægð með hvernig til hefur tekist. „Ritstjórnin er virkilega öflug og skipuð afar vönduðum blaðamönnum. Við hlökkum öll til komandi tíma,“ segir Sunna. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra opnar vefinn formlega klukkan 11.30 í dag. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Fréttablaðið hefur opnað nýjan fréttamiðil, frettabladid.is. Er það lifandi fjölmiðill og glæný viðbót við íslenska fjölmiðlaflóru. Allar fréttir blaðsins birtast á vefnum á morgnana og blaðamenn standa vaktina á vefnum frá morgni til kvölds. Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins þar sem lögð er áhersla á áreiðanlegan og vandaðan fréttaflutning og lýtur vefmiðillinn sömu ritstjórnarreglum og markmiðum. „Við erum himinlifandi með þessa nýju viðbót. Frábært teymi hönnuða, forritara og blaðamanna hefur í sameiningu unnið að uppsetningu og hönnun vefsins. Fréttablaðið.is er afar vandaður og aðgengilegur fjölmiðill og við hlökkum mjög til framhaldsins,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, og bendir á að margt sé fram undan. „Minningargreinar hafa hingað til ekki verið nægilega aðgengilegar lesendum. Við munum því bjóða fólki að senda greinar inn á vefinn, án endurgjalds. Einnig höfum við opnað nýjan fasteignavef; fasteignir.frettabladid.is. Þetta er aðeins hluti nýjunga sem boðið verður upp á.“ Fréttablaðið.is er skipað öflugri og sjálfstæðri ritstjórn. Sunna Karen Sigurþórsdóttir er ritstjóri vefsins. Hún er ánægð með hvernig til hefur tekist. „Ritstjórnin er virkilega öflug og skipuð afar vönduðum blaðamönnum. Við hlökkum öll til komandi tíma,“ segir Sunna. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra opnar vefinn formlega klukkan 11.30 í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira