Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2018 21:41 Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR er ósáttur við vinnubrögð KKÍ. Vísir/Anton „Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér. Ég er maður sem tel mig vera heiðarlegan í mínu starfi og hef unnið mikið og gott starf, að mínu mati, fyrir KKÍ og að það sé verið að ýja að því að ég sé að nýta mér einhverja hluti á kostnað landsliðsins til að hjálpa KR er eitthvað sem ég vísa til föðurhúsanna,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR í viðtali við Vísi eftir tapleikinn gegn Haukum í kvöld þegar hann var spurður út í umræðuna í Dominos-körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið um val á æfingahópi landsliðsins. Umræðan í þættinum á föstudag snerist meðal annars um það að fimm leikmenn Hauka þyrftu að mæta á æfingar með landsliðinu um helgina þegar stórleikur við KR væri framundan á meðan enginn leikmaður KR væri í sömu stöðu. Finnur Freyr er einmitt aðstoðarþjálfari landsliðsins. „Mér finnst það ábyrgðarleysi af fjölmiðlamönnum að tala svona um hlutina án þess að hafa neitt fyrir sér. Staðreyndin er sú að það er mótanefnd KKÍ og mótastjóri sem bera ábyrgð á þessu dæmi. Þessir leikir hjá kvennalandsliðinu (sem Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka þjálfar, innskot blaðamanns) eru búnir að vera á dagskrá síðan síðasta sumar. Þessi leikur er færður þann 6.febrúar þegar ótrúleg atburðaráð fer af stað,“ bætti Finnur Freyr við. Ívar gerði samkomulag við KKÍFinnur ásamt Craig Pedersen landsliðsþjálfaravísir/antonFinnur heldur ræðu sinni áfram og gagnrýnir mótanefnd KKÍ harkalega. „Leik Hauka og Hattar er frestað sunnudaginn 4.febrúar og af því að þeim leik er frestað frá sunnudegi yfir á fimmtudag þá er okkar leik, KR-Haukar, frestað frá 12. til 18.febrúar. Þegar maður hugsar þetta eru engin sjáanleg rök um hvernig þessir leikir tengjast. Svörin sem við fengum frá mótastjóra KKÍ var að Ívar Ásgrímsson hefði gert samkomulag við KKÍ um að hann myndi bara missa af einum leik útaf verkefni hjá kvennalandsliðinu.“ „Landsliðshelgin var ákveðin í nóvember og KKÍ vissi af því. KKÍ sjálft ákveður að færa þennan leik yfir á landsliðshelgi. Það er talað um af hverju hópurinn sé svona stór en hópurinn var stækkaður því leikmenn Hauka eru að spila leikinn í kvöld. Hópurinn er valinn fyrir nokkrum vikum áður en Matthías (Orri Sigurðarson) og Sigtryggur (Arnar Björnsson) meiðast," bætir Finnur við og er mikið niðri fyrir. Hann kemur síðan aftur að umræðunni í Dominos-körfuboltakvöldi og viðurkennir að hún hafi legið þungt á sér. „Þessi umræða er algjört bíó og mér sárnaði mjög mikið að menn skuli tala svona frjálslega og ýja að því að eitthvað óheiðarlegt sé í gangi í staðinn fyrir að taka upp símtólið, senda mér skilaboð eða heyra í KKÍ. Þetta er búið að liggja þungt á mér og sömuleiðis að menn skuli ekki stíga fram og leiðrétta þennan misskilning.“ KKÍ gerir landsliðinu erfitt fyrirÍvar Ásgrímsson þjálfari Haukavísir/anton„Að forsvarsmenn KKÍ skuli ekki sýna sóma sinn að taka ábyrgð á þessu fíaskói sem hefur verið í kringum þennan leik. Ég er án leikmanns hjá mér, við erum að setja Jón Arnór, Pavel og Kristófer, sem hafa verið lykilmenn í landsliðinu, í þá stöðu að spila á sunnudegi og föstudegi og svo eru leikir hjá landsliðinu á föstudegi og sunnudegi og svo aftur á föstudegi og sunnudegi í deild. Þetta hraðmótakerfi mótastjóra KKÍ er skrýtið og ég held að KKÍ sé að gera sjálfu sér og landsliðinu erfitt fyrir með þessum farsa sem er búinn að vera í gangi undanfarnar vikur.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sjá meira
„Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér. Ég er maður sem tel mig vera heiðarlegan í mínu starfi og hef unnið mikið og gott starf, að mínu mati, fyrir KKÍ og að það sé verið að ýja að því að ég sé að nýta mér einhverja hluti á kostnað landsliðsins til að hjálpa KR er eitthvað sem ég vísa til föðurhúsanna,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR í viðtali við Vísi eftir tapleikinn gegn Haukum í kvöld þegar hann var spurður út í umræðuna í Dominos-körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið um val á æfingahópi landsliðsins. Umræðan í þættinum á föstudag snerist meðal annars um það að fimm leikmenn Hauka þyrftu að mæta á æfingar með landsliðinu um helgina þegar stórleikur við KR væri framundan á meðan enginn leikmaður KR væri í sömu stöðu. Finnur Freyr er einmitt aðstoðarþjálfari landsliðsins. „Mér finnst það ábyrgðarleysi af fjölmiðlamönnum að tala svona um hlutina án þess að hafa neitt fyrir sér. Staðreyndin er sú að það er mótanefnd KKÍ og mótastjóri sem bera ábyrgð á þessu dæmi. Þessir leikir hjá kvennalandsliðinu (sem Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka þjálfar, innskot blaðamanns) eru búnir að vera á dagskrá síðan síðasta sumar. Þessi leikur er færður þann 6.febrúar þegar ótrúleg atburðaráð fer af stað,“ bætti Finnur Freyr við. Ívar gerði samkomulag við KKÍFinnur ásamt Craig Pedersen landsliðsþjálfaravísir/antonFinnur heldur ræðu sinni áfram og gagnrýnir mótanefnd KKÍ harkalega. „Leik Hauka og Hattar er frestað sunnudaginn 4.febrúar og af því að þeim leik er frestað frá sunnudegi yfir á fimmtudag þá er okkar leik, KR-Haukar, frestað frá 12. til 18.febrúar. Þegar maður hugsar þetta eru engin sjáanleg rök um hvernig þessir leikir tengjast. Svörin sem við fengum frá mótastjóra KKÍ var að Ívar Ásgrímsson hefði gert samkomulag við KKÍ um að hann myndi bara missa af einum leik útaf verkefni hjá kvennalandsliðinu.“ „Landsliðshelgin var ákveðin í nóvember og KKÍ vissi af því. KKÍ sjálft ákveður að færa þennan leik yfir á landsliðshelgi. Það er talað um af hverju hópurinn sé svona stór en hópurinn var stækkaður því leikmenn Hauka eru að spila leikinn í kvöld. Hópurinn er valinn fyrir nokkrum vikum áður en Matthías (Orri Sigurðarson) og Sigtryggur (Arnar Björnsson) meiðast," bætir Finnur við og er mikið niðri fyrir. Hann kemur síðan aftur að umræðunni í Dominos-körfuboltakvöldi og viðurkennir að hún hafi legið þungt á sér. „Þessi umræða er algjört bíó og mér sárnaði mjög mikið að menn skuli tala svona frjálslega og ýja að því að eitthvað óheiðarlegt sé í gangi í staðinn fyrir að taka upp símtólið, senda mér skilaboð eða heyra í KKÍ. Þetta er búið að liggja þungt á mér og sömuleiðis að menn skuli ekki stíga fram og leiðrétta þennan misskilning.“ KKÍ gerir landsliðinu erfitt fyrirÍvar Ásgrímsson þjálfari Haukavísir/anton„Að forsvarsmenn KKÍ skuli ekki sýna sóma sinn að taka ábyrgð á þessu fíaskói sem hefur verið í kringum þennan leik. Ég er án leikmanns hjá mér, við erum að setja Jón Arnór, Pavel og Kristófer, sem hafa verið lykilmenn í landsliðinu, í þá stöðu að spila á sunnudegi og föstudegi og svo eru leikir hjá landsliðinu á föstudegi og sunnudegi og svo aftur á föstudegi og sunnudegi í deild. Þetta hraðmótakerfi mótastjóra KKÍ er skrýtið og ég held að KKÍ sé að gera sjálfu sér og landsliðinu erfitt fyrir með þessum farsa sem er búinn að vera í gangi undanfarnar vikur.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45
Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02
Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti