Fágaður og fjölbreyttur Starri Freyr Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 11:00 Hér klæðist Jovan Kujundzic skyrtu og peysu frá boss. bjartir litir eru í uppáaldi hjá honum, sérstaklega yfir sumartímann. Mynd/Stefán Fatastíll hins 23 ára gamla Jovan Kujundzic er mjög fjölbreyttur að eigin sögn. Hann segist helst sækja innblástur til Ítalíu, reyna að vera fágaður og huga að smáatriðum á sama tíma. Jovan stundar nám í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og starfar með skóla í Boss búðinni í Kringlunni. Hann segist ekki eiga sér neinar sérstakar fyrirmyndir þegar kemur að klæðaburði heldur reynir hann einfaldlega að fylgja nýjum straumum og stefnum hjá ólíkum aðilum. „Hins vegar vinnur maður með algjörum fagmönnum í Boss búðinni sem maður lítur alveg upp til. Enda hafa þeir starfað í þessum bransa í fjölmörg ár og vita alveg þeir eru að segja.“ Áhugi hans á tísku hefur ávallt verið til staðar segir hann. „Það má þó segja að hann hafi aukist töluvert undanfarin ár, sérstaklega eftir að ég byrjaði að starfa við þetta. Ég fylgist ágætlega með tískunni, þá helst gegnum GQ og Instagram.“ Utan námsins og tískunnar eru helstu áhugamál Jovans íþróttir, tónlist og ferðalög.Mikið fyrir bjarta liti Eðlilega er Boss búðin, vinnustaður hans, í uppáhaldi en hann segist einnig kaupa aðeins af fötum í Herragarðinum. „Svo finnst mér mjög jákvætt að sjá hvað íslensk fatamerki eru farin að gera það gott á alþjóðlegum vettvangi. Það er margt spennandi í gangi hérna heima þegar kemur að fatahönnun en það hefur ekki alltaf verið þannig.“Hér klæðist Jovan leðurjakka frá Boss, Ralph Lauren peysu, bol og buxum frá Boss og litfögrum Adidas skóm úr Footlocker. Mynd/Stefán KarlssonMeð svo fjölbreyttan fataskáp verður útkoman líka fjölbreytt þegar Jovan fer út á lífið. „Það er mjög mismunandi hvernig ég klæði mig þá. Stundum fer ég í jakkafötum og skyrtu, í öðrum tilvikum í jakka, gallabuxum og skyrtu eða jafnvel í óformlegri klæðnaði. Það fer í raun og veru eftir tilefni og eftir því hvernig stuði maður er í. Ég geng mjög mikið í bláum og dökkum litum dagsdaglega. Hins vegar er ég mikið fyrir bjarta liti eins og vínrautt, grænt og appelsínugult og þá sérstaklega yfir sumartímann.“Dökku jakkafötin eru frá Sand. Skyrtan, bindið og skórnir eru frá Boss en frakkinn er frá Armani.Mynd/Stefán KarlssonStrigaskórnir skipta máli Honum finnst samfélagsmiðlar og aukinn hnattrænn áhugi á tísku hafa haft jákvæð áhrif á klæðaburð ungra karla. „Mér finnst ungir menn meira farnir að vera meðvitaðir um það hvernig þeir klæðast en áður. Það mætti þó segja að strigaskórnir væru eitt það helsta sem menn spá í enda vilja sumir meina að skórnir séu það mikilvægasta við heildarútlitið.“ Jovan er hálfnaður í BSc-námi sínu í ferðamálafræði og stefnir fyrst og fremst á að klára námið. „Að því loknu er stefnan sett á mastersnám, jafnvel erlendis. Fyrir utan skólagönguna er lítið annað planað nema að taka lífinu ekki of alvarlega, takast á við nýjar áskoranir og njóta þess sem maður gerir hverju sinni.“Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn þá? Það eru Timberland skór sem ég keypt fyrir nokkrum árum. Ég nota þá gjarnan í útivist og tengda hluti enn þann dag í dag.Áttu þér uppáhaldsverslanir? Uppáhaldsverslunin hérna heima er Boss búðin en annars kaupi ég voða lítið af fötum í útlöndum.Áttu þér eina uppáhaldsflík? Ég get nú ekki sagt það en ef ég ætti að velja eitthvað ákveðið þá væru það líklega hvítu Boss strigaskórnir mínir. Ég nota þá alveg út í eitt.Bestu og verstu fatakaup þín? Ætli fjólublár flauelsjakki sem ég keypti í Boss búðinni sé ekki ofarlega á listanum. Hins vegar get ég ekki munað í fljótu bragði eftir neinum fatakaupum sem ég hef orðið ósáttur við.Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína? Já, það myndi ég nú segja. Sérstaklega þar sem ég starfa í þessum bransa. Þá er eðlilegt að ég kaupi mér aðeins meira af fötum heldur en jafnaldrar mínir gera.Notar þú einhverja fylgihluti? Ég nota ávallt úr og í flestum tilfellum líka armbönd. Tíska og hönnun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Fatastíll hins 23 ára gamla Jovan Kujundzic er mjög fjölbreyttur að eigin sögn. Hann segist helst sækja innblástur til Ítalíu, reyna að vera fágaður og huga að smáatriðum á sama tíma. Jovan stundar nám í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og starfar með skóla í Boss búðinni í Kringlunni. Hann segist ekki eiga sér neinar sérstakar fyrirmyndir þegar kemur að klæðaburði heldur reynir hann einfaldlega að fylgja nýjum straumum og stefnum hjá ólíkum aðilum. „Hins vegar vinnur maður með algjörum fagmönnum í Boss búðinni sem maður lítur alveg upp til. Enda hafa þeir starfað í þessum bransa í fjölmörg ár og vita alveg þeir eru að segja.“ Áhugi hans á tísku hefur ávallt verið til staðar segir hann. „Það má þó segja að hann hafi aukist töluvert undanfarin ár, sérstaklega eftir að ég byrjaði að starfa við þetta. Ég fylgist ágætlega með tískunni, þá helst gegnum GQ og Instagram.“ Utan námsins og tískunnar eru helstu áhugamál Jovans íþróttir, tónlist og ferðalög.Mikið fyrir bjarta liti Eðlilega er Boss búðin, vinnustaður hans, í uppáhaldi en hann segist einnig kaupa aðeins af fötum í Herragarðinum. „Svo finnst mér mjög jákvætt að sjá hvað íslensk fatamerki eru farin að gera það gott á alþjóðlegum vettvangi. Það er margt spennandi í gangi hérna heima þegar kemur að fatahönnun en það hefur ekki alltaf verið þannig.“Hér klæðist Jovan leðurjakka frá Boss, Ralph Lauren peysu, bol og buxum frá Boss og litfögrum Adidas skóm úr Footlocker. Mynd/Stefán KarlssonMeð svo fjölbreyttan fataskáp verður útkoman líka fjölbreytt þegar Jovan fer út á lífið. „Það er mjög mismunandi hvernig ég klæði mig þá. Stundum fer ég í jakkafötum og skyrtu, í öðrum tilvikum í jakka, gallabuxum og skyrtu eða jafnvel í óformlegri klæðnaði. Það fer í raun og veru eftir tilefni og eftir því hvernig stuði maður er í. Ég geng mjög mikið í bláum og dökkum litum dagsdaglega. Hins vegar er ég mikið fyrir bjarta liti eins og vínrautt, grænt og appelsínugult og þá sérstaklega yfir sumartímann.“Dökku jakkafötin eru frá Sand. Skyrtan, bindið og skórnir eru frá Boss en frakkinn er frá Armani.Mynd/Stefán KarlssonStrigaskórnir skipta máli Honum finnst samfélagsmiðlar og aukinn hnattrænn áhugi á tísku hafa haft jákvæð áhrif á klæðaburð ungra karla. „Mér finnst ungir menn meira farnir að vera meðvitaðir um það hvernig þeir klæðast en áður. Það mætti þó segja að strigaskórnir væru eitt það helsta sem menn spá í enda vilja sumir meina að skórnir séu það mikilvægasta við heildarútlitið.“ Jovan er hálfnaður í BSc-námi sínu í ferðamálafræði og stefnir fyrst og fremst á að klára námið. „Að því loknu er stefnan sett á mastersnám, jafnvel erlendis. Fyrir utan skólagönguna er lítið annað planað nema að taka lífinu ekki of alvarlega, takast á við nýjar áskoranir og njóta þess sem maður gerir hverju sinni.“Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn þá? Það eru Timberland skór sem ég keypt fyrir nokkrum árum. Ég nota þá gjarnan í útivist og tengda hluti enn þann dag í dag.Áttu þér uppáhaldsverslanir? Uppáhaldsverslunin hérna heima er Boss búðin en annars kaupi ég voða lítið af fötum í útlöndum.Áttu þér eina uppáhaldsflík? Ég get nú ekki sagt það en ef ég ætti að velja eitthvað ákveðið þá væru það líklega hvítu Boss strigaskórnir mínir. Ég nota þá alveg út í eitt.Bestu og verstu fatakaup þín? Ætli fjólublár flauelsjakki sem ég keypti í Boss búðinni sé ekki ofarlega á listanum. Hins vegar get ég ekki munað í fljótu bragði eftir neinum fatakaupum sem ég hef orðið ósáttur við.Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína? Já, það myndi ég nú segja. Sérstaklega þar sem ég starfa í þessum bransa. Þá er eðlilegt að ég kaupi mér aðeins meira af fötum heldur en jafnaldrar mínir gera.Notar þú einhverja fylgihluti? Ég nota ávallt úr og í flestum tilfellum líka armbönd.
Tíska og hönnun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira