Körfubolti

Topplið deildarinnar tapaði í níunda sinn í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthías Orri Sigurðarson klikkaði á 15 af 19 skotum sínum í leiknum í gær.
Matthías Orri Sigurðarson klikkaði á 15 af 19 skotum sínum í leiknum í gær. Vísir/Eyþór
ÍR-ingar steinlágu á móti Stjörnunni í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi og misstu þar með toppsætið frá sér.

Þetta er í þriðja sinn í vetur sem ÍR-ingar mæta í leik sem efsta lið deildarinnar og tapa.

Þetta gerðist einnig þegar þeir töpuðu með 14 stigum á móti Val og með 10 stigum á móti Haukum. 23 stiga tapið í gær var hinsvegar mesti skellurinn en ekkert gekk upp hjá Breiðhyltingum í leiknum.

Það hefur reyndar verið erfitt fyrir topplið deildarinnar að klára sína leiki því þau hafa aðeins unnið 6 af 15 leikjum sínum á leiktíðinni.

Níu sinnum hefur liði tekist að vinna efsta lið deildarinnar. Auk ÍR-inga hafa Haukar, KR, Tindastóll, Keflavík og Stjarnan tapað sem efsta lið deildarinnar.

Stærstu töp toppliða í Domino´s deildinni í vetur

-28 Tindastóll á móti KR í 9. umferð (69-97)

-23 ÍR á móti Stjörnunni í 16. umferð (64-87)

-14 ÍR á móti Val í 7. umferð (76-90)

-12 Keflavík á móti Þór Ak. í 2. umferð (78-90)

-10 Stjarnan á móti Njarðvík í 3. umferð (81-91)

-10 KR á móti Grindavík í 6. umferð (84-94)

-10 ÍR á móti Haukum í 10. umferð (87-97)

-8 Haukar á móti Þór Þorl. í 14. umferð (85-93)

-3 Haukar á móti Keflavík í 4. umferð (87-90)

Gengi liða sem topplið Domino´s deildarinnar í vetur:

Haukar 3 sigrar - 2 töp

KR 1 sigur - 1 tap

Tindastóll 1 sigur - 1 tap

ÍR 1 sigur - 3 töp

Keflavík 0 sigrar - 1 tap

Stjarnan 0 sigrar - 1 tap




Fleiri fréttir

Sjá meira


×