Körfubolti

Körfuboltakvöld: Framlenging

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Skytturnar Teitur Örlygsson og Kristinn Friðriksson voru gestir Kjartans Atla í Körfuboltakvöldi í gær.

Farið var yfir ýmislegt eins og vanalega í framlengingunni en meðal annars var rætt um andleysi Njarðvíkur, hvað Höttur þarf að gera til að festa sig í sessi í efstu deild og stöðuna á Stjörnunni.

Þá er farið að styttast í úrslitakeppnina og ræddu Teitur og Kristinn hvort eitthvað óvænt væri að fara að gerast í 8-liða úrslitunum. 

,,Ég sé það ekki í fljótu bragði. Grindavík gæti mögulega sprungið út. Ef að ÍR væri á móti einhverjum öðrum en Stjörnunni þá gæti ég séð það vera erfitt fyrir ÍR," segir Kristinn en Teitur var ekki alveg sammála.

,,Ég held að það geti hellingur gerst í þessu. Við erum búnir að sjá svo mikið af brjáluðum úrslitum. Þetta er mjög jafnt," segir Teitur.



Framlengingin í heild sinni er í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×