Sport

Alnafni Muhammed Ali féll á lyfjaprófi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ali má vera svekktur út í sjálfan sig.
Ali má vera svekktur út í sjálfan sig. vísir/getty
Muhammad Ali, alnafni eins frægasta íþróttamanns sögunnar og einnig boxari eins og nafni sinn, féll á lyfjaprófi og hefur verið dæmdur í tveggja ára keppnisbann.

Þessi 21 ára gamli féll á lyfjaprófi í Marakkó í apríl á síðasta ári, en þá fundust í blóði hans Trenbolone sterar. Ali vildi meina að matur sem hann hafði borðað hafi verið spilltur eða að hann hafi drukkið drykk sem var ætlaður föður hans.

Rök hans þóttu ekki nægilega góð og því var hann úrskurðaður í tveggja ára keppnisbann, en hann er fyrsti enski boxarinn til þess að falla á lyfjaprófi.

„Þeir náðu mér með tvö nanógrömm. Ég get ekki útskýrt þetta og ég var að reyna ná að verða 52 kíló. Þá vil ég ekki fá meiri vöðva. Ég var að reyna að skera mig niður. Þetta heldur ekki vatni,” sagði Ali brjálaður.

Ali verður í banni þangað til í maí 2019, en hann stefnir þó á að boxa á Ólympíuleikunum 2020. Hann tapaði í fjórðu umfer á ÓL í Ríó 2016, en hann segir að lengdin á banninu sé of hörð og þetta gæti ekki verið verra fyrir hann.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×