Körfubolti

Dómaranefnd KKÍ skoðar olnbogaskot Elliott: Fordæmi fyrir því að menn séu dæmdir í bann

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sérfræðingar Körfuboltakvölds rýndu í atvik sem átti sér stað í leik Þórs Þorlákshafnar og Keflavík í gærkvöldi þegar Dominique Elliott gaf andstæðing sínum olnbogaskot án þess að dómaraþríeykið tæki eftir.

Voru þeir allir sammála um það að hann ætti skilið að vera dæmdur í bann fyrir fólskulegt brot en myndband af þessu má sjá hér fyrir ofan.

Í tvígang hefur það gerst á undanförnum árum að KKÍ hefur dæmt leikmann í bann út frá myndbandsupptöku.

David Sanders, þáverandi leikmaður Tindastóls, var dæmdur í 6 leikja bann árið 2004 eftir að hafa slegið Sverri Þór Sverrisson, þáverandi leikmann Keflavíkur og núverandi þjálfara kvennaliðs Keflavíkur.

Þá fékk Junior Hairston tveggja leikja bann þegar hann gaf Agli Egilssyni, leikmanni Skallagríms, olnbogaskot árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×