Þingheimur sprakk úr hlátri þegar Alex steig í pontu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 13:53 Alex Björn er varaþingmaður Framsóknarflokksins Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór mikinn í ræðu sinni undir dagskrárliðnum Störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Helgi gerði störf mannanafnanefndar að umfjöllunarefni sínu og var það frétt Morgunblaðsins um unga stúlku sem fær ekki að heita Alex sem veitti honum innblástur. Alex Emma má ekki heita Alex vegna þess að nefndin samþykkir eiginnafnið Alex ekki sem kvenmannsnafn. Foreldrar stúlkunnar ætla að leita réttar síns hjá dómstólum. „Þetta er úrskurður mannanafnandnefndar, þeirrar umdeildu nefndar sem er réttilega umdeild enda fráleitt fyrirbæri,“ sagði Helgi Hrafn Helgi Hrafn sagði lög um mannanöfn vera óskapnað sem hefði aldrei átt að festa í lög til að byrja með. „Hvernig gerðist það að Íslendingum datt til hugar að spyrja yfirvöld hvort þeir megi heita eitthvað eins og Alex ef þeir eru af „röngu kyni?“ Hvernig datt okkur þetta í hug?“Alex næstur í pontu Sagði Helgi Hrafn að fólk rökstyðji oft tilveru nefndarinnar með því að vísa í réttindi barna en benti Helgi þá á barnaverndarnefnd og barnaverndarlög. „Lög um mannanöfn voru ekki sett til að vernda börn heldur til að vernda hefðir.“ „Þá vill svo til að til máls tekur Alex Björn Bulow Stefánsson,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis að lokinni ræðu Helga Hrafns. Alex Björn er varaþingmaður Framsóknarflokksins sem tók í dag sæti fyrir Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Hélt Alex jómfrúarræðu sína eftir nokkur hlátrasköll í þingsal þegar hann var kynntur til leiks af forseta Alþingis. Alþingi Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór mikinn í ræðu sinni undir dagskrárliðnum Störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Helgi gerði störf mannanafnanefndar að umfjöllunarefni sínu og var það frétt Morgunblaðsins um unga stúlku sem fær ekki að heita Alex sem veitti honum innblástur. Alex Emma má ekki heita Alex vegna þess að nefndin samþykkir eiginnafnið Alex ekki sem kvenmannsnafn. Foreldrar stúlkunnar ætla að leita réttar síns hjá dómstólum. „Þetta er úrskurður mannanafnandnefndar, þeirrar umdeildu nefndar sem er réttilega umdeild enda fráleitt fyrirbæri,“ sagði Helgi Hrafn Helgi Hrafn sagði lög um mannanöfn vera óskapnað sem hefði aldrei átt að festa í lög til að byrja með. „Hvernig gerðist það að Íslendingum datt til hugar að spyrja yfirvöld hvort þeir megi heita eitthvað eins og Alex ef þeir eru af „röngu kyni?“ Hvernig datt okkur þetta í hug?“Alex næstur í pontu Sagði Helgi Hrafn að fólk rökstyðji oft tilveru nefndarinnar með því að vísa í réttindi barna en benti Helgi þá á barnaverndarnefnd og barnaverndarlög. „Lög um mannanöfn voru ekki sett til að vernda börn heldur til að vernda hefðir.“ „Þá vill svo til að til máls tekur Alex Björn Bulow Stefánsson,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis að lokinni ræðu Helga Hrafns. Alex Björn er varaþingmaður Framsóknarflokksins sem tók í dag sæti fyrir Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Hélt Alex jómfrúarræðu sína eftir nokkur hlátrasköll í þingsal þegar hann var kynntur til leiks af forseta Alþingis.
Alþingi Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira