OKC vann Golden State en ekkert breytist hjá LeBron og félögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 07:30 Russell Westbrook var frábær í nót. Vísir/Getty Tvö efstu lið deildanna í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors og Boston Celtics, töpuðu bæði leikjum sínum í nótt og það gerði líka Cleveland Cavaliers. Houston Rockets nálgast hinsvegar toppinn í vestrinu eftir fimmta sigurinn í röð. Kristaps Porzingis, stjarna New York Knicks, sleit krossband í tapleik á móti Milwaukee Bucks.Russell Westbrook var með 34 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar í 125-105 útisigri Oklahoma City Thunder á meisturum Golden State Warriors. Paul George var síðan með 38 stig fyrir Thunder sem endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Kevin Durant skotaði 33 stig en fékk ekki mikla hjálp frá Skvettubræðrunum Stephen Curry og Klay Thompson sem hittu saman aðeisn úr 4 af 15 þriggja stiga skotum sínum. Þetta var þriðja tap Golden State liðsins í síðustu fjórum leikjum. Þetta var fyrsti sigur Oklahoma City Thunder á heimavelli Golden State síðan í apríl 2013 en liðið var búið að tapa sjö leikjum í röð í Oracle Arena. Russell Westbrook var ótrúlegur í fyrsta leikhluta þar sem hann skoraði 21 stig og hjálpaði Thunder að ná 42-30 forystu. Draymond Green var rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið sína aðra tæknivillu og þá stóð Russell Westbrook upp og klappaði.Jonathon Simmons skoraði 22 af 34 stigum sínum í þriðja leikhlutanum þegar Orlando Magic vann 18 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 116-98. Cavaliers-liðið skoraði 43 stig í fyrsta leikhlutanum en skoraði síðan ekki í sex og hálfa mínútu í fjórða leikhlutanum. Þetta var fjórtánda tap Clevelands í síðasta 21 leik. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland, yfirgaf salinn í öðrum leikhluta vegna veikinda og snéri ekki til baka eftir það. LeBron James var með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar en var hvorki með stoðsendningu eða frákast í seinni hálfleiknum þar sem hann glímdi við villuvandræði.Kyle Lowry skoraði 23 stig fyrir Toronto Raptors sem endaði fjögurra leikja sigurgöngu Boston Celtics með 111-91 sigri. C.J. Miles var með 20 stig og DeMar DeRozan skoraði 15 stig. Þetta var fimmti heimasigur Toronto Raptors í röð á móti Boston. Kyrie Irving kom aftur inn í liðið hjá Boston eftir að hafa misst úr þrjá leiki vegna meiðsla. Irving var með 17 stig á 22 mínútum. Þetta var næststærsta tap Boston-liðsins á tímabilinu á eftir 23 stiga tapi á móti Chicago Bulls 11. desember.Giannis Antetokounmpo skoraði 23 stig þegar Milwaukee Bucks vann 103-89 sigur á New York Knicks. Kristaps Porzingis, stjórstjarna New York Knicks, sleit krossband í öðrum leikhluta þegar hann lenti eftir heppnað troðslu. Eric Bledsoe var með 23 stig fyrir Bucks-liðið og Khris Middleton skoraði 20 stig. Enes Kanter var atkvæðamestur hjá New York með 19 stig og 16 fráköst.James Harden var með 36 stig þegar Houston Rockets vann 123-113 sigur á Brooklyn Nets. Harden náði að skora sitt 15 þúsundasta stig í leiknum. Þetta var fimmti sigur Houston í röð en Chris Paul var með 25 stig í leiknum. DeMarre Carroll skoraði 21 stig í sjöunda tapi Brooklyn í síðustu átta leikjum.Joel Embiid skoraði 27 stig og tók 12 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 115-102 sigur á Washington Wizards. Dario Saric var með 20 stig og J.J. Redick skoraði 18 stig en Philadelpha endaði þar með fimm leikja sigurgöngu Wizards-liðsins. Bradley Beal skoraði 30 stig fyrir Washington sem tapaði sínum fyrsta leik eftir að þeir misstu John Wall í hnémeiðsli.Brandon Ingram skoraði 26 stig fyrir Los Angeles Lakers sem vann 112-93 sigur á Phoenix Suns. Þetta var ellefti sigur Lakers-liðsins í síðustu fjórtán leikjum. Julius Randle var með 21 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Joe Hart bætti við 15 stigum og 11 fráköstum.Úrslitin úr öllum leikjunum í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Oklahoma City Thunder 105-125 Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 112-93 Philadelphia 76ers - Washington Wizards 115-102 Atlanta Hawks - Memphis Grizzlies 108-82 Brooklyn Nets - Houston Rockets 113-123 New York Knicks - Milwaukee Bucks 89-103 Toronto Raptors - Boston Celtics 111-91 Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 116-98 NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Tvö efstu lið deildanna í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors og Boston Celtics, töpuðu bæði leikjum sínum í nótt og það gerði líka Cleveland Cavaliers. Houston Rockets nálgast hinsvegar toppinn í vestrinu eftir fimmta sigurinn í röð. Kristaps Porzingis, stjarna New York Knicks, sleit krossband í tapleik á móti Milwaukee Bucks.Russell Westbrook var með 34 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar í 125-105 útisigri Oklahoma City Thunder á meisturum Golden State Warriors. Paul George var síðan með 38 stig fyrir Thunder sem endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Kevin Durant skotaði 33 stig en fékk ekki mikla hjálp frá Skvettubræðrunum Stephen Curry og Klay Thompson sem hittu saman aðeisn úr 4 af 15 þriggja stiga skotum sínum. Þetta var þriðja tap Golden State liðsins í síðustu fjórum leikjum. Þetta var fyrsti sigur Oklahoma City Thunder á heimavelli Golden State síðan í apríl 2013 en liðið var búið að tapa sjö leikjum í röð í Oracle Arena. Russell Westbrook var ótrúlegur í fyrsta leikhluta þar sem hann skoraði 21 stig og hjálpaði Thunder að ná 42-30 forystu. Draymond Green var rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið sína aðra tæknivillu og þá stóð Russell Westbrook upp og klappaði.Jonathon Simmons skoraði 22 af 34 stigum sínum í þriðja leikhlutanum þegar Orlando Magic vann 18 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 116-98. Cavaliers-liðið skoraði 43 stig í fyrsta leikhlutanum en skoraði síðan ekki í sex og hálfa mínútu í fjórða leikhlutanum. Þetta var fjórtánda tap Clevelands í síðasta 21 leik. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland, yfirgaf salinn í öðrum leikhluta vegna veikinda og snéri ekki til baka eftir það. LeBron James var með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar en var hvorki með stoðsendningu eða frákast í seinni hálfleiknum þar sem hann glímdi við villuvandræði.Kyle Lowry skoraði 23 stig fyrir Toronto Raptors sem endaði fjögurra leikja sigurgöngu Boston Celtics með 111-91 sigri. C.J. Miles var með 20 stig og DeMar DeRozan skoraði 15 stig. Þetta var fimmti heimasigur Toronto Raptors í röð á móti Boston. Kyrie Irving kom aftur inn í liðið hjá Boston eftir að hafa misst úr þrjá leiki vegna meiðsla. Irving var með 17 stig á 22 mínútum. Þetta var næststærsta tap Boston-liðsins á tímabilinu á eftir 23 stiga tapi á móti Chicago Bulls 11. desember.Giannis Antetokounmpo skoraði 23 stig þegar Milwaukee Bucks vann 103-89 sigur á New York Knicks. Kristaps Porzingis, stjórstjarna New York Knicks, sleit krossband í öðrum leikhluta þegar hann lenti eftir heppnað troðslu. Eric Bledsoe var með 23 stig fyrir Bucks-liðið og Khris Middleton skoraði 20 stig. Enes Kanter var atkvæðamestur hjá New York með 19 stig og 16 fráköst.James Harden var með 36 stig þegar Houston Rockets vann 123-113 sigur á Brooklyn Nets. Harden náði að skora sitt 15 þúsundasta stig í leiknum. Þetta var fimmti sigur Houston í röð en Chris Paul var með 25 stig í leiknum. DeMarre Carroll skoraði 21 stig í sjöunda tapi Brooklyn í síðustu átta leikjum.Joel Embiid skoraði 27 stig og tók 12 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 115-102 sigur á Washington Wizards. Dario Saric var með 20 stig og J.J. Redick skoraði 18 stig en Philadelpha endaði þar með fimm leikja sigurgöngu Wizards-liðsins. Bradley Beal skoraði 30 stig fyrir Washington sem tapaði sínum fyrsta leik eftir að þeir misstu John Wall í hnémeiðsli.Brandon Ingram skoraði 26 stig fyrir Los Angeles Lakers sem vann 112-93 sigur á Phoenix Suns. Þetta var ellefti sigur Lakers-liðsins í síðustu fjórtán leikjum. Julius Randle var með 21 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Joe Hart bætti við 15 stigum og 11 fráköstum.Úrslitin úr öllum leikjunum í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Oklahoma City Thunder 105-125 Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 112-93 Philadelphia 76ers - Washington Wizards 115-102 Atlanta Hawks - Memphis Grizzlies 108-82 Brooklyn Nets - Houston Rockets 113-123 New York Knicks - Milwaukee Bucks 89-103 Toronto Raptors - Boston Celtics 111-91 Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 116-98
NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira