Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Höttur 90-70 | Öruggur sigur Grindavíkur gegn Hetti Smári Jökull Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 22:00 Dagur Kár Jónsson. Vísir/Anton Grindavík vann öruggan sigur á Hetti í 16.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust mest 10 stigum yfir í fyrsta leikhluta. Eftir það tóku Grindvíkingar yfir. Þeir unnu annan leikhluta 34-12 og litu ekki um öxl eftir það. Grindvíkingar fengu gott framlag af bekknum og það mesta frá Ingva Þór Guðmundssyni sem skoraði 22 stig í fyrri hálfleik og klikkaði aðeins á tveimur skotum. Seinni hálfleikur varð síðan aldrei spennandi. Hattarmenn náðu forskotinu mest niður í 12 stig en sigur heimamanna var aldrei í hættu. Bæði lið gáfu yngri leikmönnum mínútur undir lokin og lokatölur urðu 90-70 heimamönnum í vil.Af hverju vann Grindavík?Þeir eru einfaldlega með betra lið en Höttur og þegar heimamenn settu vélina í gang áttu Hattarmenn engin svör. Gestirnir eiga hrós skilið fyrir fyrsta leikhlutann og augljóst að þeir fengu sjálfstraust við það að vinna sinn fyrsta sigur í vetur í síðustu umferð. Grindvíkingar spiluðu af hörku og það eru ekki margir sem vinna Grindvíkinga í líkamlegum burðum leikmanna. Þeir eru lið sem fáir vilja mæta í úrslitakeppninni og verður forvitnilegt að sjá hvernig Grindavík kemur út úr þeim leikjum sem framundan eru.Þessir stóðu upp úr:Ingvi Þór Guðmundsson átti frábæra innkomu af bekknum í fyrri hálfleik og skoraði þá 22 stig. Hann setti niður nánast hvert einasta skot og spilað þar að auki fínan varnarleik. Ómar Örn Sævarsson kom sömuleiðis sterkur inn og endaði með 4 stig og 7 fráköst á 8 mínútum. J´Nathan Bullock skoraði 18 stig og er sífellt að komast betur inn í leik Grindvíkinga. Hjá Hetti var Kelvin Lewis atkvæðamestur með 27 stig og þar af 5 þriggja stiga körfur. Mirko Virijevic var góður í fyrri hálfleik en það fjaraði undan hans leik þegar á leið.Hvað gekk illa?Grindvíkingar byrjuðu leikinn hörmulega og fengu á sig 27 stig í fyrsta leikhluta. Það var eins og þeir héldu að sigurinn kæmi af sjálfu sér en góð innkoma manna af bekknum kveikti í liðinu. Hattarmenn áttu fá svör þegar Grindvíkingar stigu á bensíngjöfina og voru óskynsamir í sínum aðgerðum þegar Grindavík keyrði á þá í öðrum leikhluta.Hvað gerist næst?Grindavík fer næst í Vesturbæinn og mætir KR. Þeir eiga ekki góðar minningar frá síðustu ferð sinni þangað þegar þeir töpuðu úrslitaleik Íslandsmótsins stórt síðastliðið vor. Næstu leikir þar á eftir eru gegn Njarðvík, Stjörnunni og ÍR og ljóst að Grindvíkingar þurfa að eiga toppleiki gegn þessum liðum. Höttur fær Hauka í heimsókn í næstu umferð en Hattarmenn eru svo gott sem fallnir þó svo að miði sé vitaskuld möguleiki. Jóhann Þór: Þriðja eða fjórða hraðmótið framundanJóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindavíkur.vísir/ernir„Við náðum að herða vörnina. Þetta var vanvirðing þessar fyrstu tíu mínútur. Við fengum flott framlag frá bekknum, strákar sem komu inn og sneru þessu við. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir þægilegan sigur á botnliði Hattar í Dominos-deildinni í kvöld. Höttur leiddi með sex stigum eftir fyrsta leikhlutann og hóf leikinn af miklum krafti. Síðan tóku heimamenn yfir og Jóhann sagði að þeir hefðu einfaldlega lagt meira á sig. „Það var kraftur í okkur og við vorum að leggja á okkur. Þetta var ekkert alltaf upp á 10 en við töluðum um það fyrir leik að við yrðum að leggja á okkur og þá uppskerum við. Það kom þessar síðustu 30 mínútur.“ Grindvíkingar fengu flott framlag af bekknum í kvöld og meðal annars átti Ingvi Þór Guðmundsson frábæra innkomu og skoraði 22 stig í fyrri hálfleik. „Hann stóð sig mjög vel og kom þessu í gang sóknarlega ásamt öðrum sem komu inn af bekknum. Hann var flottur í vörn líka og eins og ég sagði þá voru þeir sem komu inn af bekknum góðir og Ingvi mjög flottur í kvöld,“ bætti Jóhann við. Framundan eru stórleikir hjá Grindvíkingum sem eiga leiki gegn KR, Njarðvík, Stjörnunni og ÍR í næstu fjórum umferðum. Jóhann sér möguleika á því að lyfta sér upp í eitt af fjórum efstu sætunum sem gefur heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Ef við setjum upp frammistöðu sem við erum sáttir við þá getum við keppt við hvern sem er. Við erum að fara í Vesturbæinn næst og það er alltaf gaman að fara þangað. Þriðja eða fjórða hraðmót mótanefndar er framundan núna og þetta verða hörkuleikir. Við hlökkum til,“ sagði Jóhann að lokum. Viðar: Vertu ekki með svona leiðinlegar spurningarViðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.Vísir/EyþórViðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar sagði að hann gæti tekið sitthvað jákvætt úr leiknum gegn Grindavík í kvöld en bætti við að getumunurinn á liðunum hefði komið í ljós. „Grindvíkingar gáfu aðeins í um leið og við slökuðum á og vorum svolítið „soft“. Þegar leið á og þeir fóru að stjórna hraðanum þá kom getumunurinn í ljós, þeir eru bara betri en við í augnablikinu. Það líða eflust einhver ár þangað til við náum þeim. Þeir voru betri og þetta er getumunurinn á liðunum,“ sagði Viðar í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Hattarmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu meðal annars 14 stig í röð í fyrsta leikhluta og voru með forystu að honum loknum. „Við byrjuðum þetta vel og hreyfðum boltann vel sóknarlega. Síðan töpum við of mikið af boltum og Grindavík refsar fyrir það. Það voru jákvæðir sprettir í þessu. Við vorum að setja inn unga stráka sem hafa varla spilað mínútu í efstu deild áður.“ „Við þurfum að horfa fram á veginn og það er alltaf hægt að taka eitthvað jákvætt en það er líka hægt að vinna í þessu sem miður fer og við höldum áfram á þeirri vegferð,“ bætti Viðar við og var síðan ekkert sérlega ánægður með næstu spurningu blaðamanns. „Vertu ekki með svona leiðinlegar spurningar, komdu með eitthvað jákvætt. Það vita allir að við erum alveg að falla,“ sagði Viðar þegar blaðamaður byrjaði að tala um að liðið væri ekki fallið og ætti enn möguleika á að halda sæti sínu. „Við höldum áfram að berjast. Komdu með eitthvað jákvætt, einhverja góða spurningu,“ bætti Viðar við. Ætlar þú ekki að fara að setja einhver fleiri stig og taka mínútur? „Það getur vel verið ef þess þarf. Ég hefði ekki bætt neinu við þetta í dag held ég. Það komu ungir leikmenn inn sem gerðu þokkalega. Við vorum of mikið upp og niður, það voru jákvæðir kaflar.“ „Við höldum áfram í því að bæta okkur í körfubolta. Við erum að spila við betri lið oft á tíðum og þurfum að hitta á toppdaga og vona að þau hitti á slaka. Það gekk ekki í dag og Grindavík stjórnaði leiknum eftir fyrsta leikhluta og landaði þessu örugglega,“ sagði Viðar Hafsteinsson, þjálfari Hattar, að lokum. Bullock: Ég elska að vera hérnaBullock í leik með Grindavík.Mynd/StefánJ´Nathan Bullock gekk til liðs við Grindavík um áramótin og er sífellt að komast betur inn í leik liðsins. „Við gerðum frekar vel, við þurfum að herða okkur aðeins í vörninni. Þeir komu okkur á óvart en við erum að ná betur saman sem hópur og tökum einn dag fyrir í einu,“ sagði Bullock í samtali við Vísi eftir sigurinn í kvöld en Hattarmenn byrjuðu mun betur og leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhlutann. „Markmiðið okkar eftir fyrsta leikhlutann var að setja meiri kraft í okkar leik, við leyfðum þeim að ýta okkur frá í upphafi. Þeir mættu tilbúnir til leiks en okkur skorti kraft. Bekkurinn gaf okkur aukakraft sem við þurftum til að komast í gang.“ Bullock segist afar ánægður í Grindavík en hann hefur leikið áður með liðinu eins og flestir vita og fagnaði þá Íslandsmeistaratitli. „Strákarnir eru að taka mér vel, þeir elska mig allir og ég elska að vera hérna. Það er gaman að vera kominn aftur. Deildin er öðruvísi en þar sem ég var að spila síðast, þar voru tveir Kanar og öðruvísi áskörun. Þetta er frábært og spennandi.“ Framundan eru stórleikir hjá Grindvíkingum sem koma til með að skera úr um hvort liðið nær að sækja á liðin sem eru fyrir ofan þá í deildinni. „Við eigum leiki gegn stóru liðunum framundan. Sjáum hvernig okkur gengur gegn toppliðunum og svo tökum við stöðuna eftir það,“ sagði hinn geðþekki Bullock að lokum. Hreinn: Erfitt að lenda í líkamlegum leik gegn GrindavíkÚr leik Hattar frá því fyrr í vetur.Vísir/EyþórHreinn Gunnar Birgisson sagði Hött eiga lítinn séns gegn Grindavík þegar leikurinn þróast líkt og hann gerði í kvöld. Hreinn skoraði 5 stig og tók 6 fráköst í 90-70 tapi gegn Suðurnesjaliðinu. „Góður fyrsti leikhluti hjá okkur en það er erfitt að lenda í líkamlegum leik gegn Grindavík og við verðum þreyttir á að berjast við þá. Það var leyft mikið í dag og dæmt lítið báðu megin en við eigum ekki möguleika gegn þeim í svona leik,“ sagði Hreinn í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Eftir fyrsta leikhlutann stigu heimamenn á bensíngjöfina og eftir það var ekki spurning hvernig leikurinn færi. „Þeir komu meira tilbúnir í annan leikhluta og ákveðnari. Þeir fóru að hitta úr stórum skotum og þá lá þetta niður á við hjá okkur.“ Höttur vann sinn fyrsta sigur í deildinni í síðustu umferð og Hreinn viðurkenndi að það hefði lyft móralnum upp að ná í fyrstu tvö stigin í vetur. „Það var mjög gott fyrir andlegu hliðina að ná í þennan fyrsta sigur í deildinni. Vonandi náum við að stela, já eða vinna fleiri leiki það sem eftir er. Það er okkar markmið og að verða betri.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jóhann Þór: Þriðja eða fjórða hraðmótið framundan "Við náðum að herða vörnina. Þetta var vanvirðing þessar fyrstu tíu mínútur. Við fengum flott framlag frá bekknum, strákar sem komu inn og sneru þessu við. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir þægilegan sigur á botnliði Hattar í Dominos-deildinni í kvöld. 1. febrúar 2018 20:57
Grindavík vann öruggan sigur á Hetti í 16.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust mest 10 stigum yfir í fyrsta leikhluta. Eftir það tóku Grindvíkingar yfir. Þeir unnu annan leikhluta 34-12 og litu ekki um öxl eftir það. Grindvíkingar fengu gott framlag af bekknum og það mesta frá Ingva Þór Guðmundssyni sem skoraði 22 stig í fyrri hálfleik og klikkaði aðeins á tveimur skotum. Seinni hálfleikur varð síðan aldrei spennandi. Hattarmenn náðu forskotinu mest niður í 12 stig en sigur heimamanna var aldrei í hættu. Bæði lið gáfu yngri leikmönnum mínútur undir lokin og lokatölur urðu 90-70 heimamönnum í vil.Af hverju vann Grindavík?Þeir eru einfaldlega með betra lið en Höttur og þegar heimamenn settu vélina í gang áttu Hattarmenn engin svör. Gestirnir eiga hrós skilið fyrir fyrsta leikhlutann og augljóst að þeir fengu sjálfstraust við það að vinna sinn fyrsta sigur í vetur í síðustu umferð. Grindvíkingar spiluðu af hörku og það eru ekki margir sem vinna Grindvíkinga í líkamlegum burðum leikmanna. Þeir eru lið sem fáir vilja mæta í úrslitakeppninni og verður forvitnilegt að sjá hvernig Grindavík kemur út úr þeim leikjum sem framundan eru.Þessir stóðu upp úr:Ingvi Þór Guðmundsson átti frábæra innkomu af bekknum í fyrri hálfleik og skoraði þá 22 stig. Hann setti niður nánast hvert einasta skot og spilað þar að auki fínan varnarleik. Ómar Örn Sævarsson kom sömuleiðis sterkur inn og endaði með 4 stig og 7 fráköst á 8 mínútum. J´Nathan Bullock skoraði 18 stig og er sífellt að komast betur inn í leik Grindvíkinga. Hjá Hetti var Kelvin Lewis atkvæðamestur með 27 stig og þar af 5 þriggja stiga körfur. Mirko Virijevic var góður í fyrri hálfleik en það fjaraði undan hans leik þegar á leið.Hvað gekk illa?Grindvíkingar byrjuðu leikinn hörmulega og fengu á sig 27 stig í fyrsta leikhluta. Það var eins og þeir héldu að sigurinn kæmi af sjálfu sér en góð innkoma manna af bekknum kveikti í liðinu. Hattarmenn áttu fá svör þegar Grindvíkingar stigu á bensíngjöfina og voru óskynsamir í sínum aðgerðum þegar Grindavík keyrði á þá í öðrum leikhluta.Hvað gerist næst?Grindavík fer næst í Vesturbæinn og mætir KR. Þeir eiga ekki góðar minningar frá síðustu ferð sinni þangað þegar þeir töpuðu úrslitaleik Íslandsmótsins stórt síðastliðið vor. Næstu leikir þar á eftir eru gegn Njarðvík, Stjörnunni og ÍR og ljóst að Grindvíkingar þurfa að eiga toppleiki gegn þessum liðum. Höttur fær Hauka í heimsókn í næstu umferð en Hattarmenn eru svo gott sem fallnir þó svo að miði sé vitaskuld möguleiki. Jóhann Þór: Þriðja eða fjórða hraðmótið framundanJóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindavíkur.vísir/ernir„Við náðum að herða vörnina. Þetta var vanvirðing þessar fyrstu tíu mínútur. Við fengum flott framlag frá bekknum, strákar sem komu inn og sneru þessu við. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir þægilegan sigur á botnliði Hattar í Dominos-deildinni í kvöld. Höttur leiddi með sex stigum eftir fyrsta leikhlutann og hóf leikinn af miklum krafti. Síðan tóku heimamenn yfir og Jóhann sagði að þeir hefðu einfaldlega lagt meira á sig. „Það var kraftur í okkur og við vorum að leggja á okkur. Þetta var ekkert alltaf upp á 10 en við töluðum um það fyrir leik að við yrðum að leggja á okkur og þá uppskerum við. Það kom þessar síðustu 30 mínútur.“ Grindvíkingar fengu flott framlag af bekknum í kvöld og meðal annars átti Ingvi Þór Guðmundsson frábæra innkomu og skoraði 22 stig í fyrri hálfleik. „Hann stóð sig mjög vel og kom þessu í gang sóknarlega ásamt öðrum sem komu inn af bekknum. Hann var flottur í vörn líka og eins og ég sagði þá voru þeir sem komu inn af bekknum góðir og Ingvi mjög flottur í kvöld,“ bætti Jóhann við. Framundan eru stórleikir hjá Grindvíkingum sem eiga leiki gegn KR, Njarðvík, Stjörnunni og ÍR í næstu fjórum umferðum. Jóhann sér möguleika á því að lyfta sér upp í eitt af fjórum efstu sætunum sem gefur heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Ef við setjum upp frammistöðu sem við erum sáttir við þá getum við keppt við hvern sem er. Við erum að fara í Vesturbæinn næst og það er alltaf gaman að fara þangað. Þriðja eða fjórða hraðmót mótanefndar er framundan núna og þetta verða hörkuleikir. Við hlökkum til,“ sagði Jóhann að lokum. Viðar: Vertu ekki með svona leiðinlegar spurningarViðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.Vísir/EyþórViðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar sagði að hann gæti tekið sitthvað jákvætt úr leiknum gegn Grindavík í kvöld en bætti við að getumunurinn á liðunum hefði komið í ljós. „Grindvíkingar gáfu aðeins í um leið og við slökuðum á og vorum svolítið „soft“. Þegar leið á og þeir fóru að stjórna hraðanum þá kom getumunurinn í ljós, þeir eru bara betri en við í augnablikinu. Það líða eflust einhver ár þangað til við náum þeim. Þeir voru betri og þetta er getumunurinn á liðunum,“ sagði Viðar í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Hattarmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu meðal annars 14 stig í röð í fyrsta leikhluta og voru með forystu að honum loknum. „Við byrjuðum þetta vel og hreyfðum boltann vel sóknarlega. Síðan töpum við of mikið af boltum og Grindavík refsar fyrir það. Það voru jákvæðir sprettir í þessu. Við vorum að setja inn unga stráka sem hafa varla spilað mínútu í efstu deild áður.“ „Við þurfum að horfa fram á veginn og það er alltaf hægt að taka eitthvað jákvætt en það er líka hægt að vinna í þessu sem miður fer og við höldum áfram á þeirri vegferð,“ bætti Viðar við og var síðan ekkert sérlega ánægður með næstu spurningu blaðamanns. „Vertu ekki með svona leiðinlegar spurningar, komdu með eitthvað jákvætt. Það vita allir að við erum alveg að falla,“ sagði Viðar þegar blaðamaður byrjaði að tala um að liðið væri ekki fallið og ætti enn möguleika á að halda sæti sínu. „Við höldum áfram að berjast. Komdu með eitthvað jákvætt, einhverja góða spurningu,“ bætti Viðar við. Ætlar þú ekki að fara að setja einhver fleiri stig og taka mínútur? „Það getur vel verið ef þess þarf. Ég hefði ekki bætt neinu við þetta í dag held ég. Það komu ungir leikmenn inn sem gerðu þokkalega. Við vorum of mikið upp og niður, það voru jákvæðir kaflar.“ „Við höldum áfram í því að bæta okkur í körfubolta. Við erum að spila við betri lið oft á tíðum og þurfum að hitta á toppdaga og vona að þau hitti á slaka. Það gekk ekki í dag og Grindavík stjórnaði leiknum eftir fyrsta leikhluta og landaði þessu örugglega,“ sagði Viðar Hafsteinsson, þjálfari Hattar, að lokum. Bullock: Ég elska að vera hérnaBullock í leik með Grindavík.Mynd/StefánJ´Nathan Bullock gekk til liðs við Grindavík um áramótin og er sífellt að komast betur inn í leik liðsins. „Við gerðum frekar vel, við þurfum að herða okkur aðeins í vörninni. Þeir komu okkur á óvart en við erum að ná betur saman sem hópur og tökum einn dag fyrir í einu,“ sagði Bullock í samtali við Vísi eftir sigurinn í kvöld en Hattarmenn byrjuðu mun betur og leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhlutann. „Markmiðið okkar eftir fyrsta leikhlutann var að setja meiri kraft í okkar leik, við leyfðum þeim að ýta okkur frá í upphafi. Þeir mættu tilbúnir til leiks en okkur skorti kraft. Bekkurinn gaf okkur aukakraft sem við þurftum til að komast í gang.“ Bullock segist afar ánægður í Grindavík en hann hefur leikið áður með liðinu eins og flestir vita og fagnaði þá Íslandsmeistaratitli. „Strákarnir eru að taka mér vel, þeir elska mig allir og ég elska að vera hérna. Það er gaman að vera kominn aftur. Deildin er öðruvísi en þar sem ég var að spila síðast, þar voru tveir Kanar og öðruvísi áskörun. Þetta er frábært og spennandi.“ Framundan eru stórleikir hjá Grindvíkingum sem koma til með að skera úr um hvort liðið nær að sækja á liðin sem eru fyrir ofan þá í deildinni. „Við eigum leiki gegn stóru liðunum framundan. Sjáum hvernig okkur gengur gegn toppliðunum og svo tökum við stöðuna eftir það,“ sagði hinn geðþekki Bullock að lokum. Hreinn: Erfitt að lenda í líkamlegum leik gegn GrindavíkÚr leik Hattar frá því fyrr í vetur.Vísir/EyþórHreinn Gunnar Birgisson sagði Hött eiga lítinn séns gegn Grindavík þegar leikurinn þróast líkt og hann gerði í kvöld. Hreinn skoraði 5 stig og tók 6 fráköst í 90-70 tapi gegn Suðurnesjaliðinu. „Góður fyrsti leikhluti hjá okkur en það er erfitt að lenda í líkamlegum leik gegn Grindavík og við verðum þreyttir á að berjast við þá. Það var leyft mikið í dag og dæmt lítið báðu megin en við eigum ekki möguleika gegn þeim í svona leik,“ sagði Hreinn í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Eftir fyrsta leikhlutann stigu heimamenn á bensíngjöfina og eftir það var ekki spurning hvernig leikurinn færi. „Þeir komu meira tilbúnir í annan leikhluta og ákveðnari. Þeir fóru að hitta úr stórum skotum og þá lá þetta niður á við hjá okkur.“ Höttur vann sinn fyrsta sigur í deildinni í síðustu umferð og Hreinn viðurkenndi að það hefði lyft móralnum upp að ná í fyrstu tvö stigin í vetur. „Það var mjög gott fyrir andlegu hliðina að ná í þennan fyrsta sigur í deildinni. Vonandi náum við að stela, já eða vinna fleiri leiki það sem eftir er. Það er okkar markmið og að verða betri.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jóhann Þór: Þriðja eða fjórða hraðmótið framundan "Við náðum að herða vörnina. Þetta var vanvirðing þessar fyrstu tíu mínútur. Við fengum flott framlag frá bekknum, strákar sem komu inn og sneru þessu við. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir þægilegan sigur á botnliði Hattar í Dominos-deildinni í kvöld. 1. febrúar 2018 20:57
Jóhann Þór: Þriðja eða fjórða hraðmótið framundan "Við náðum að herða vörnina. Þetta var vanvirðing þessar fyrstu tíu mínútur. Við fengum flott framlag frá bekknum, strákar sem komu inn og sneru þessu við. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir þægilegan sigur á botnliði Hattar í Dominos-deildinni í kvöld. 1. febrúar 2018 20:57
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti