Varnarleysið var óþolandi Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. febrúar 2018 11:45 Í fyrsta sinn sem mótmælt var fyrir utan hjá Þorgerði Katrínu segist hún hafa fengið veður af því með stuttum fyrirvara. „Við eigum tvo drengi sem voru að koma heim úr Krikanum í sínum æskublóma. Við rétt gátum forðað því að þeir gengju inn í hóp af mjög æstu fólki.“ Vísir/Eyþór Þorgerði Katrínu þekkja flestir. Hún sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í meira en áratug, gegndi embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins og sat sem ráðherra fyrir flokkinn í ríkisstjórnum. Þorgerður steig aftur inn á hið pólitíska svið fyrir Viðreisn fyrir tæpum tveimur árum, eftir að hafa hætt afskiptum af stjórnmálum fyrir kosningar 2013. Hún ákvað að stíga til hliðar meðal annars vegna fjármálagerninga eiginmanns síns, Kristjáns Arasonar. Hún segist hafa lært af mistökum sínum. „Ég gerði mistök. Hluti af því var meðvirkni í aðdraganda hrunsins. En mér finnst ég vera sterkari stjórnmálamaður í dag en ég var þá og ég var nú bara sæmilega ánægð með mig á sínum tíma. Stundum kannski einum of,“ segir Þorgerður og hlær. Flokkur hennar missti þrjá þingmenn í síðustu kosningum, fór úr sjö þingmönnum í fjóra, eftir umdeild stjórnarslit samstarfsflokks þeirra í ríkisstjórn, Bjartrar framtíðar. Þorgerður tók við stjórnartaumunum í flokknum eftir að Benedikt Jóhannesson sagði af sér formennsku og Viðreisn komst inn á þing. Þorgerður hefur einungis gegnt formennsku í flokknum í nokkra mánuði, en landsþing Viðreisnar verður í byrjun mars. Þar verður kosið um forystu flokksins þar sem hún mun sækjast eftir áframhaldandi formennsku. „Ég lít á þetta sem langhlaup. Nú erum við að byggja upp flokkinn, erum að fara í sveitarstjórnarkosningar – eigum verk fyrir höndum í því að byggja flokkinn upp um allt land. Það er mjög mikilvægt að við náum árangri í borginni líka. Mér sýnist ekki veita af þriðja aflinu hér í borginni þegar maður hlustar á þessa höfðingja, Dag [B. Eggertsson] og Eyþór [Arnalds],“ segir Þorgerður, stríðin. Sóknarfærin séu mörg. „Ekki bara í því hvernig þarf að byggja upp í borginni, heldur líka í því hvernig á að reka hana. Þar verður Viðreisn með sterka framtíðarsýn.“Fara fram undir eigin merkjum Talað er um að framboðin í borginni verði jafnvel tíu. Viðreisn ætlar fram í borginni af fullum krafti undir eigin merkjum. Viðreisn er þó lítill flokkur og nýr og hefur ekki hina svokölluðu flokksmaskínu á bak við sig. Þorgerður segist ekki vilja slíkt lengur. „Maskínan er aðdáunarverð og virkar fyrir suma. Ég nota mína reynslu úr Sjálfstæðisflokknum en vil byggja Viðreisn upp öðruvísi. Við höfum forskot sem er frjálslyndi. Við erum óbundin og getum tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem við viljum, sem mér hefur oft á tíðum fundist minn gamli flokkur ekki gera nægilega vel. Ég nefni kynjasjónarmið, umburðarlyndi, ákveðin viðhorf sem við viljum að okkar listar endurspegli. Sjálfstæðisflokkurinn fúnkerar á ákveðinn hátt og það ber að virða. Ég átti í heildina góðan tíma í flokknum, en auðvitað erfiðan líka. Það var vissulega stór ákvörðun fyrir mig að taka skrefið yfir í Viðreisn, en það var rétt skref fyrir mig.“vísir/eyþórStandi upp gegn íhaldinu Þróunin í stjórnmálum hér á landi er, eins og fyrr segir, að verða til þess að fleiri og smærri framboð stíga inn á hið pólitíska svið. Þorgerður segist aðspurð engar áhyggjur hafa af því að Viðreisn detti úr tísku og hverfi af sviðinu. „Nei, ég hef engar áhyggjur af því. Nema ef við hættum að vera trú sjálfum okkur. Ég tel vera pláss fyrir málefni sem Viðreisn leggur áherslu á, frjálslyndi í sinni breiðustu mynd. Strax er gerð sú krafa að við dettum inn í gömlu vinnubrögðin, að við verðum eins og gamaldags stjórnarandstöðuflokkur. Séum á móti bara til þess að vera á móti. Þannig hefur það alltaf verið, óháð því hvort það fer gegn almannahagsmunum eða ekki. Viðreisn mun standa lengi ef við þorum að gera hlutina öðruvísi en fjórflokkurinn. Það sorglega við útkomu síðustu kosninga er að frjálslyndið átti undir högg að sækja. Við stóðum í lappirnar og náðum inn – aðrir gerðu það ekki. Mér finnst spurningin til lengri tíma vera þessi: Hvernig náum við að virkja hér frjálslynd öfl sem eru alþjóðasinnuð, umhverfissinnuð, jafnréttissinnuð – svo þau hafi raunverulega þýðingu? Ekki eitthvað sem er sagt á tyllidögum og svo sett upp í hillu á meðan ríkisstjórn er mynduð,“ segir Þorgerður. Mikilvægt sé að frjálslyndið standi upp gegn íhaldssömum öflum í samfélaginu sem víða sé að finna. „Þetta er fólk sem er tortryggið á alþjóðasamstarf, myntbreytingu, kerfisbreytingar og breytingar almennt. Í borgarmyndinni getum við talað um fólk sem fer gegn Borgarlínunni eða vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri og skapar markvisst togstreitu og setur myndina upp svarthvíta. Í annarri mynd getum við rætt mál eins og landbúnaðinn, eða ríkisborgaramálin sem sumir segja að séu smámál en ég segi að sé risamál, því ríkisborgaramálin sýna svo glögglega hvernig samfélag við viljum byggja upp.“Metnaðarleysið algjört Viðreisn talar fyrir alþjóðasamstarfi, vill íslensku krónuna frá og taka upp nýja mynt eða festa gengið. ESB á sér fáa málsvara um þessar mundir. Brexit er risastórt úrlausnarefni, sem bætist við gagnrýni á skriffinnsku í Brussel, umræðu um lýðræðishalla og væringar vegna flóttafólks. Margir tala um að krónan sé í raun bjargvættur okkar og forsenda þess að Ísland reis fljótt úr rústum ónýts fjármálakerfis eftir bankahrunið 2008. Þorgerður er því ósammála. „Núna eru enn og aftur blikur á lofti. Toppi hagsveiflunnar er náð. Við heyrum af hópuppsögnum hjá rótgrónum fyrirtækjum og afkomuviðvörunum hjá stórum félögum á markaði. Það sem er að gerast er miskunnarleysi samkeppninnar. Það kallar fram hagræðingu og viðbrögð en líka umræðu. Ég vona að alþjóðahyggjan komist aftur á kortið. Hópuppsagnir eins og hjá Odda á dögunum undirstrika þörfina fyrir umbætur. Það er sama hvaða frétt maður les, þar er krónan dregin fram sem stór orsakavaldur og óstöðugleikinn sem henni fylgir,“ útskýrir Þorgerður. „Þetta er það sem er svo ögrandi en skemmtilegt við að vera í Viðreisn, við þorum að segja að keisarinn sé í engum fötum, þrátt fyrir að það sé ekki endilega vinsælasta málið, að tala um kerfisbreytingar, til að mynda í peningamálum. Sumir vilja alls ekki setja þetta mál á dagskrá. Þess vegna verður að halda þessum gömlu stjórnmálaflokkum við efnið, því annars munu þeir alltaf setja þetta til hliðar,“ segir Þorgerður og nefnir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar máli sínu til stuðnings. „Þetta er alveg fallegt. Talað um uppbyggingu innviða og svona, en metnaðarleysið í því að horfa til framtíðar er algjört. Það er sorglegt að sjá ungt og hæfileikaríkt fólk eins og er innan ríkisstjórnarinnar ýta undir það að við tökum ekki skref í átt að breytingu peningastefnunnar.“Láta ekki þagga niður í sér Þriggja manna verkefnisstjórn var skipuð í fyrra til að endurskoða peningastefnuna. Í verkefnisstjórninni eiga sæti Illugi Gunnarsson, hagfræðingur og fyrrverandi samflokksmaður Þorgerðar, og hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir og Ásgeir Jónsson. Stefnt var á að skila niðurstöðum verkefnisstjórnarinnar seint á síðasta ári en þær hafa enn ekki verið birtar. Þorgerður segir nokkuð fyrirsjáanlegt hvernig ríkisstjórnin muni nýta sér niðurstöðu nefndarinnar og að þau muni þjappa sér saman um minnsta mögulega samnefnarann. „Við sjáum það á umræðunni. Þau munu vilja halda í krónuna. Þannig verður íslenskum heimilum boðið upp á sömu rússíbanareiðina með krónunni. Í þinginu heyrum við fjármálaráðherrann tala niður EES-samninginn, stofnanir EFTA-ríkjanna og ESB. Við sjáum þingmenn Sjálfstæðisflokksins tala fyrir endurskoðun á EES-samningnum og vitandi það að Framsókn hefur haft stefnu og fólk innanborðs sem vill segja sig frá EES-samningnum. Það eru augljóslega teikn á lofti sem mér hugnast ekki. Þarna þarf Viðreisn að stíga fast niður og ekki láta ákveðin öfl sem ráða miklu, meðal annars sumum fjölmiðlum, þagga niður í okkur. Það er kominn tími til að við tökum á þessu. Við erum langminnsta myntkerfi í heimi,“ segir hún og bætir við að heimilin í landinu búi ekki við valfrelsi, því þau búi við íslensku krónuna. „Jú, þau geta valið um verðtryggt eða óverðtryggt lán, en stórfyrirtækin geta gert upp í evrum, dollurum og krónum. Atvinnulífið getur valið, en almenningur ekki. Mér finnst það ekki sanngjarnt.“Sjávarútvegur klár í breytingarErtu þá að tala um útflutningsfyrirtækin? Sjávarútveginn til að mynda? „Þegar ég var í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu kom fólk úr þessum greinum og viðurkenndi fyrir mér að eitt helsta vandamálið væri íslenska krónan. Vandamálin í landbúnaði á síðasta ári voru vegna krónunnar, það kom ítrekað fram. Sama með sjávarútveg. Það eru ákveðnir einstaklingar og forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækja sem eru alveg til í þessa umræðu um krónuna og eru tilbúnir að taka ákveðin skref til að reyna að ná sátt í sjávarútvegi. Þeir gera sér grein fyrir því að þeirra stöðugleiki hvíli meðal annars á því að þeir stígi inn og segi ótvírætt að þeir telji rétt að greiða þjóðinni sanngjarnt verð fyrir auðlindina. Án útúrsnúninga. Aðrir eru ekki tilbúnir í sömu umræðu. Stóra myndin er sú að sjávarútvegurinn stendur vel, það er hægt að sníða af agnúa, en þetta er öflug grein sem við getum verið stolt af. Sjávarútvegurinn á að vera ákveðin fyrirmynd fyrir landbúnaðinn. Við hófum breytingar á því kerfi á síðasta kjörtímabili.“Vísir/EyþórFékk á baukinn Það var ekkert endilega mikil sátt um þær breytingar? Þorgerður hlær. „Ég fékk á baukinn. Þegar þú ferð inn í breytingarferli þá tekur það tíma, það skapar ákveðið óöryggi en þegar þú ert sannfærð um hvað þú ert að gera, og stefnan er skýr, þá er það þess virði þó það kosti að ganga í gegnum svipugöng. Tímabil breytinga geta verið erfið. Kosningarnar komu á því tímabili, sem var óheppilegt og erfitt fyrir okkar fólk, sér í lagi á landsbyggðinni. Það var reynt að mála þetta svarthvítum litum. Það var samt gaman að það voru bændur sem höfðu samband og sögðust sammála mér en ósammála þeirri stefnu sem hafði verið rekin. Bændur sem vildu frelsi og svigrúm til að fara í nýsköpun. En Sjálfstæðis- og Framsóknarmönnum tókst að hræða fólk með því að segja að Viðreisn ætlaði ekki að styðja við landbúnað. Það var fjarri. Við lögðum áherslu á að styrkja landbúnaðinn og tryggja jafnvægi, eðlilega framleiðslu, án þess að það væri gert á kostnað neytenda.“ Þorgerður segir flokkinn ekki hafa gert nægilega gott mót á landsbyggðinni, meðal annars af þessum sökum. Aðrir þættir hafi spilað inn í. Sumir voru óánægðir með fjárlagafrumvarpið en í því hafi birst þor til langtímalausna eins og að einfalda skattkerfið, gæta jafnræðis milli atvinnugreina og uppfylla skuldbindingar í loftslagsmálum. „Maður er óbundinn og frjáls til að fara inn í erfiða hluti. Það er munurinn á því að vera á þeim stað sem ég er núna og þar sem ég var áður. Maður er ekki hræddur við hagsmunaaðila. Maður veit að maður fær hvort eð er á baukinn frá þeim.“„Mundu að það koma prófkjör“ Hvernig lýsir þessi þrýstingur hagsmunaaðila sér? Þorgerður segir hann hafa birst í ýmsum myndum. „Það koma einstaklingar, fólk sem er öflugt í flokknum, og segja manni að fara varlega. Svo eru skilaboðaskjóður notaðar til að segja manni hvað sé heppilegt og hvað ekki. Það var algengt, sérstaklega þegar umræðan snerist um auðlindamál, að maður fengi að heyra setningar eins og „vina mín, þú þarft nú að standa fyrir þessari afstöðu þinni seinna á landsfundi og mundu að það koma prófkjör“. Í Viðreisn sé ég tækifæri til að gera hlutina öðruvísi með því að hlusta á frjálslyndið. Halda mig fjarri þeim sem vilja banka í öxlina á manni.“ Stjórnmál fyrir sumum eru trúarbrögð. Þorgerður hafði starfað lengi innan Sjálfstæðisflokksins, var trúað fyrir mikilvægum störfum þar og margir urðu sárir þegar hún hætti. Voru persónuleg særindi? „Ég horfi á pólitíkina þannig að pólitíkin er eitt og við eigum að hafa það hugfast að henni lýkur á einhverjum tíma. Þá verður þú að geta talað við fólk og horft í augun á því. Ég treysti mér til að gera það eftir pólitíkina. En, það var ákveðinn hópur sem fannst gott að ég skyldi fara því þá var hann kominn með meira skotleyfi. En það eru ákveðnir hópar og einstaklingar sem mér þykir mjög vænt um og eru enn í flokknum. Mér finnst það gott því það er mikilvægt að hafa gott fólk sem hægt er að tala við í öllum flokkum. Sumir eru sárir, aðrir skilja mig vel. Mér hefur persónulega alltaf þótt mikilvægt að fólk standi með sjálfu sér. Nú er hafinn nýr kafli og þeir sem eru vinir mínir skilja það og samgleðjast mér enda er ég frjáls til að haga minni pólitík eftir mínu höfði. Höfum hugfast að það á enginn neitt í pólitík, það getur enginn átt einhverja aðra. Maður lærir af reynslunni og það er mesta öryggið mitt í dag, sára reynslan, góða reynslan; að taka það allt áfram því þannig verður maður hugrakkari.“Skiljanleg reiði Eiginmaður Þorgerðar starfaði sem framkvæmdastjóri í Kaupþingi fyrir hrun. Þau hjónin komu bæði fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Almenningur var reiður eftir hrunið, fannst brotið á sér. Hópur fólks mótmælti fyrir utan heimili Þorgerðar. Hún lýsir þeim tíma sem erfiðum. „Ég skil reiðina. Ég skil að fólk hafi verið reitt út í okkur líka. Ég hef sagt að þetta sé tímabil sem mikilvægt er að læra af. Þjóðin þurfti að fara í gegnum uppgjör. Rannsóknarskýrslan var hluti af því. Auðvitað fór maður sjálfur í persónulegt uppgjör. Ég hef skilið þennan kafla í mínu lífi eftir í fortíðinni. Ég hef reynt að líta á þessa reynslu sem þroskandi fyrir okkur öll. En þegar ég lít til baka á þennan tíma stingur hvað það voru fáir í flokknum sem stóðu við bakið á mér. Það voru ákveðnar vinkonur mínar sem höfðu samband og knúsuðu mig, en enginn úr forystu flokksins,“ lýsir Þorgerður. Hún segist þakklát Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, fyrrverandi borgarstjóra, sem steig fram á dögunum og lýsti því hversu mikil áhrif það hafði á hana og hennar fjölskyldu þegar mótmælt var fyrir utan heimili hennar. „Mér finnst hún hugrökk að fara fram og ég virði hana. Enn finnst mér leitt að sjá að sumir þeirra sem stóðu fyrir utan heimili okkar hafi ekki séð að sér. Að það séu enn til einstaklingar, aðallega karlar, sem finnst í lagi að mótmæla fyrir framan heimili fólks. Það er þetta varnarleysi sem foreldri stendur frammi fyrir, að þú getir ekki varið börnin þín eða heimili,“ segir Þorgerður en undirstrikar réttinn til að mótmæla. Hann sé mikilvægur hverju lýðræðisríki. „En mótmælið niðri á þingi, í ráðuneytum, en ekki við heimili fólks.“Erfiðast gagnvart dótturinni Í fyrsta sinn sem mótmælt var fyrir utan hjá henni segist hún hafa fengið veður af því með stuttum fyrirvara. „Við eigum tvo drengi sem voru að koma heim úr Krikanum í sínum æskublóma. Við rétt gátum forðað því að þeir gengju inn í hóp af mjög æstu fólki. Svo er það ekki síður það, sem situr mest í mér, að vera með fatlað barn, sem þarf ákveðinn undirbúning, öryggi og skipulag og á erfitt með að upplifa eitthvað skyndilegt. Við náðum ekki að undirbúa hana og hún sturlaðist. Á meðan beið fólkið fyrir utan og ég man, að einn tiltekinn einstaklingur kom á dyrnar og afhenti manninum mínum eitthvað. Hann hélt á stelpunni okkar. Þá vildi einhver meina að við værum að nota fatlaða dóttur okkar sem skjól. Þarna hafði hún verið frávita inni stuttu áður. Þá fannst mér samfélagið vera komið á ofboðslega lágt plan. Þarna stóðu tilteknir einstaklingar og töldu sig vera einhverja málsvara alþýðunnar eða réttlætisins. Það var síður en svo,“ lýsir Þorgerður og segir mikilvægt að eftirleikur hrunsins sé líka gerður upp. Hvernig samfélagið brást við og hvernig við ætlum að læra af reynslunni. „Við þurfum að hafa kraft og þor til að detta ekki í popúlisma, heldur standa vörð um grunnreglur réttarríkisins.“Djöfullegt að vera langrækinn „Þegar fólk mótmælir svona fyrir framan heimili manns þá er svo miklu meira sem hangir á spýtunni heldur en bara það að kasta ókvæðisorðum að stjórnmálamönnum sem þeim mislíkar við. En þetta er reynsla. Þetta tekur maður með sér og reynir að hugsa þegar maður mætir þessu fólki í dag, sem pabbi minn minnti mig alltaf á: Það er mannlegt að reiðast en djöfullegt að vera langrækinn,“ útskýrir Þorgerður og heldur áfram. „Þetta er ein af allra sárustu stundunum í mínu pólitíska lífi. Þó hafði maður upplifað eitt og annað, pólitísk átök þar sem var farið fyrir neðan belti. Og líka að finna það að flokkurinn hélt ekki utan um mann.“ Hvað stóð þetta yfir lengi? „Þetta voru nokkur skipti. Aðallega tvö sem voru afar erfið. Það var verið að eggja húsið, við vorum að reyna að fara út áður en börnin og nágrannar vöknuðu, til að hreinsa. Passa upp á allt fyrir börnin. Það var alltaf það sem maður var að gera, passa að daglegt líf barnanna breyttist ekki. Börn stjórnmálamanna vita að það er ekki alltaf skemmtilegt, en það eru mörk. Samfélagið hlýtur sjálft að setja sér mörk. Varnarleysið var óþolandi. Mér fannst ég ekki geta lagt faðminn utan um börnin á þessum tíma.“#metoo snerti Þorgerði Hún ræðir meira um þá virðingu sem hún ber fyrir konum á borð við Steinunni Valdísi. „Ég dáist að öllum #metoo-sögunum. Ég er að átta mig á því að við erum mjög margar sem eigum svona sögur. Ég setti mínar sögur í skúffuna – og hún er eiginlega enn þá læst. En það eru þarna menn sem ég vil ekki fá aftur upp í hugann. Við eigum allar sögur, þó þær séu af mismunandi stærðargráðum. Allt frá því hvernig talað er á fundum yfir í kynferðislega áreitni, mikla áreitni. Ég mun fara yfir þetta með sjálfri mér einhvern daginn. Ég þarf að gera upp ákveðin mál. Þess vegna dáist ég svo að þessum stelpum og konum sem hafa stigið fram og sagt frá sinni reynslu. Þær eru þerapían mín.“ Gerir ekki sömu mistök tvisvar Líkt og áður var nefnt komu nöfn Þorgerðar og eiginmannsins fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Nú er von á nýrri skýrslu, frá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Hún verður birt í fyrsta lagi í apríl, en bútar hafa ratað fyrir augu útvaldra. Það vakti athygli þegar Hannes birti í janúar á bloggsíðu sinni greinina „Andmælti Davíð en trúði honum samt“ sem fjallar um viðbrögð Þorgerðar við viðvörunum Davíðs Oddssonar, sem þá var seðlabankastjóri, um bankahrunið. Hannes sagði þar að Þorgerður og maður hennar hefðu haft fjárhagslegan ávinning af viðvörunum seðlabankastjórans, þó að Þorgerður hefði sagst ekki trúa þeim á sínum tíma. Er eitthvað til í þessu? Þorgerður segist ekki hafa lesið skýrsluna og eiga erfitt með að svara óljósum ásökunum. „Ég hef talað opinskátt um mín mál og eiginmanns míns. Ég hef viðurkennt mistök og lært af þeim. Ég vona það líka að þegar maður hefur stigið til hliðar frá pólitík að maður eigi endurkomu auðið. Það er búið að velta við hverjum steini í máli mannsins míns í sjö eða átta ár. Hann var sýknaður af öllum kröfum. Það eina sem ég get sagt um þessa skýrslu er að ég vona að þetta sé ekki bara enn eitt Reykjavíkurbréfið, nema að nú sé það á ensku. Auðvitað eru ákveðnir einstaklingar og öfl í pólitíkinni sem munu gera allt til að endurnýta og -nota málin. Ég veit að þau munu gera allt til þess að gera líf mitt óbærilegt í pólitík, en þá erum við komin aftur þangað, að við verðum að þora. Ég er fyrir vikið miklu óhræddari, miklu frjálsari til að gagnrýna það sem verður að gera betur,“ segir hún. „Ég er á því að við eigum að skoða og læra af þessu öllu saman. Það voru svo margir hlutir sem voru ekki í lagi, bæði í stjórnmálum og í atvinnulífinu. Þess vegna reyni ég að berja mig áfram á hverjum einasta degi, rýna í fortíðina, læra af henni, svo ég geti orðið betri stjórnmálamaður og barist fyrir því sem ég trúi á. Ég vil umbætur svo við fáum fólkið okkar heim eftir nám í útlöndum, svo við getum tekið utan um fatlaða, búið til öflugt menntakerfi, og þar fram eftir götunum. Þannig að fólkinu okkar líði vel. Það er búið að fara í gegnum allt, allar spurningar, öllu var velt við; hverja einustu kjaftasögu, hvert einasta plagg. Þess vegna tók þetta allan þennan tíma. Og þá spyr maður: Hvenær má maður halda áfram með lífið? Hvenær er nóg nóg?“ Þorgerði líður vel í dag og segist þakklát fyrir tækifærið til að nýta reynslu sína og gera betur. „Það er gaman að mæta í þingið, hitta fólkið mitt í Viðreisn og taka þátt í pólitík á nýjan leik. Því hvað sem hver segir þá er hún fjandi skemmtileg.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Þorgerði Katrínu þekkja flestir. Hún sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í meira en áratug, gegndi embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins og sat sem ráðherra fyrir flokkinn í ríkisstjórnum. Þorgerður steig aftur inn á hið pólitíska svið fyrir Viðreisn fyrir tæpum tveimur árum, eftir að hafa hætt afskiptum af stjórnmálum fyrir kosningar 2013. Hún ákvað að stíga til hliðar meðal annars vegna fjármálagerninga eiginmanns síns, Kristjáns Arasonar. Hún segist hafa lært af mistökum sínum. „Ég gerði mistök. Hluti af því var meðvirkni í aðdraganda hrunsins. En mér finnst ég vera sterkari stjórnmálamaður í dag en ég var þá og ég var nú bara sæmilega ánægð með mig á sínum tíma. Stundum kannski einum of,“ segir Þorgerður og hlær. Flokkur hennar missti þrjá þingmenn í síðustu kosningum, fór úr sjö þingmönnum í fjóra, eftir umdeild stjórnarslit samstarfsflokks þeirra í ríkisstjórn, Bjartrar framtíðar. Þorgerður tók við stjórnartaumunum í flokknum eftir að Benedikt Jóhannesson sagði af sér formennsku og Viðreisn komst inn á þing. Þorgerður hefur einungis gegnt formennsku í flokknum í nokkra mánuði, en landsþing Viðreisnar verður í byrjun mars. Þar verður kosið um forystu flokksins þar sem hún mun sækjast eftir áframhaldandi formennsku. „Ég lít á þetta sem langhlaup. Nú erum við að byggja upp flokkinn, erum að fara í sveitarstjórnarkosningar – eigum verk fyrir höndum í því að byggja flokkinn upp um allt land. Það er mjög mikilvægt að við náum árangri í borginni líka. Mér sýnist ekki veita af þriðja aflinu hér í borginni þegar maður hlustar á þessa höfðingja, Dag [B. Eggertsson] og Eyþór [Arnalds],“ segir Þorgerður, stríðin. Sóknarfærin séu mörg. „Ekki bara í því hvernig þarf að byggja upp í borginni, heldur líka í því hvernig á að reka hana. Þar verður Viðreisn með sterka framtíðarsýn.“Fara fram undir eigin merkjum Talað er um að framboðin í borginni verði jafnvel tíu. Viðreisn ætlar fram í borginni af fullum krafti undir eigin merkjum. Viðreisn er þó lítill flokkur og nýr og hefur ekki hina svokölluðu flokksmaskínu á bak við sig. Þorgerður segist ekki vilja slíkt lengur. „Maskínan er aðdáunarverð og virkar fyrir suma. Ég nota mína reynslu úr Sjálfstæðisflokknum en vil byggja Viðreisn upp öðruvísi. Við höfum forskot sem er frjálslyndi. Við erum óbundin og getum tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem við viljum, sem mér hefur oft á tíðum fundist minn gamli flokkur ekki gera nægilega vel. Ég nefni kynjasjónarmið, umburðarlyndi, ákveðin viðhorf sem við viljum að okkar listar endurspegli. Sjálfstæðisflokkurinn fúnkerar á ákveðinn hátt og það ber að virða. Ég átti í heildina góðan tíma í flokknum, en auðvitað erfiðan líka. Það var vissulega stór ákvörðun fyrir mig að taka skrefið yfir í Viðreisn, en það var rétt skref fyrir mig.“vísir/eyþórStandi upp gegn íhaldinu Þróunin í stjórnmálum hér á landi er, eins og fyrr segir, að verða til þess að fleiri og smærri framboð stíga inn á hið pólitíska svið. Þorgerður segist aðspurð engar áhyggjur hafa af því að Viðreisn detti úr tísku og hverfi af sviðinu. „Nei, ég hef engar áhyggjur af því. Nema ef við hættum að vera trú sjálfum okkur. Ég tel vera pláss fyrir málefni sem Viðreisn leggur áherslu á, frjálslyndi í sinni breiðustu mynd. Strax er gerð sú krafa að við dettum inn í gömlu vinnubrögðin, að við verðum eins og gamaldags stjórnarandstöðuflokkur. Séum á móti bara til þess að vera á móti. Þannig hefur það alltaf verið, óháð því hvort það fer gegn almannahagsmunum eða ekki. Viðreisn mun standa lengi ef við þorum að gera hlutina öðruvísi en fjórflokkurinn. Það sorglega við útkomu síðustu kosninga er að frjálslyndið átti undir högg að sækja. Við stóðum í lappirnar og náðum inn – aðrir gerðu það ekki. Mér finnst spurningin til lengri tíma vera þessi: Hvernig náum við að virkja hér frjálslynd öfl sem eru alþjóðasinnuð, umhverfissinnuð, jafnréttissinnuð – svo þau hafi raunverulega þýðingu? Ekki eitthvað sem er sagt á tyllidögum og svo sett upp í hillu á meðan ríkisstjórn er mynduð,“ segir Þorgerður. Mikilvægt sé að frjálslyndið standi upp gegn íhaldssömum öflum í samfélaginu sem víða sé að finna. „Þetta er fólk sem er tortryggið á alþjóðasamstarf, myntbreytingu, kerfisbreytingar og breytingar almennt. Í borgarmyndinni getum við talað um fólk sem fer gegn Borgarlínunni eða vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri og skapar markvisst togstreitu og setur myndina upp svarthvíta. Í annarri mynd getum við rætt mál eins og landbúnaðinn, eða ríkisborgaramálin sem sumir segja að séu smámál en ég segi að sé risamál, því ríkisborgaramálin sýna svo glögglega hvernig samfélag við viljum byggja upp.“Metnaðarleysið algjört Viðreisn talar fyrir alþjóðasamstarfi, vill íslensku krónuna frá og taka upp nýja mynt eða festa gengið. ESB á sér fáa málsvara um þessar mundir. Brexit er risastórt úrlausnarefni, sem bætist við gagnrýni á skriffinnsku í Brussel, umræðu um lýðræðishalla og væringar vegna flóttafólks. Margir tala um að krónan sé í raun bjargvættur okkar og forsenda þess að Ísland reis fljótt úr rústum ónýts fjármálakerfis eftir bankahrunið 2008. Þorgerður er því ósammála. „Núna eru enn og aftur blikur á lofti. Toppi hagsveiflunnar er náð. Við heyrum af hópuppsögnum hjá rótgrónum fyrirtækjum og afkomuviðvörunum hjá stórum félögum á markaði. Það sem er að gerast er miskunnarleysi samkeppninnar. Það kallar fram hagræðingu og viðbrögð en líka umræðu. Ég vona að alþjóðahyggjan komist aftur á kortið. Hópuppsagnir eins og hjá Odda á dögunum undirstrika þörfina fyrir umbætur. Það er sama hvaða frétt maður les, þar er krónan dregin fram sem stór orsakavaldur og óstöðugleikinn sem henni fylgir,“ útskýrir Þorgerður. „Þetta er það sem er svo ögrandi en skemmtilegt við að vera í Viðreisn, við þorum að segja að keisarinn sé í engum fötum, þrátt fyrir að það sé ekki endilega vinsælasta málið, að tala um kerfisbreytingar, til að mynda í peningamálum. Sumir vilja alls ekki setja þetta mál á dagskrá. Þess vegna verður að halda þessum gömlu stjórnmálaflokkum við efnið, því annars munu þeir alltaf setja þetta til hliðar,“ segir Þorgerður og nefnir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar máli sínu til stuðnings. „Þetta er alveg fallegt. Talað um uppbyggingu innviða og svona, en metnaðarleysið í því að horfa til framtíðar er algjört. Það er sorglegt að sjá ungt og hæfileikaríkt fólk eins og er innan ríkisstjórnarinnar ýta undir það að við tökum ekki skref í átt að breytingu peningastefnunnar.“Láta ekki þagga niður í sér Þriggja manna verkefnisstjórn var skipuð í fyrra til að endurskoða peningastefnuna. Í verkefnisstjórninni eiga sæti Illugi Gunnarsson, hagfræðingur og fyrrverandi samflokksmaður Þorgerðar, og hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir og Ásgeir Jónsson. Stefnt var á að skila niðurstöðum verkefnisstjórnarinnar seint á síðasta ári en þær hafa enn ekki verið birtar. Þorgerður segir nokkuð fyrirsjáanlegt hvernig ríkisstjórnin muni nýta sér niðurstöðu nefndarinnar og að þau muni þjappa sér saman um minnsta mögulega samnefnarann. „Við sjáum það á umræðunni. Þau munu vilja halda í krónuna. Þannig verður íslenskum heimilum boðið upp á sömu rússíbanareiðina með krónunni. Í þinginu heyrum við fjármálaráðherrann tala niður EES-samninginn, stofnanir EFTA-ríkjanna og ESB. Við sjáum þingmenn Sjálfstæðisflokksins tala fyrir endurskoðun á EES-samningnum og vitandi það að Framsókn hefur haft stefnu og fólk innanborðs sem vill segja sig frá EES-samningnum. Það eru augljóslega teikn á lofti sem mér hugnast ekki. Þarna þarf Viðreisn að stíga fast niður og ekki láta ákveðin öfl sem ráða miklu, meðal annars sumum fjölmiðlum, þagga niður í okkur. Það er kominn tími til að við tökum á þessu. Við erum langminnsta myntkerfi í heimi,“ segir hún og bætir við að heimilin í landinu búi ekki við valfrelsi, því þau búi við íslensku krónuna. „Jú, þau geta valið um verðtryggt eða óverðtryggt lán, en stórfyrirtækin geta gert upp í evrum, dollurum og krónum. Atvinnulífið getur valið, en almenningur ekki. Mér finnst það ekki sanngjarnt.“Sjávarútvegur klár í breytingarErtu þá að tala um útflutningsfyrirtækin? Sjávarútveginn til að mynda? „Þegar ég var í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu kom fólk úr þessum greinum og viðurkenndi fyrir mér að eitt helsta vandamálið væri íslenska krónan. Vandamálin í landbúnaði á síðasta ári voru vegna krónunnar, það kom ítrekað fram. Sama með sjávarútveg. Það eru ákveðnir einstaklingar og forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækja sem eru alveg til í þessa umræðu um krónuna og eru tilbúnir að taka ákveðin skref til að reyna að ná sátt í sjávarútvegi. Þeir gera sér grein fyrir því að þeirra stöðugleiki hvíli meðal annars á því að þeir stígi inn og segi ótvírætt að þeir telji rétt að greiða þjóðinni sanngjarnt verð fyrir auðlindina. Án útúrsnúninga. Aðrir eru ekki tilbúnir í sömu umræðu. Stóra myndin er sú að sjávarútvegurinn stendur vel, það er hægt að sníða af agnúa, en þetta er öflug grein sem við getum verið stolt af. Sjávarútvegurinn á að vera ákveðin fyrirmynd fyrir landbúnaðinn. Við hófum breytingar á því kerfi á síðasta kjörtímabili.“Vísir/EyþórFékk á baukinn Það var ekkert endilega mikil sátt um þær breytingar? Þorgerður hlær. „Ég fékk á baukinn. Þegar þú ferð inn í breytingarferli þá tekur það tíma, það skapar ákveðið óöryggi en þegar þú ert sannfærð um hvað þú ert að gera, og stefnan er skýr, þá er það þess virði þó það kosti að ganga í gegnum svipugöng. Tímabil breytinga geta verið erfið. Kosningarnar komu á því tímabili, sem var óheppilegt og erfitt fyrir okkar fólk, sér í lagi á landsbyggðinni. Það var reynt að mála þetta svarthvítum litum. Það var samt gaman að það voru bændur sem höfðu samband og sögðust sammála mér en ósammála þeirri stefnu sem hafði verið rekin. Bændur sem vildu frelsi og svigrúm til að fara í nýsköpun. En Sjálfstæðis- og Framsóknarmönnum tókst að hræða fólk með því að segja að Viðreisn ætlaði ekki að styðja við landbúnað. Það var fjarri. Við lögðum áherslu á að styrkja landbúnaðinn og tryggja jafnvægi, eðlilega framleiðslu, án þess að það væri gert á kostnað neytenda.“ Þorgerður segir flokkinn ekki hafa gert nægilega gott mót á landsbyggðinni, meðal annars af þessum sökum. Aðrir þættir hafi spilað inn í. Sumir voru óánægðir með fjárlagafrumvarpið en í því hafi birst þor til langtímalausna eins og að einfalda skattkerfið, gæta jafnræðis milli atvinnugreina og uppfylla skuldbindingar í loftslagsmálum. „Maður er óbundinn og frjáls til að fara inn í erfiða hluti. Það er munurinn á því að vera á þeim stað sem ég er núna og þar sem ég var áður. Maður er ekki hræddur við hagsmunaaðila. Maður veit að maður fær hvort eð er á baukinn frá þeim.“„Mundu að það koma prófkjör“ Hvernig lýsir þessi þrýstingur hagsmunaaðila sér? Þorgerður segir hann hafa birst í ýmsum myndum. „Það koma einstaklingar, fólk sem er öflugt í flokknum, og segja manni að fara varlega. Svo eru skilaboðaskjóður notaðar til að segja manni hvað sé heppilegt og hvað ekki. Það var algengt, sérstaklega þegar umræðan snerist um auðlindamál, að maður fengi að heyra setningar eins og „vina mín, þú þarft nú að standa fyrir þessari afstöðu þinni seinna á landsfundi og mundu að það koma prófkjör“. Í Viðreisn sé ég tækifæri til að gera hlutina öðruvísi með því að hlusta á frjálslyndið. Halda mig fjarri þeim sem vilja banka í öxlina á manni.“ Stjórnmál fyrir sumum eru trúarbrögð. Þorgerður hafði starfað lengi innan Sjálfstæðisflokksins, var trúað fyrir mikilvægum störfum þar og margir urðu sárir þegar hún hætti. Voru persónuleg særindi? „Ég horfi á pólitíkina þannig að pólitíkin er eitt og við eigum að hafa það hugfast að henni lýkur á einhverjum tíma. Þá verður þú að geta talað við fólk og horft í augun á því. Ég treysti mér til að gera það eftir pólitíkina. En, það var ákveðinn hópur sem fannst gott að ég skyldi fara því þá var hann kominn með meira skotleyfi. En það eru ákveðnir hópar og einstaklingar sem mér þykir mjög vænt um og eru enn í flokknum. Mér finnst það gott því það er mikilvægt að hafa gott fólk sem hægt er að tala við í öllum flokkum. Sumir eru sárir, aðrir skilja mig vel. Mér hefur persónulega alltaf þótt mikilvægt að fólk standi með sjálfu sér. Nú er hafinn nýr kafli og þeir sem eru vinir mínir skilja það og samgleðjast mér enda er ég frjáls til að haga minni pólitík eftir mínu höfði. Höfum hugfast að það á enginn neitt í pólitík, það getur enginn átt einhverja aðra. Maður lærir af reynslunni og það er mesta öryggið mitt í dag, sára reynslan, góða reynslan; að taka það allt áfram því þannig verður maður hugrakkari.“Skiljanleg reiði Eiginmaður Þorgerðar starfaði sem framkvæmdastjóri í Kaupþingi fyrir hrun. Þau hjónin komu bæði fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Almenningur var reiður eftir hrunið, fannst brotið á sér. Hópur fólks mótmælti fyrir utan heimili Þorgerðar. Hún lýsir þeim tíma sem erfiðum. „Ég skil reiðina. Ég skil að fólk hafi verið reitt út í okkur líka. Ég hef sagt að þetta sé tímabil sem mikilvægt er að læra af. Þjóðin þurfti að fara í gegnum uppgjör. Rannsóknarskýrslan var hluti af því. Auðvitað fór maður sjálfur í persónulegt uppgjör. Ég hef skilið þennan kafla í mínu lífi eftir í fortíðinni. Ég hef reynt að líta á þessa reynslu sem þroskandi fyrir okkur öll. En þegar ég lít til baka á þennan tíma stingur hvað það voru fáir í flokknum sem stóðu við bakið á mér. Það voru ákveðnar vinkonur mínar sem höfðu samband og knúsuðu mig, en enginn úr forystu flokksins,“ lýsir Þorgerður. Hún segist þakklát Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, fyrrverandi borgarstjóra, sem steig fram á dögunum og lýsti því hversu mikil áhrif það hafði á hana og hennar fjölskyldu þegar mótmælt var fyrir utan heimili hennar. „Mér finnst hún hugrökk að fara fram og ég virði hana. Enn finnst mér leitt að sjá að sumir þeirra sem stóðu fyrir utan heimili okkar hafi ekki séð að sér. Að það séu enn til einstaklingar, aðallega karlar, sem finnst í lagi að mótmæla fyrir framan heimili fólks. Það er þetta varnarleysi sem foreldri stendur frammi fyrir, að þú getir ekki varið börnin þín eða heimili,“ segir Þorgerður en undirstrikar réttinn til að mótmæla. Hann sé mikilvægur hverju lýðræðisríki. „En mótmælið niðri á þingi, í ráðuneytum, en ekki við heimili fólks.“Erfiðast gagnvart dótturinni Í fyrsta sinn sem mótmælt var fyrir utan hjá henni segist hún hafa fengið veður af því með stuttum fyrirvara. „Við eigum tvo drengi sem voru að koma heim úr Krikanum í sínum æskublóma. Við rétt gátum forðað því að þeir gengju inn í hóp af mjög æstu fólki. Svo er það ekki síður það, sem situr mest í mér, að vera með fatlað barn, sem þarf ákveðinn undirbúning, öryggi og skipulag og á erfitt með að upplifa eitthvað skyndilegt. Við náðum ekki að undirbúa hana og hún sturlaðist. Á meðan beið fólkið fyrir utan og ég man, að einn tiltekinn einstaklingur kom á dyrnar og afhenti manninum mínum eitthvað. Hann hélt á stelpunni okkar. Þá vildi einhver meina að við værum að nota fatlaða dóttur okkar sem skjól. Þarna hafði hún verið frávita inni stuttu áður. Þá fannst mér samfélagið vera komið á ofboðslega lágt plan. Þarna stóðu tilteknir einstaklingar og töldu sig vera einhverja málsvara alþýðunnar eða réttlætisins. Það var síður en svo,“ lýsir Þorgerður og segir mikilvægt að eftirleikur hrunsins sé líka gerður upp. Hvernig samfélagið brást við og hvernig við ætlum að læra af reynslunni. „Við þurfum að hafa kraft og þor til að detta ekki í popúlisma, heldur standa vörð um grunnreglur réttarríkisins.“Djöfullegt að vera langrækinn „Þegar fólk mótmælir svona fyrir framan heimili manns þá er svo miklu meira sem hangir á spýtunni heldur en bara það að kasta ókvæðisorðum að stjórnmálamönnum sem þeim mislíkar við. En þetta er reynsla. Þetta tekur maður með sér og reynir að hugsa þegar maður mætir þessu fólki í dag, sem pabbi minn minnti mig alltaf á: Það er mannlegt að reiðast en djöfullegt að vera langrækinn,“ útskýrir Þorgerður og heldur áfram. „Þetta er ein af allra sárustu stundunum í mínu pólitíska lífi. Þó hafði maður upplifað eitt og annað, pólitísk átök þar sem var farið fyrir neðan belti. Og líka að finna það að flokkurinn hélt ekki utan um mann.“ Hvað stóð þetta yfir lengi? „Þetta voru nokkur skipti. Aðallega tvö sem voru afar erfið. Það var verið að eggja húsið, við vorum að reyna að fara út áður en börnin og nágrannar vöknuðu, til að hreinsa. Passa upp á allt fyrir börnin. Það var alltaf það sem maður var að gera, passa að daglegt líf barnanna breyttist ekki. Börn stjórnmálamanna vita að það er ekki alltaf skemmtilegt, en það eru mörk. Samfélagið hlýtur sjálft að setja sér mörk. Varnarleysið var óþolandi. Mér fannst ég ekki geta lagt faðminn utan um börnin á þessum tíma.“#metoo snerti Þorgerði Hún ræðir meira um þá virðingu sem hún ber fyrir konum á borð við Steinunni Valdísi. „Ég dáist að öllum #metoo-sögunum. Ég er að átta mig á því að við erum mjög margar sem eigum svona sögur. Ég setti mínar sögur í skúffuna – og hún er eiginlega enn þá læst. En það eru þarna menn sem ég vil ekki fá aftur upp í hugann. Við eigum allar sögur, þó þær séu af mismunandi stærðargráðum. Allt frá því hvernig talað er á fundum yfir í kynferðislega áreitni, mikla áreitni. Ég mun fara yfir þetta með sjálfri mér einhvern daginn. Ég þarf að gera upp ákveðin mál. Þess vegna dáist ég svo að þessum stelpum og konum sem hafa stigið fram og sagt frá sinni reynslu. Þær eru þerapían mín.“ Gerir ekki sömu mistök tvisvar Líkt og áður var nefnt komu nöfn Þorgerðar og eiginmannsins fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Nú er von á nýrri skýrslu, frá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Hún verður birt í fyrsta lagi í apríl, en bútar hafa ratað fyrir augu útvaldra. Það vakti athygli þegar Hannes birti í janúar á bloggsíðu sinni greinina „Andmælti Davíð en trúði honum samt“ sem fjallar um viðbrögð Þorgerðar við viðvörunum Davíðs Oddssonar, sem þá var seðlabankastjóri, um bankahrunið. Hannes sagði þar að Þorgerður og maður hennar hefðu haft fjárhagslegan ávinning af viðvörunum seðlabankastjórans, þó að Þorgerður hefði sagst ekki trúa þeim á sínum tíma. Er eitthvað til í þessu? Þorgerður segist ekki hafa lesið skýrsluna og eiga erfitt með að svara óljósum ásökunum. „Ég hef talað opinskátt um mín mál og eiginmanns míns. Ég hef viðurkennt mistök og lært af þeim. Ég vona það líka að þegar maður hefur stigið til hliðar frá pólitík að maður eigi endurkomu auðið. Það er búið að velta við hverjum steini í máli mannsins míns í sjö eða átta ár. Hann var sýknaður af öllum kröfum. Það eina sem ég get sagt um þessa skýrslu er að ég vona að þetta sé ekki bara enn eitt Reykjavíkurbréfið, nema að nú sé það á ensku. Auðvitað eru ákveðnir einstaklingar og öfl í pólitíkinni sem munu gera allt til að endurnýta og -nota málin. Ég veit að þau munu gera allt til þess að gera líf mitt óbærilegt í pólitík, en þá erum við komin aftur þangað, að við verðum að þora. Ég er fyrir vikið miklu óhræddari, miklu frjálsari til að gagnrýna það sem verður að gera betur,“ segir hún. „Ég er á því að við eigum að skoða og læra af þessu öllu saman. Það voru svo margir hlutir sem voru ekki í lagi, bæði í stjórnmálum og í atvinnulífinu. Þess vegna reyni ég að berja mig áfram á hverjum einasta degi, rýna í fortíðina, læra af henni, svo ég geti orðið betri stjórnmálamaður og barist fyrir því sem ég trúi á. Ég vil umbætur svo við fáum fólkið okkar heim eftir nám í útlöndum, svo við getum tekið utan um fatlaða, búið til öflugt menntakerfi, og þar fram eftir götunum. Þannig að fólkinu okkar líði vel. Það er búið að fara í gegnum allt, allar spurningar, öllu var velt við; hverja einustu kjaftasögu, hvert einasta plagg. Þess vegna tók þetta allan þennan tíma. Og þá spyr maður: Hvenær má maður halda áfram með lífið? Hvenær er nóg nóg?“ Þorgerði líður vel í dag og segist þakklát fyrir tækifærið til að nýta reynslu sína og gera betur. „Það er gaman að mæta í þingið, hitta fólkið mitt í Viðreisn og taka þátt í pólitík á nýjan leik. Því hvað sem hver segir þá er hún fjandi skemmtileg.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira