„Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 19:45 Líkt og kunnugt er synjaði Héraðsdómur Reykjavíkur i í dag kröfu Glitnis HoldCo um staðfestingu lögbanns á fréttaflutnning Stundarinnar og Reykjavík media sem sýslumaður setti á í október. Ritstjórar miðlanna segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. Lögbannið var lagt á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík media upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins í október. Snéri fréttaflutningurinn meðal annars að viðskiptum Bjarna Benediktssonar, þáverandi forstætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem kröfu Glitnis um staðfestingu lögbannsins var synjað. Þá voru Stundin og Reykjavík media sýknuð af öllum varakröfum stefnanda eða þeim vísað frá og er stefnanda gert að greiða hvorum miðli um sig 1,2 milljónir króna í málskostnað. Lögbannið verður hins vegar áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út eða þar til endanlegur dómur fellur í málinu, verði því áfrýjað. „Dómsorðið segir það að við unnum fullnaðarsigur á öllum sviðum og öllum kröfum Glitnis í rauninni hafnað þannig að þetta er miklivægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, eigandi Reykjavik Media, í samtali við Stöð 2. Að sögn ritstjóra miðlanna verður umfjöllun sem byggir á gögnunum haldið áfram, þegar og ef lögbanninu verður aflétt. „Við náðum ekki að segja allar fréttirnar sem við vildum segja fyrir kosningar, fréttir sem við töldum eiga eitthvert erindi til almennings, þannig það eru ósagðar fréttir,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri og annar ritstjóri Stundarinnar. Sem betur fer náðum við að segja einhverjar fréttir áður en við vorum stoppuð af.“ Undir það tekur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, hinn ritstjóri Stundarinnar. „Gildi fréttanna er kannski ekki tímalaust. Með því að stöðva fréttaflutning þá geturðu líka verið að drepa fréttir, þannig að sumar fréttir sem áttu kannski mikið erindi eiga kannski ekki endilega sama erindi í dag,“ segir Ingibjörg. Að sögn Ólafs Eirkíkssonar, lögmanns stefnanda, mun Glitnir HoldCo ekki tjá sig um málið fyrr en aðilar félagsins og lögmenn hafi kynnt sér dóminn. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Líkt og kunnugt er synjaði Héraðsdómur Reykjavíkur i í dag kröfu Glitnis HoldCo um staðfestingu lögbanns á fréttaflutnning Stundarinnar og Reykjavík media sem sýslumaður setti á í október. Ritstjórar miðlanna segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. Lögbannið var lagt á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík media upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins í október. Snéri fréttaflutningurinn meðal annars að viðskiptum Bjarna Benediktssonar, þáverandi forstætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem kröfu Glitnis um staðfestingu lögbannsins var synjað. Þá voru Stundin og Reykjavík media sýknuð af öllum varakröfum stefnanda eða þeim vísað frá og er stefnanda gert að greiða hvorum miðli um sig 1,2 milljónir króna í málskostnað. Lögbannið verður hins vegar áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út eða þar til endanlegur dómur fellur í málinu, verði því áfrýjað. „Dómsorðið segir það að við unnum fullnaðarsigur á öllum sviðum og öllum kröfum Glitnis í rauninni hafnað þannig að þetta er miklivægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, eigandi Reykjavik Media, í samtali við Stöð 2. Að sögn ritstjóra miðlanna verður umfjöllun sem byggir á gögnunum haldið áfram, þegar og ef lögbanninu verður aflétt. „Við náðum ekki að segja allar fréttirnar sem við vildum segja fyrir kosningar, fréttir sem við töldum eiga eitthvert erindi til almennings, þannig það eru ósagðar fréttir,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri og annar ritstjóri Stundarinnar. Sem betur fer náðum við að segja einhverjar fréttir áður en við vorum stoppuð af.“ Undir það tekur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, hinn ritstjóri Stundarinnar. „Gildi fréttanna er kannski ekki tímalaust. Með því að stöðva fréttaflutning þá geturðu líka verið að drepa fréttir, þannig að sumar fréttir sem áttu kannski mikið erindi eiga kannski ekki endilega sama erindi í dag,“ segir Ingibjörg. Að sögn Ólafs Eirkíkssonar, lögmanns stefnanda, mun Glitnir HoldCo ekki tjá sig um málið fyrr en aðilar félagsins og lögmenn hafi kynnt sér dóminn.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30