Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Tindastóll 68-80 | Tindastóll sendi Hött niður eftir baráttuleik Gunnar Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2018 22:15 Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls. vísir/anton Höttur er fallinn úr Domino‘s deild karla í körfuknattleik eftir 68-80 tap gegn Tindastóli á Egilsstöðum í kvöld. Stólarnir halda sér aftur á móti í baráttu um efsta sætið. Bæði liðin getað unað vel við varnarleik sinn eftir kvöldið. Tindastóll byrjaði leikinn strax á harðri vörn. Það þýddi að liðið fékk á sig mikið af villum, strax eftir þrjár mínútur var Höttur kominn í bónus. Þeir áttu hins vegar í mesta basli með að koma sér inn á teiginn. Pressan á bakverði þeirra var góð allan tíman og jókst heldur ef eitthvað var þegar á leið. Ef bakvörðunum tókst að koma boltanum inn í teiginn voru alltaf tveir eða þrír Tindastólsmenn mættir og vörðu leiðina að körfunni. Mirko Virjievic, miðherji Hattar, hefur svo oft náð að snúa sér inn að körfunni með góðum árangri en það gekk hægt í kvöld. Niðurstaðan var að skotnýting Hattar var í 20% nær allan leikinn. En þótt Tindastóll hafi spilað góða vörn var aðra sögu að segja af sóknarleiknum. Að hluta til var það því Höttur spilaði agaðan sóknarleik með að nýta allan þann tíma sem í boði var, hins vegar nýttu Stólarnir færi sín illa. Þeir náðu annað slagið að skapa sér sæmilega frí skot en boltinn fór ekki ofan í. Þetta þýddi að lítið var skorað í leiknum, Tindastóll var 13-15 yfir eftir fyrsta leikhluta og 29-34 í hálfleik. Höttur komst stuttlega yfir í öðrum leikhluta en það varði ekki lengi. Í þriðja leikhluta sýndi Tindastóll klærnar og var yfir að honum loknum 43-54. Fljótlega í byrjun þess fjórða varð ljóst að Valur hefði unnið Þór Þorlákshöfn og Höttur væri þar með fallinn. Tindastóll er jafn ÍR að stigum í efsta sætinu en KR og Haukar geta náð Sauðárkróksliðinu vinni þau leiki sína á morgun.Af hverju vann Tindastóll? Liðið spilaði frábæra vörn allt frá fyrstu mínútu og bætti hana enn frekar í þriðja leikhluta þegar liðið gerði í raun út um leikinn. Múrinn var þannig að Höttur var sjaldnast í góðum færum til að skjóta.Hverjir stóðu uppúr? Það er erfitt að taka ákveðna leikmenn út þegar liðsheildirnar eru sterkar og það voru þær báðum megin í þessum leik. Pétur Rúnar Birgisson var stigahæstur Tindastóls og átti stórar körfur í seinni hálfleik, til dæmis í fjórða leikhluta þegar Hattarmenn voru enn að berjast.Hvað gekk illa? Sóknarleikur hvorug liðsins gekk vel. Skotnýting Hattar fór ekki upp fyrir 20% fyrr en í fjórða leikhluta. Nýting Tindastóls var ekki til að hrópa húrra fyrir, skotin voru fleiri úr betri færum en virtust stundum kæruleysisleg.Hvað gerist næst? Höttur er fallinn, það hefur verið yfirvofandi lengi en er nú staðfest. Tindastóll berst við ÍR, Hauka og KR um efsta sætið. KR kemur í heimsókn á Sauðárkrók í fyrsta leik eftir landsleikjahléið.Höttur-Tindastóll 68-80 (13-15, 16-19, 14-20, 25-26) Höttur: Kelvin Michaud Lewis 20/8 fráköst, Mirko Stefan Virijevic 16/12 fráköst, Sigmar Hákonarson 12, Bergþór Ægir Ríkharðsson 8/9 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 6/5 fráköst, Andrée Fares Michelsson 3, Vidar Orn Hafsteinsson 2, Gísli Þórarinn Hallsson 1/5 fráköst.Tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 24/6 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 12/6 fráköst, Antonio Hester 10/11 fráköst, Chris Davenport 9/5 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 7, Axel Kárason 4/4 fráköst, Elvar Ingi Hjartarson 4, Hannes Ingi Másson 4, Viðar Ágústsson 3, Helgi Freyr Margeirsson 3, Helgi Rafn Viggósson 0/4 fráköst.Israel Martin, þjálfari Tindastóls.VísirIsreal: Breytingar í hálfleik skipti sköpumIsreal Martin, þjálfari Tindastóls, hrósaði Hetti fyrir gott leikskipulag eftir leik liðanna í kvöld. Tindastóll seig fram úr í seinni hálfleik og sagði Martin að breytingar sem hann gerði á liðinu í hálfleik hefðu skipt sköpum. „Þetta var mjög erfiður leikur. Höttur spilaði vel og lagði leikinn vel upp. Þeir voru ákafir í vörninni, einkum í fyrri hálfleik og leituðu að góðum kostum í sókninni, reyndu að koma boltanum á Mirko og þaðan út. Við ræddum þetta inni í klefa í hálfleik og færðum aðeins til í vörninni. Hún var traust í seinni hálfleik og gerði gæfumuninn fyrir okkur.“ „Við hugsuðum of mikið um Lewis í fyrri hálfleik, þar skoraði hann ekki nema sex stig en hinir stóðu sig ágætlega. Við vorum betur búnir undir færslur þeirra í sókninni i seinni hálfleik. Þótt við ynnum með 12 stigum fannst mér leikurinn mjög jafn. Við erum ánægðir með að fara á útivöll og fá ekki á okkur nema 68 stig. Ég er líka mjög ánægður með að okkur tókst að nota allan hópinn og allir sem komu inn á gáfu allt sem þeir áttu, einkum í vörninni.“ „Ég er líka sáttur með að skora 80 stig. Þegar allir vinna að því saman í sókninni að finna besta skotið er maður sáttur.“ Tindastóll fær núna tveggja vikna frí þar til KR kemur í heimsókn í toppslag. „Hver sigur skiptir okkur máli, það var sérstaklega gott að vinna hér eftir langt ferðalag. Við unnum líka án Sigtryggs (Björnssonar) sem þýðir að við leggjum okkur aukalega fram, erum tilbúnir og treystum ekki á einn leikmann. Annars tökum við bara einn leik í einu og hugsum ekki of mikið stöðuna í deildinni,“ sagði Isreal Martin.Pétur Rúnar: Örugglega ekki fallegur leikur á að fara Pétur Rúnar Birgisson var stigahæstur Tindastóls í leiknum í kvöld með 24 stig. Í hans huga var það varnarleikurinn sagði lagði grunninn að sigri liðsins. „Við gerðum vel í að halda þeim fyrir framan okkur mestmegnis af leiknum. Þeir tóku erfið skot en við vorum líka heppnir því þeir klúðruðu af vítalínunni framan af. Við fengum á okkur nokkuð af villum í byrjun en það var því við vorum seinir og slógum seint en ekki því við værum að spila fast. Harðari og betri vörnin kom síðar.“ „Þetta var örugglega ekki mjög fallegur leikur á að horfa, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Bæði lið áttu erfitt sóknarlega og leikurinn fór mikið fram á vítalínunni. Sem betur fer gekk okkur aðeins betur að hitta, við fengum opnari skot á tímabili og náðum að keyra á körfuna í þriðja leikhluta.“ Eftir sigurinn deilir Tindastóll efsta sætinu með ÍR, að minnsta kosti þar til Haukar og KR spila annað kvöld. „Við erum sáttir við að þvælast alla leið hingað og taka tvö sig, þeir unnu Keflavík í síðasta leik þannig við förum sáttir inn í hléið,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson. Dominos-deild karla
Höttur er fallinn úr Domino‘s deild karla í körfuknattleik eftir 68-80 tap gegn Tindastóli á Egilsstöðum í kvöld. Stólarnir halda sér aftur á móti í baráttu um efsta sætið. Bæði liðin getað unað vel við varnarleik sinn eftir kvöldið. Tindastóll byrjaði leikinn strax á harðri vörn. Það þýddi að liðið fékk á sig mikið af villum, strax eftir þrjár mínútur var Höttur kominn í bónus. Þeir áttu hins vegar í mesta basli með að koma sér inn á teiginn. Pressan á bakverði þeirra var góð allan tíman og jókst heldur ef eitthvað var þegar á leið. Ef bakvörðunum tókst að koma boltanum inn í teiginn voru alltaf tveir eða þrír Tindastólsmenn mættir og vörðu leiðina að körfunni. Mirko Virjievic, miðherji Hattar, hefur svo oft náð að snúa sér inn að körfunni með góðum árangri en það gekk hægt í kvöld. Niðurstaðan var að skotnýting Hattar var í 20% nær allan leikinn. En þótt Tindastóll hafi spilað góða vörn var aðra sögu að segja af sóknarleiknum. Að hluta til var það því Höttur spilaði agaðan sóknarleik með að nýta allan þann tíma sem í boði var, hins vegar nýttu Stólarnir færi sín illa. Þeir náðu annað slagið að skapa sér sæmilega frí skot en boltinn fór ekki ofan í. Þetta þýddi að lítið var skorað í leiknum, Tindastóll var 13-15 yfir eftir fyrsta leikhluta og 29-34 í hálfleik. Höttur komst stuttlega yfir í öðrum leikhluta en það varði ekki lengi. Í þriðja leikhluta sýndi Tindastóll klærnar og var yfir að honum loknum 43-54. Fljótlega í byrjun þess fjórða varð ljóst að Valur hefði unnið Þór Þorlákshöfn og Höttur væri þar með fallinn. Tindastóll er jafn ÍR að stigum í efsta sætinu en KR og Haukar geta náð Sauðárkróksliðinu vinni þau leiki sína á morgun.Af hverju vann Tindastóll? Liðið spilaði frábæra vörn allt frá fyrstu mínútu og bætti hana enn frekar í þriðja leikhluta þegar liðið gerði í raun út um leikinn. Múrinn var þannig að Höttur var sjaldnast í góðum færum til að skjóta.Hverjir stóðu uppúr? Það er erfitt að taka ákveðna leikmenn út þegar liðsheildirnar eru sterkar og það voru þær báðum megin í þessum leik. Pétur Rúnar Birgisson var stigahæstur Tindastóls og átti stórar körfur í seinni hálfleik, til dæmis í fjórða leikhluta þegar Hattarmenn voru enn að berjast.Hvað gekk illa? Sóknarleikur hvorug liðsins gekk vel. Skotnýting Hattar fór ekki upp fyrir 20% fyrr en í fjórða leikhluta. Nýting Tindastóls var ekki til að hrópa húrra fyrir, skotin voru fleiri úr betri færum en virtust stundum kæruleysisleg.Hvað gerist næst? Höttur er fallinn, það hefur verið yfirvofandi lengi en er nú staðfest. Tindastóll berst við ÍR, Hauka og KR um efsta sætið. KR kemur í heimsókn á Sauðárkrók í fyrsta leik eftir landsleikjahléið.Höttur-Tindastóll 68-80 (13-15, 16-19, 14-20, 25-26) Höttur: Kelvin Michaud Lewis 20/8 fráköst, Mirko Stefan Virijevic 16/12 fráköst, Sigmar Hákonarson 12, Bergþór Ægir Ríkharðsson 8/9 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 6/5 fráköst, Andrée Fares Michelsson 3, Vidar Orn Hafsteinsson 2, Gísli Þórarinn Hallsson 1/5 fráköst.Tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 24/6 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 12/6 fráköst, Antonio Hester 10/11 fráköst, Chris Davenport 9/5 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 7, Axel Kárason 4/4 fráköst, Elvar Ingi Hjartarson 4, Hannes Ingi Másson 4, Viðar Ágústsson 3, Helgi Freyr Margeirsson 3, Helgi Rafn Viggósson 0/4 fráköst.Israel Martin, þjálfari Tindastóls.VísirIsreal: Breytingar í hálfleik skipti sköpumIsreal Martin, þjálfari Tindastóls, hrósaði Hetti fyrir gott leikskipulag eftir leik liðanna í kvöld. Tindastóll seig fram úr í seinni hálfleik og sagði Martin að breytingar sem hann gerði á liðinu í hálfleik hefðu skipt sköpum. „Þetta var mjög erfiður leikur. Höttur spilaði vel og lagði leikinn vel upp. Þeir voru ákafir í vörninni, einkum í fyrri hálfleik og leituðu að góðum kostum í sókninni, reyndu að koma boltanum á Mirko og þaðan út. Við ræddum þetta inni í klefa í hálfleik og færðum aðeins til í vörninni. Hún var traust í seinni hálfleik og gerði gæfumuninn fyrir okkur.“ „Við hugsuðum of mikið um Lewis í fyrri hálfleik, þar skoraði hann ekki nema sex stig en hinir stóðu sig ágætlega. Við vorum betur búnir undir færslur þeirra í sókninni i seinni hálfleik. Þótt við ynnum með 12 stigum fannst mér leikurinn mjög jafn. Við erum ánægðir með að fara á útivöll og fá ekki á okkur nema 68 stig. Ég er líka mjög ánægður með að okkur tókst að nota allan hópinn og allir sem komu inn á gáfu allt sem þeir áttu, einkum í vörninni.“ „Ég er líka sáttur með að skora 80 stig. Þegar allir vinna að því saman í sókninni að finna besta skotið er maður sáttur.“ Tindastóll fær núna tveggja vikna frí þar til KR kemur í heimsókn í toppslag. „Hver sigur skiptir okkur máli, það var sérstaklega gott að vinna hér eftir langt ferðalag. Við unnum líka án Sigtryggs (Björnssonar) sem þýðir að við leggjum okkur aukalega fram, erum tilbúnir og treystum ekki á einn leikmann. Annars tökum við bara einn leik í einu og hugsum ekki of mikið stöðuna í deildinni,“ sagði Isreal Martin.Pétur Rúnar: Örugglega ekki fallegur leikur á að fara Pétur Rúnar Birgisson var stigahæstur Tindastóls í leiknum í kvöld með 24 stig. Í hans huga var það varnarleikurinn sagði lagði grunninn að sigri liðsins. „Við gerðum vel í að halda þeim fyrir framan okkur mestmegnis af leiknum. Þeir tóku erfið skot en við vorum líka heppnir því þeir klúðruðu af vítalínunni framan af. Við fengum á okkur nokkuð af villum í byrjun en það var því við vorum seinir og slógum seint en ekki því við værum að spila fast. Harðari og betri vörnin kom síðar.“ „Þetta var örugglega ekki mjög fallegur leikur á að horfa, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Bæði lið áttu erfitt sóknarlega og leikurinn fór mikið fram á vítalínunni. Sem betur fer gekk okkur aðeins betur að hitta, við fengum opnari skot á tímabili og náðum að keyra á körfuna í þriðja leikhluta.“ Eftir sigurinn deilir Tindastóll efsta sætinu með ÍR, að minnsta kosti þar til Haukar og KR spila annað kvöld. „Við erum sáttir við að þvælast alla leið hingað og taka tvö sig, þeir unnu Keflavík í síðasta leik þannig við förum sáttir inn í hléið,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti