Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2018 20:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/stefán Forsætisráðherra vonar að tillögur starfshóps um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna verði til þess að skapa frið um þau mál. Lagt er til að stór hópur embættismanna ráðuneyta fái samningsrétt en laun kjörinna fulltrúa verði endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa hjá hinu opinbera. Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum hafa valdið úlfúð í samfélaginu og hleypt kjarasamningum á almennum markaði í uppnám, en þeim verður mögulega sagt upp um mánaðamótin. Starfshópur á vegum forsætisráðherra skilaði tillögum um breytingar á kjararáði í dag. Starfshópurinn var skipaður hinn 23. janúar með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og ríkisins og segir forsætisráðherra hópinn leggja til gerbreytt fyrirkomulag varðandi ákvörðun launa æðstu embættismanna. „Það verði gert með fyrirkomulagi sem er nær því sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum og þessar ákvarðanir verði teknar árlega. Fylgi skilgreindri launaþróun,“ segir Katrín. Þá muni mun færri aðilar heyra undir þá nefnd sem endurskoði launin eða aðeins kjörnir fulltrúar og dómarar. Starfshópurinn leggur til að aðrir embættismenn fái samningsrétt eða taki laun samkvæmt almennu fyrirkomulagi sem gildir um ríkisstarfsmenn. Forsætisráðherra segist vona að nýtt fyrirkomulag verði innlegg í þær kjaraviðræður sem nú standi yfir þar sem aðilar séu sammála um að breyta fyrirkomulaginu á launamálum æðstu embættismann, þótt fulltrúi ASÍ hafi ekki fallist á að ekki væru forsendur til að lækka launa embættismanna. „Fulltrúi ASÍ gerir þar sérálit. Aðrir aðilar lýsa sig fylgjandi þeim niðurstöðum sem koma fram í skýrslunni. Að ef laun haldist óbreytt út 2018 þá séu laun þeirra sem heyra undir kjararáð ekki í ósamræmi við almenna launaþróun,“ segir Katrín. Það sé mikilvægt markmið að ná saman um framtíðarfyrirkomulag sem geti skapað aukna sátt um laun þessara aðila eins og annarra. Allir geti kynnt sér tillögur hópsins á heimasíðu stjórnarráðsins. „Við munum taka þær til umfjöllunar í ríkisstjórn á morgun. Fara í það hvort ekki megi vinna frumvarpsdrög upp úr þessum tillögum þannig að við gætum séð breytingar strax á þessu ári. Ef við eigum að læra eitthvað af reynslu annarra þjóða, þá erum við að gera það núna ef við breytum þessu fyrirkomulagi með þessum hætti,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kjararáð Tengdar fréttir Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að tillögur starfshóps um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna verði til þess að skapa frið um þau mál. Lagt er til að stór hópur embættismanna ráðuneyta fái samningsrétt en laun kjörinna fulltrúa verði endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa hjá hinu opinbera. Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum hafa valdið úlfúð í samfélaginu og hleypt kjarasamningum á almennum markaði í uppnám, en þeim verður mögulega sagt upp um mánaðamótin. Starfshópur á vegum forsætisráðherra skilaði tillögum um breytingar á kjararáði í dag. Starfshópurinn var skipaður hinn 23. janúar með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og ríkisins og segir forsætisráðherra hópinn leggja til gerbreytt fyrirkomulag varðandi ákvörðun launa æðstu embættismanna. „Það verði gert með fyrirkomulagi sem er nær því sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum og þessar ákvarðanir verði teknar árlega. Fylgi skilgreindri launaþróun,“ segir Katrín. Þá muni mun færri aðilar heyra undir þá nefnd sem endurskoði launin eða aðeins kjörnir fulltrúar og dómarar. Starfshópurinn leggur til að aðrir embættismenn fái samningsrétt eða taki laun samkvæmt almennu fyrirkomulagi sem gildir um ríkisstarfsmenn. Forsætisráðherra segist vona að nýtt fyrirkomulag verði innlegg í þær kjaraviðræður sem nú standi yfir þar sem aðilar séu sammála um að breyta fyrirkomulaginu á launamálum æðstu embættismann, þótt fulltrúi ASÍ hafi ekki fallist á að ekki væru forsendur til að lækka launa embættismanna. „Fulltrúi ASÍ gerir þar sérálit. Aðrir aðilar lýsa sig fylgjandi þeim niðurstöðum sem koma fram í skýrslunni. Að ef laun haldist óbreytt út 2018 þá séu laun þeirra sem heyra undir kjararáð ekki í ósamræmi við almenna launaþróun,“ segir Katrín. Það sé mikilvægt markmið að ná saman um framtíðarfyrirkomulag sem geti skapað aukna sátt um laun þessara aðila eins og annarra. Allir geti kynnt sér tillögur hópsins á heimasíðu stjórnarráðsins. „Við munum taka þær til umfjöllunar í ríkisstjórn á morgun. Fara í það hvort ekki megi vinna frumvarpsdrög upp úr þessum tillögum þannig að við gætum séð breytingar strax á þessu ári. Ef við eigum að læra eitthvað af reynslu annarra þjóða, þá erum við að gera það núna ef við breytum þessu fyrirkomulagi með þessum hætti,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kjararáð Tengdar fréttir Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49
Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00