Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Kjartan Kjartansson skrifar 2. febrúar 2018 12:22 Trump virðist kominn í opið stríð við FBI og dómsmálaráðuneytið vegna Rússarannsóknarinnar. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjarforseti fullyrðir að æðstu yfirmenn og rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og dómsmálaráðuneytisins dragi taum demókrata og séu hlutdrægir gegn repúblikönum. Hann ætlar að leyfa birtingu umdeils minnisblaðs sem ráðuneytið og FBI hafa lagst eindregið gegn. Tíst Trump í morgun eru enn ein árás hans á tvær æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna. Þau koma í kjölfar mikillar umfjöllunar um leynilegt minnisblað sem repúblikanar á Bandaríkjaþingi vilja birta opinbera þar sem fram koma ásakanir um misferli FBI og ráðuneytisins í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. „Æðstu stjórnendur og rannsakendur FBI og dómsmálaráðuneytisins hafa gert heilaga rannsóknarvinnu pólitíska í þágu demókrata og gegn repúblikönum, eitthvað sem hefði verið óhugsandi fyrir skömmu síðan,“ tísti Trump en tók fram að almennir starfsmenn stofnananna væru „frábært fólk“.Grefur undan RússarannsókninniTrump hefur lagt blessun sína yfir að minnisblaðið verði birt í dag, þvert á óskir Christophers Wray, forstjóra FBI, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið hefur sagt það „gríðarlega glannalegt“ að birta minnisblaðið. FBI gaf út yfirlýsingu í fyrradag þar sem varað var eindregið við birtingu þess. Í minnisblaðinu væri ekki getið veigamikilla staðreynda sem rýrði sannleiksgildi þess. Árásir Trump og repúblikana á trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins virðist ætlað að gefa forsetanum skotleyfi á Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Minnisblaðið gagnrýnir Rosenstein sérstaklega en hann er eini maðurinn sem getur rekið Mueller vegna þess að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan í málum sem tengjast Rússarannsókninni. Trump er sagður hafa rætt við vini sína og bandamenn um að minnisblaðið geti hjálpað til við að grafa undan trúverðugleika rannsóknar Mueller. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að FBI gæti birt svar við efni minnisblaðsins ef það verður gert opinbert. Hendur stofnunarinnar gætu þó verið bundnar að miklu leyti því upplýsingar sem gætu hrakið gagnrýni repúblikana eru leynilegar og taldar viðkvæmar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Minnisblaðið umdeilda lítur dagsins ljós á morgun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á morgun heimila birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 1. febrúar 2018 20:45 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjarforseti fullyrðir að æðstu yfirmenn og rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og dómsmálaráðuneytisins dragi taum demókrata og séu hlutdrægir gegn repúblikönum. Hann ætlar að leyfa birtingu umdeils minnisblaðs sem ráðuneytið og FBI hafa lagst eindregið gegn. Tíst Trump í morgun eru enn ein árás hans á tvær æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna. Þau koma í kjölfar mikillar umfjöllunar um leynilegt minnisblað sem repúblikanar á Bandaríkjaþingi vilja birta opinbera þar sem fram koma ásakanir um misferli FBI og ráðuneytisins í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. „Æðstu stjórnendur og rannsakendur FBI og dómsmálaráðuneytisins hafa gert heilaga rannsóknarvinnu pólitíska í þágu demókrata og gegn repúblikönum, eitthvað sem hefði verið óhugsandi fyrir skömmu síðan,“ tísti Trump en tók fram að almennir starfsmenn stofnananna væru „frábært fólk“.Grefur undan RússarannsókninniTrump hefur lagt blessun sína yfir að minnisblaðið verði birt í dag, þvert á óskir Christophers Wray, forstjóra FBI, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið hefur sagt það „gríðarlega glannalegt“ að birta minnisblaðið. FBI gaf út yfirlýsingu í fyrradag þar sem varað var eindregið við birtingu þess. Í minnisblaðinu væri ekki getið veigamikilla staðreynda sem rýrði sannleiksgildi þess. Árásir Trump og repúblikana á trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins virðist ætlað að gefa forsetanum skotleyfi á Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Minnisblaðið gagnrýnir Rosenstein sérstaklega en hann er eini maðurinn sem getur rekið Mueller vegna þess að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan í málum sem tengjast Rússarannsókninni. Trump er sagður hafa rætt við vini sína og bandamenn um að minnisblaðið geti hjálpað til við að grafa undan trúverðugleika rannsóknar Mueller. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að FBI gæti birt svar við efni minnisblaðsins ef það verður gert opinbert. Hendur stofnunarinnar gætu þó verið bundnar að miklu leyti því upplýsingar sem gætu hrakið gagnrýni repúblikana eru leynilegar og taldar viðkvæmar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Minnisblaðið umdeilda lítur dagsins ljós á morgun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á morgun heimila birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 1. febrúar 2018 20:45 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00
Minnisblaðið umdeilda lítur dagsins ljós á morgun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á morgun heimila birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 1. febrúar 2018 20:45
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00