Uppgjör við fyrrverandi formann kostaði KSÍ ellefu milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2018 11:00 Guðni Bergsson hefur verið tæplega ár í starfi formanns KSÍ. Hann hafði betur í formannskjöri gegn Birni Einarssyni á ársþinginu í Vestmannaeyjum í fyrra. KSÍ 100 milljóna króna rekstrarhagnaður varð hjá KSÍ á liðnu ári samanborið við 860 milljónir árið áður. Skýrist munurinn að mestu í tekjum sem KSÍ hafði árið 2016 vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi það ár. Rekstrartekjur á liðnu ári námu um 1380 milljónum króna en gjöldin 1279 milljónum króna. Eigið fé KSÍ var 539 milljónir króna í árslok. 179 milljónir króna fóru frá KSÍ til aðildarfélaganna til að styrkja barna- og unglingastarf, vegna leyfiskerfis, mannvirkja og fleira samkvæmt því sem fram kemur á vef KSÍ. Þar segir jafnframt að rekstur sambandsins sé í jafnvægi og fjárhagsstaðan traust. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu KSÍ sem birt var í gær. Um er að ræða fyrstu ársskýrslu sambandsins undir formennsku Guðna Bergssonar sem tók við formennsku hjá KSÍ á ársþingi sambandsins fyrir tæpu ári. Gert upp við fyrrverandi formann Skrifstofu- og rekstrarkostnaður Knattspyrnusambands Íslands jókst um 36 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Launakostnaður á skrifstofunni, sem taldi 18 starfsgildi í fyrra en 17 árið áður, jókst um 4 prósent á milli ára en launatengd gjöld um rúmlega 60 prósent, úr 69 milljónum króna í 94 milljónir króna. Spilar þar líklega stærstan þátt laun og launauppgjör fyrir fyrrverandi formann sambandsins, Geir Þorsteinsson sem kostaði sambandið 11 milljónir króna í fyrra. Ekki liggur fyrir hvers vegna uppgjörið við fyrrverandi formann kostaði 11 milljónir króna. Vísir hefur sent KSÍ fyrirspurn og óskað eftir nánari skýringum á uppgjöri við fyrrverandi formann og aukinn skrifstofukostnað á liðnu ári. Fram kemur í ársskýrslunni að laun og bifreiðastyrkur til formannsins Guðna Bergssonar og framkvæmdastjórans Klöru Bjartmarz námu um 15 milljónum króna á mann á árinu. Guðni hóf störf hjá sambandinu 13. febrúar í fyrra og fékk því ekki laun fyrr en þá. Klara hefur starfað hjá sambandinu í á þriðja áratug. Samkvæmt því eru laun formanns og bílastyrkur um tíu prósent hærri en framkvæmdastjórans.1,3 í mánaðarlaun Athygli hefur vakið í ársskýrslum KSÍ undanfarin ár að laun formanns og framkvæmdastjóra hafa verið tekin saman í eina tölu. Var það samkvæmt heimildum Vísis í óþökk fyrrverandi framkvæmdastjóra, Þóris Hákonarsonar, þar sem laun hans voru lægri en þáverandi formanns, Geir Þorsteinssonar. Í fundargerð KSÍ frá því 30. mars 2017 sem birt var á heimasíðu sambandsins rúmum þremur vikum síðar kom fram að laun formanns KSÍ yrðu 1283 þúsund krónur á mánuði, 15,4 milljónir í árslaun auk bifreiðahlunninda að hámarki 150 þúsund krónur. Íslenski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
100 milljóna króna rekstrarhagnaður varð hjá KSÍ á liðnu ári samanborið við 860 milljónir árið áður. Skýrist munurinn að mestu í tekjum sem KSÍ hafði árið 2016 vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi það ár. Rekstrartekjur á liðnu ári námu um 1380 milljónum króna en gjöldin 1279 milljónum króna. Eigið fé KSÍ var 539 milljónir króna í árslok. 179 milljónir króna fóru frá KSÍ til aðildarfélaganna til að styrkja barna- og unglingastarf, vegna leyfiskerfis, mannvirkja og fleira samkvæmt því sem fram kemur á vef KSÍ. Þar segir jafnframt að rekstur sambandsins sé í jafnvægi og fjárhagsstaðan traust. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu KSÍ sem birt var í gær. Um er að ræða fyrstu ársskýrslu sambandsins undir formennsku Guðna Bergssonar sem tók við formennsku hjá KSÍ á ársþingi sambandsins fyrir tæpu ári. Gert upp við fyrrverandi formann Skrifstofu- og rekstrarkostnaður Knattspyrnusambands Íslands jókst um 36 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Launakostnaður á skrifstofunni, sem taldi 18 starfsgildi í fyrra en 17 árið áður, jókst um 4 prósent á milli ára en launatengd gjöld um rúmlega 60 prósent, úr 69 milljónum króna í 94 milljónir króna. Spilar þar líklega stærstan þátt laun og launauppgjör fyrir fyrrverandi formann sambandsins, Geir Þorsteinsson sem kostaði sambandið 11 milljónir króna í fyrra. Ekki liggur fyrir hvers vegna uppgjörið við fyrrverandi formann kostaði 11 milljónir króna. Vísir hefur sent KSÍ fyrirspurn og óskað eftir nánari skýringum á uppgjöri við fyrrverandi formann og aukinn skrifstofukostnað á liðnu ári. Fram kemur í ársskýrslunni að laun og bifreiðastyrkur til formannsins Guðna Bergssonar og framkvæmdastjórans Klöru Bjartmarz námu um 15 milljónum króna á mann á árinu. Guðni hóf störf hjá sambandinu 13. febrúar í fyrra og fékk því ekki laun fyrr en þá. Klara hefur starfað hjá sambandinu í á þriðja áratug. Samkvæmt því eru laun formanns og bílastyrkur um tíu prósent hærri en framkvæmdastjórans.1,3 í mánaðarlaun Athygli hefur vakið í ársskýrslum KSÍ undanfarin ár að laun formanns og framkvæmdastjóra hafa verið tekin saman í eina tölu. Var það samkvæmt heimildum Vísis í óþökk fyrrverandi framkvæmdastjóra, Þóris Hákonarsonar, þar sem laun hans voru lægri en þáverandi formanns, Geir Þorsteinssonar. Í fundargerð KSÍ frá því 30. mars 2017 sem birt var á heimasíðu sambandsins rúmum þremur vikum síðar kom fram að laun formanns KSÍ yrðu 1283 þúsund krónur á mánuði, 15,4 milljónir í árslaun auk bifreiðahlunninda að hámarki 150 þúsund krónur.
Íslenski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira