Handbolti

Veðrið að stríða íslenskum liðum: Búið að fresta í Olís- og Dominos-deildinni

Sigurbergur og félagar þurfa líklegast að taka létta æfingu í stað leiksins, rétt eins og leikmenn Hattar í Dominos-deild karla.
Sigurbergur og félagar þurfa líklegast að taka létta æfingu í stað leiksins, rétt eins og leikmenn Hattar í Dominos-deild karla. Vísir/Anton
Fresta þurfti leik ÍBV og Fjölnis í Olís-deild karla, rétt eins og leik Hattar og Hauka í Dominos-deild karla, vegna veðurs en í tilkynningu frá HSÍ og KKÍ kemur fram að ekki sé veður til flugs.

Óvíst er hvort að leikur ÍBV og Fjölnis fari fram í kvöld en í tilkynningu HSÍ kemur fram að reynt verði til þrautar að spila leikinn í kvöld.

Endanleg niðurstaða verði tekin í málinu klukkan 16:00 og fari það eftir því hvort hægt verði að fljúga til Vestmannaeyja.

Það sama er upp á teningunum hjá KKÍ þar sem fram kemur að búið sé að fella niður allt flug austur á Egilsstaði og hafi því þurft að fresta leiknum.

Fer sá leikur fram á fimmtudaginn næsta klukkan 19:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×