Guðmundur: Snýst ekki um peninga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. febrúar 2018 17:39 Guðmundur Guðmundsson á fundinum í dag. Vísir Guðmundur Guðmundsson segist hafa verið stoltur af því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta í þriðja sinn á ferlinum. Hann tekur við starfinu af Geir Sveinssyni sem hafði stýrt liðinu í tvö ár. Guðmundur var síðast þjálfari Íslands árið 2012 en hann hefur síðan þá stýrt Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni sem og landsliðum Danmerkur og Barein. Hann vann til verðlauna með báðum liðum - hann varð Ólympíumeistari með Danmörku árið 2016 og vann svo nýlega silfur á Asíuleikunum með Barein. Árangur Íslands hefur ekki verið eftir væntingum síðastliðin ár og komst liðið ekki upp úr riðlakeppninni á EM í Króatíu. Geir hefur tekið inn marga unga leikmenn í landsliðið síðustu ár og aðrir reynslumiklir leikmenn kvatt. „Það er ákveðin ögrun fólgin í því að taka við landsliðinu á þessum tímapunkti,“ sagði Guðmundur við íþróttadeild í dag. „Árangurinn hefur ekki verið sá sem vonast hafði verið eftir en það helgast meðal annars af því að það eru yngri leikmenn í liðinu en áður. Því lagði ég sérstaka áherslu á það í viðræðum mínum við HSÍ að það myndi taka tíma að byggja upp liðið á nýjan leik,“ sagði Guðmundur sem skrifaði undir þriggja ára samning. Á þeim tíma vill Guðmundur koma Íslandi aftur í hóp átta bestu liða heims og segir að það sé mikil áskorun og verðugt verkefni. „Við eigum fullt af ungum og efnilegum drengjum. Við verðum því að vona að það takist að skapa stöðugleika í landsliðinu svo að hægt verði að bæta árangurinn.“ Guðmundur á glæsilega ferilsskrá að baki og viðurkennir að hann hefði sjálfsagt geta tekið að sér arðbærari störf en að taka við landsliði Íslands. „Já, örugglega. En þetta snýst ekki um peninga. Mér finnst verkefnið spennandi. Mér hefur alla tíð liðið vel að þjálfa íslenska landsliðið. Það eru gerðar kröfur til manns og ég hef ekkert nema gott um það að segja.“ Íslenski handboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson segist hafa verið stoltur af því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta í þriðja sinn á ferlinum. Hann tekur við starfinu af Geir Sveinssyni sem hafði stýrt liðinu í tvö ár. Guðmundur var síðast þjálfari Íslands árið 2012 en hann hefur síðan þá stýrt Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni sem og landsliðum Danmerkur og Barein. Hann vann til verðlauna með báðum liðum - hann varð Ólympíumeistari með Danmörku árið 2016 og vann svo nýlega silfur á Asíuleikunum með Barein. Árangur Íslands hefur ekki verið eftir væntingum síðastliðin ár og komst liðið ekki upp úr riðlakeppninni á EM í Króatíu. Geir hefur tekið inn marga unga leikmenn í landsliðið síðustu ár og aðrir reynslumiklir leikmenn kvatt. „Það er ákveðin ögrun fólgin í því að taka við landsliðinu á þessum tímapunkti,“ sagði Guðmundur við íþróttadeild í dag. „Árangurinn hefur ekki verið sá sem vonast hafði verið eftir en það helgast meðal annars af því að það eru yngri leikmenn í liðinu en áður. Því lagði ég sérstaka áherslu á það í viðræðum mínum við HSÍ að það myndi taka tíma að byggja upp liðið á nýjan leik,“ sagði Guðmundur sem skrifaði undir þriggja ára samning. Á þeim tíma vill Guðmundur koma Íslandi aftur í hóp átta bestu liða heims og segir að það sé mikil áskorun og verðugt verkefni. „Við eigum fullt af ungum og efnilegum drengjum. Við verðum því að vona að það takist að skapa stöðugleika í landsliðinu svo að hægt verði að bæta árangurinn.“ Guðmundur á glæsilega ferilsskrá að baki og viðurkennir að hann hefði sjálfsagt geta tekið að sér arðbærari störf en að taka við landsliði Íslands. „Já, örugglega. En þetta snýst ekki um peninga. Mér finnst verkefnið spennandi. Mér hefur alla tíð liðið vel að þjálfa íslenska landsliðið. Það eru gerðar kröfur til manns og ég hef ekkert nema gott um það að segja.“
Íslenski handboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti