Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. febrúar 2018 20:00 Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. Hugmyndin gengur út á að færa Miklubraut í stokk allt frá Kringlumýrarbraut og að Snorrabraut. Samhliða því vonast borgaryfirvöld til að geta fjölgað íbúðum á svæðinu umtalsvert og yrði þar mun minni hljóð og svifryksmengun. Frumgreining bendir til þess að fýsilegt sé að setja meginstraum umferðar í slíkan stokk. „Í aðalskipulagi Reykjavíkur er sagt að þetta sé möguleiki að Miklabraut fari í stokk en hún er ekki fastur hluti af aðalskipulaginu. Ef það er vilji til þess að halda áfram með málið á þessum forsendum þá þarf í raun og veru að vinna miklu meira,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur.Svona sjá arkitektar fyrir sér að svæðið ofan Miklubrautar gæti litið út. Sjá má glitta í Hús verslunarinnar fyrir aftan.Mynd/TripólíNúverandi áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður yrði um 20 milljarðar, en Þorsteinn segir ljóst að um umfangsmikla framkvæmd yrði að ræða. „Við sjáum líka fyrir okkur að eitthvað af þeirri uppbyggingu sem kemur hér á móti, að hún gæti staðið undir einhverju af framkvæmdarkostnaðinum. Það hefur verið nefnt áður í tengslum við uppbyggingu á stokkum að sala byggingarréttar á landi sem fer í stokk, að hægt sé að nota þær tekjur á móti,“ segir Þorsteinn. Gert er ráð fyrir að borgarlínan svokallaða gæti gengið ofanjarðar ásamt öðrum vistvænum samgöngum, en umferð einkabíla yrði mestmegnis að neðan. Þorsteinn segir að þetta myndi leysa að miklu leyti þann hnút sem nú skapast gjarnan á svæðinu á háannatímum. Líklega er þó enn nokkuð langt í að hugmyndin verði að veruleika, ef svo verður yfir höfuð, en íbúar Hlíða fá tækifæri til að kynna sér málið á íbúafundi klukkan 8 í kvöld. „Nú er það bara svolítið kjörinna fulltrúa, ekki síst íbúa, að segja til um hvort þetta sé eitthvað sem við viljum vinna áfram eða ekki,“ segir Þorsteinn að lokum.Kynningarmyndband Reykjavíkurborgar á verkefninu má sjá hér fyrir neðan. Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. 17. janúar 2018 12:44 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. Hugmyndin gengur út á að færa Miklubraut í stokk allt frá Kringlumýrarbraut og að Snorrabraut. Samhliða því vonast borgaryfirvöld til að geta fjölgað íbúðum á svæðinu umtalsvert og yrði þar mun minni hljóð og svifryksmengun. Frumgreining bendir til þess að fýsilegt sé að setja meginstraum umferðar í slíkan stokk. „Í aðalskipulagi Reykjavíkur er sagt að þetta sé möguleiki að Miklabraut fari í stokk en hún er ekki fastur hluti af aðalskipulaginu. Ef það er vilji til þess að halda áfram með málið á þessum forsendum þá þarf í raun og veru að vinna miklu meira,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur.Svona sjá arkitektar fyrir sér að svæðið ofan Miklubrautar gæti litið út. Sjá má glitta í Hús verslunarinnar fyrir aftan.Mynd/TripólíNúverandi áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður yrði um 20 milljarðar, en Þorsteinn segir ljóst að um umfangsmikla framkvæmd yrði að ræða. „Við sjáum líka fyrir okkur að eitthvað af þeirri uppbyggingu sem kemur hér á móti, að hún gæti staðið undir einhverju af framkvæmdarkostnaðinum. Það hefur verið nefnt áður í tengslum við uppbyggingu á stokkum að sala byggingarréttar á landi sem fer í stokk, að hægt sé að nota þær tekjur á móti,“ segir Þorsteinn. Gert er ráð fyrir að borgarlínan svokallaða gæti gengið ofanjarðar ásamt öðrum vistvænum samgöngum, en umferð einkabíla yrði mestmegnis að neðan. Þorsteinn segir að þetta myndi leysa að miklu leyti þann hnút sem nú skapast gjarnan á svæðinu á háannatímum. Líklega er þó enn nokkuð langt í að hugmyndin verði að veruleika, ef svo verður yfir höfuð, en íbúar Hlíða fá tækifæri til að kynna sér málið á íbúafundi klukkan 8 í kvöld. „Nú er það bara svolítið kjörinna fulltrúa, ekki síst íbúa, að segja til um hvort þetta sé eitthvað sem við viljum vinna áfram eða ekki,“ segir Þorsteinn að lokum.Kynningarmyndband Reykjavíkurborgar á verkefninu má sjá hér fyrir neðan.
Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. 17. janúar 2018 12:44 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. 17. janúar 2018 12:44
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00