Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. febrúar 2018 19:15 Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi. Viðræður hafa átt sér milli fyrirtækisins og Landsnets um orkuöflunina en annar eigandi fyrirtækisins segir verkefnið skammt á veg komið. Eigendur Storm Orku þeir Magnús og Sigurður Jóhannessynir mættu til fundarins í gær og kynntu fyrirhuguð áform fyrirtækisins. En þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum með það í huga að virkja vindorkuna á svæðinu. Það var mikill áhugi hjá Dalamönnum um fyrirhugað vindorkuver að Hróðnýjarstöðum og var húsfyllir á íbúafundinum. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slæleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vindorku og um vindorkuver. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar sagði á fundinum í gær að sveitarstjórnin hefði fylgst með þeirri þróun sem hefur átt sér stað á Suðurlandi og Snæfellsbæ varðandi vindorkuvæðingu. Snæfellsbær hefur haft til skoðunar fjögur svæði undir vindorku á Snæfellsnesi. Í október á síðasta ári bókaði sveitarstjórn að vindmyllugarður í landi Elliða í Staðarsveit verði tekinn út úr tillögu að aðalskipulagi Snæfellsbæjar. Það vindorkuver var töluvert smærra í sniðum en það sem fyrirhugað er á Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð. Í greinargerð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar segir„Ljóst er að vindmyllugarður af þessari stærðargráðu, allt að þrettán myllur, fimmtíu metra háar myndu hafa mjög mikil umhverfisáhrif á svæðinu og gjörbreyta ásýnd austasta hluta Snæfellsbæjar auk þess yrði hljóðmengun töluverð fyrir bæði fólk og skepnur. Það er því skoðun bæjarstjórnar að af umhverfis- og veðurfarslegum sjónarmiðum skuli ekki gert ráð fyrir vindmyllum á þessu svæði." Jafnframt var samþykkt að taka út tillögu um vindmyllugarð milli Hellissands og Rifs. Annar eigandi Storm Orku segir verkefni í Dalabyggð skammt á veg komið.Hvað kostar svona verkefni?„Veistu, ég veit það ekki. Það er svo rosalega dýrt. Það er mjög dýrt. Ég er bara umhverfismaðurinn, ég er ekki fjármálamaðurinn,“ segir Sigurður Jóhannesson, annars eigandi Storm Orku.Er búið að fjármagna verkefnið?„Nei, við erum að fjármagna þetta sjálfir. Við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Sigurður.Nú hafið þið hugmyndir um að tengja þetta burðarneti Landsnets, hafið þið rætt við þá?„Já, við höfum átt fundi með Landsneti og þeir eru bara jákvæðir. Við erum búnir að sækja um hjá þeim og svo framvegis og þetta er bara í ferli en eins og ég segir þetta er svo stutt komið,“ segir Sigurður. Skipulag Snæfellsbær Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi. Viðræður hafa átt sér milli fyrirtækisins og Landsnets um orkuöflunina en annar eigandi fyrirtækisins segir verkefnið skammt á veg komið. Eigendur Storm Orku þeir Magnús og Sigurður Jóhannessynir mættu til fundarins í gær og kynntu fyrirhuguð áform fyrirtækisins. En þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum með það í huga að virkja vindorkuna á svæðinu. Það var mikill áhugi hjá Dalamönnum um fyrirhugað vindorkuver að Hróðnýjarstöðum og var húsfyllir á íbúafundinum. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slæleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vindorku og um vindorkuver. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar sagði á fundinum í gær að sveitarstjórnin hefði fylgst með þeirri þróun sem hefur átt sér stað á Suðurlandi og Snæfellsbæ varðandi vindorkuvæðingu. Snæfellsbær hefur haft til skoðunar fjögur svæði undir vindorku á Snæfellsnesi. Í október á síðasta ári bókaði sveitarstjórn að vindmyllugarður í landi Elliða í Staðarsveit verði tekinn út úr tillögu að aðalskipulagi Snæfellsbæjar. Það vindorkuver var töluvert smærra í sniðum en það sem fyrirhugað er á Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð. Í greinargerð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar segir„Ljóst er að vindmyllugarður af þessari stærðargráðu, allt að þrettán myllur, fimmtíu metra háar myndu hafa mjög mikil umhverfisáhrif á svæðinu og gjörbreyta ásýnd austasta hluta Snæfellsbæjar auk þess yrði hljóðmengun töluverð fyrir bæði fólk og skepnur. Það er því skoðun bæjarstjórnar að af umhverfis- og veðurfarslegum sjónarmiðum skuli ekki gert ráð fyrir vindmyllum á þessu svæði." Jafnframt var samþykkt að taka út tillögu um vindmyllugarð milli Hellissands og Rifs. Annar eigandi Storm Orku segir verkefni í Dalabyggð skammt á veg komið.Hvað kostar svona verkefni?„Veistu, ég veit það ekki. Það er svo rosalega dýrt. Það er mjög dýrt. Ég er bara umhverfismaðurinn, ég er ekki fjármálamaðurinn,“ segir Sigurður Jóhannesson, annars eigandi Storm Orku.Er búið að fjármagna verkefnið?„Nei, við erum að fjármagna þetta sjálfir. Við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Sigurður.Nú hafið þið hugmyndir um að tengja þetta burðarneti Landsnets, hafið þið rætt við þá?„Já, við höfum átt fundi með Landsneti og þeir eru bara jákvæðir. Við erum búnir að sækja um hjá þeim og svo framvegis og þetta er bara í ferli en eins og ég segir þetta er svo stutt komið,“ segir Sigurður.
Skipulag Snæfellsbær Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45
Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00
Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent