Óánægðir Sjálfstæðismenn í Eyjum ræða sérframboð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 08:45 Klofningur er meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum. Margir telja tíma kominn á prófkjör en harðasti kjarninn felldi tillöguna með naumindum í janúar. Vísir Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en eins og Vísir fjallaði um í síðasta mánuði mátti litlu muna að prófkjör yrði haldið í fyrsta skipti í 28 ár hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum. Sú varð hins vegar ekki raunin heldur farin sú leið að aðal-og varamenn í fulltrúaráðinu í Eyjum kjósa á milli frmabjóðenda í svokallaðri „röðun.“ Lýstu þó nokkrir Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum yfir óánægju sinni með það enda eindregin skoðun þeirra að löngu sé kominn tími á prófkjör í bænum. Á meðal þeirra sem eru ósáttir við þá leið sem verður farin er Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi, en hann sagði strax í liðnum mánuði, þegar það lá fyrir að ekkert yrði af prófkjöri, að hann ætti von á því að einvherjir Sjálfstæðismenn í Eyjum myndu bjóða fram sérlista.Þótti sögulegt að tillaga bæjarstjóra næði ekki fram að ganga Forsaga málsins er sú að á milli jóla og nýárs var tillaga um uppstillingu felld á fundi fulltrúaráðsins í Eyjum. Meginregla Sjálfstæðisflokksins er sú að prófkjör skuldi haldin. Til að víkja frá þeirri reglu þarf aukinn meirihluta, 2/3 atkvæða, til að gera breytingu á fyrirkomulaginu. Meirihluti var með tillögunni en ekki sá aukni meirihluti sem til þurfti. Fundarstjóri tilkynnti niðurstöðuna í pontu og hafði á orði að framundan væri prófkjör, nýlunda hjá flokknum í Vestmannaeyjum þótt um meginreglu flokksins sé að ræða. Var það í takt við niðurstöðu skoðanakannanar MMR fyrir Eyjar.net í desember þar sem í ljós kom að 47% Eyjamanna væru fylgjandi prófkjöri en 16% vildu uppröðun. Niðurstöðunni var tekið með lófataki á fundinum og fluttar voru fréttir af því í flestum íslenskum miðlum að prófkjör yrði í Eyjum í fyrsta skipti í 28 ár. Virðist það hafa verið skilingur flestra, meðal annars bæjarstjórans. Um leið þótti sögulegt að tillaga Elliða Vignissonar, sem verið hefur bæjarstjóri frá 2006, næði ekki fram að ganga en slíkt er svo til óþekkt í pólitíkinni í Eyjum.Svarar því ekki hvort það komi til greina að taka oddvitasætið Þann 3. janúar boðaði fulltrúaráð svo til annars fundar. Þar kom fram að á dagskrá væri tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Elís gerði athugasemd við fundarboðið en fundurinn fór engu að síður fram þann 10. janúar síðastliðinn. Var borin fram tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Mjótt var á munum en var tillagan felld með 28 atkvæðum gegn 26. Eitt atkvæði var ógilt og annar seðill auður. Auk Elísar hafa yfirlýstir stuðningsmenn prófkjörs í Eyjum verið meðal annars þau Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Íris Róbertsdóttir, formaður ÍBV. Í samtali við Vísi í janúar velt Íris því fyrir sér hvers vegna hefði greitt atkvæði gegn prófkjöri á sama tíma og hann sagðist vilja að það færi fram prófkjör. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag hefur verið rætt við Íris um að taka oddvitasætið á nýjum sérlista Sjálfstæðismanna í Eyjum. Hún svarar því hins vegar hvorki af eða á hvort hún það komi til greina. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47 Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en eins og Vísir fjallaði um í síðasta mánuði mátti litlu muna að prófkjör yrði haldið í fyrsta skipti í 28 ár hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum. Sú varð hins vegar ekki raunin heldur farin sú leið að aðal-og varamenn í fulltrúaráðinu í Eyjum kjósa á milli frmabjóðenda í svokallaðri „röðun.“ Lýstu þó nokkrir Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum yfir óánægju sinni með það enda eindregin skoðun þeirra að löngu sé kominn tími á prófkjör í bænum. Á meðal þeirra sem eru ósáttir við þá leið sem verður farin er Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi, en hann sagði strax í liðnum mánuði, þegar það lá fyrir að ekkert yrði af prófkjöri, að hann ætti von á því að einvherjir Sjálfstæðismenn í Eyjum myndu bjóða fram sérlista.Þótti sögulegt að tillaga bæjarstjóra næði ekki fram að ganga Forsaga málsins er sú að á milli jóla og nýárs var tillaga um uppstillingu felld á fundi fulltrúaráðsins í Eyjum. Meginregla Sjálfstæðisflokksins er sú að prófkjör skuldi haldin. Til að víkja frá þeirri reglu þarf aukinn meirihluta, 2/3 atkvæða, til að gera breytingu á fyrirkomulaginu. Meirihluti var með tillögunni en ekki sá aukni meirihluti sem til þurfti. Fundarstjóri tilkynnti niðurstöðuna í pontu og hafði á orði að framundan væri prófkjör, nýlunda hjá flokknum í Vestmannaeyjum þótt um meginreglu flokksins sé að ræða. Var það í takt við niðurstöðu skoðanakannanar MMR fyrir Eyjar.net í desember þar sem í ljós kom að 47% Eyjamanna væru fylgjandi prófkjöri en 16% vildu uppröðun. Niðurstöðunni var tekið með lófataki á fundinum og fluttar voru fréttir af því í flestum íslenskum miðlum að prófkjör yrði í Eyjum í fyrsta skipti í 28 ár. Virðist það hafa verið skilingur flestra, meðal annars bæjarstjórans. Um leið þótti sögulegt að tillaga Elliða Vignissonar, sem verið hefur bæjarstjóri frá 2006, næði ekki fram að ganga en slíkt er svo til óþekkt í pólitíkinni í Eyjum.Svarar því ekki hvort það komi til greina að taka oddvitasætið Þann 3. janúar boðaði fulltrúaráð svo til annars fundar. Þar kom fram að á dagskrá væri tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Elís gerði athugasemd við fundarboðið en fundurinn fór engu að síður fram þann 10. janúar síðastliðinn. Var borin fram tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Mjótt var á munum en var tillagan felld með 28 atkvæðum gegn 26. Eitt atkvæði var ógilt og annar seðill auður. Auk Elísar hafa yfirlýstir stuðningsmenn prófkjörs í Eyjum verið meðal annars þau Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Íris Róbertsdóttir, formaður ÍBV. Í samtali við Vísi í janúar velt Íris því fyrir sér hvers vegna hefði greitt atkvæði gegn prófkjöri á sama tíma og hann sagðist vilja að það færi fram prófkjör. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag hefur verið rætt við Íris um að taka oddvitasætið á nýjum sérlista Sjálfstæðismanna í Eyjum. Hún svarar því hins vegar hvorki af eða á hvort hún það komi til greina.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47 Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47
Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00
Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30