RÚV seldi kostaða dagskrárliði fyrir 158 milljónir í fyrra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Ríkisútvarpið hefur um tvo milljarða króna á ári í tekjur af sölu auglýsinga og kostana. Lagt hefur verið til að stofnunin hverfi af auglýsingamarkaði. vísir/ernir Tekjur Ríkisútvarpsins af kostun á dagskrárefni námu 158 milljónum króna á síðasta ári. Í lögum um Ríkisútvarpið segir að stofnuninni sé óheimilt að afla tekna með kostun dagskrárefnis en megi þó víkja frá því banni aðeins ef um er að ræða útsendingu íburðarmikilla dagskrárliða til að mæta útgjöldum við framleiðslu eða kaup á sýningarrétti eða við útsendingu innlendra íþróttaviðburða og umfjöllun um þá.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV.mynd/saga sigÍ svari Margrétar Magnúsdóttur, skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins, við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að tekjur stofnunarinnar af kostunum í fyrra hafi mestmegnis tengst íþróttaviðburðum. „Íburðarmiklir dagskrárliðir sem voru kostaðir voru Söngvakeppnin/Eurovision, leikna þáttaröðin Fangar og Menningarnótt.“ Meirihluti nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla, sem skilaði skýrslu sinni 25. janúar síðastliðinn, lagði meðal annars til að Ríkisútvarpið fari hið fyrsta af auglýsingamarkaði og að horfið verði frá samkeppnisrekstri ríkisins í auglýsingasölu, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Ársreikningur Ríkisútvarpsins fyrir árið 2017 hefur ekki verið birtur en tekjur stofnunarinnar af sölu auglýsinga og kostunar námu 1.967 milljónum króna árið 2016. Tekjur af kostunum eru ekki sundurliðaðar sérstaklega í ársreikningum Ríkisútvarpsins en árið 2016 voru fjölmargir dagskrárliðir kostaðir, en einnig var kostun á mörgum þáttum aflögð vegna breytinga á auglýsingareglum RÚV. Meðal þeirra voru Gettu betur, Hraðfréttir, Popp- og rokksaga Íslands, Söngvakeppnin í 30 ár, Útsvar og Vikan með Gísla Marteini. Miðað við tekjur Ríkisútvarpsins af kostun í fyrra samanborið við heildartekjur af samkeppnisrekstri árið 2016 er ljóst að langstærstur hluti tekna stofnunarinnar kemur af hefðbundinni auglýsingasölu. Samkvæmt viðmiðunarverðskrá Ríkisútvarpsins er kostun á íburðarmiklum dagskrárlið föl fyrir frá 200 þúsund krónum upp í eina milljóna á hvern þátt. 500 þúsund og allt upp í átta milljónir á hvert stórmót og einstaka viðburðir, svo sem innlendir íþróttaviðburðir, eru falir fyrir allt upp undir 5 milljónir króna á hvern viðburð. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Flestir þingmenn vilja minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði Þrjátíu og sex alþingismenn segjast hlynntir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði eða að umsvif þess þar verði minnkuð. Aðeins einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. Margir vilja þó að fyrirtækið fengi bættan tekjumissi. 26. janúar 2018 07:30 Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Tekjur Ríkisútvarpsins af kostun á dagskrárefni námu 158 milljónum króna á síðasta ári. Í lögum um Ríkisútvarpið segir að stofnuninni sé óheimilt að afla tekna með kostun dagskrárefnis en megi þó víkja frá því banni aðeins ef um er að ræða útsendingu íburðarmikilla dagskrárliða til að mæta útgjöldum við framleiðslu eða kaup á sýningarrétti eða við útsendingu innlendra íþróttaviðburða og umfjöllun um þá.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV.mynd/saga sigÍ svari Margrétar Magnúsdóttur, skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins, við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að tekjur stofnunarinnar af kostunum í fyrra hafi mestmegnis tengst íþróttaviðburðum. „Íburðarmiklir dagskrárliðir sem voru kostaðir voru Söngvakeppnin/Eurovision, leikna þáttaröðin Fangar og Menningarnótt.“ Meirihluti nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla, sem skilaði skýrslu sinni 25. janúar síðastliðinn, lagði meðal annars til að Ríkisútvarpið fari hið fyrsta af auglýsingamarkaði og að horfið verði frá samkeppnisrekstri ríkisins í auglýsingasölu, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Ársreikningur Ríkisútvarpsins fyrir árið 2017 hefur ekki verið birtur en tekjur stofnunarinnar af sölu auglýsinga og kostunar námu 1.967 milljónum króna árið 2016. Tekjur af kostunum eru ekki sundurliðaðar sérstaklega í ársreikningum Ríkisútvarpsins en árið 2016 voru fjölmargir dagskrárliðir kostaðir, en einnig var kostun á mörgum þáttum aflögð vegna breytinga á auglýsingareglum RÚV. Meðal þeirra voru Gettu betur, Hraðfréttir, Popp- og rokksaga Íslands, Söngvakeppnin í 30 ár, Útsvar og Vikan með Gísla Marteini. Miðað við tekjur Ríkisútvarpsins af kostun í fyrra samanborið við heildartekjur af samkeppnisrekstri árið 2016 er ljóst að langstærstur hluti tekna stofnunarinnar kemur af hefðbundinni auglýsingasölu. Samkvæmt viðmiðunarverðskrá Ríkisútvarpsins er kostun á íburðarmiklum dagskrárlið föl fyrir frá 200 þúsund krónum upp í eina milljóna á hvern þátt. 500 þúsund og allt upp í átta milljónir á hvert stórmót og einstaka viðburðir, svo sem innlendir íþróttaviðburðir, eru falir fyrir allt upp undir 5 milljónir króna á hvern viðburð.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Flestir þingmenn vilja minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði Þrjátíu og sex alþingismenn segjast hlynntir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði eða að umsvif þess þar verði minnkuð. Aðeins einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. Margir vilja þó að fyrirtækið fengi bættan tekjumissi. 26. janúar 2018 07:30 Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Flestir þingmenn vilja minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði Þrjátíu og sex alþingismenn segjast hlynntir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði eða að umsvif þess þar verði minnkuð. Aðeins einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. Margir vilja þó að fyrirtækið fengi bættan tekjumissi. 26. janúar 2018 07:30
Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10