Fótbolti

Einn sá besti í heimi um muninn á því að dekka Ronaldo og Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty
Menn þreytast ekki á því að bera saman þá Lionel Messi og Cristiano Ronaldo enda hafa þeir verið tveir bestu fótboltamenn heims í meira en áratug og einokað helstu verðlaun á þeim tíma.

Cristiano Ronaldo hefur fengið gullboltann undanfarin tvö ár og eiga þeir félagar því fimm eintök hvor. Enginn annar knattspyrnumaður í sögunni á fleiri en þrjá.

Einn besti varmaðurinn í kynslóð Messi og Ronaldo er Ítalinn Giorgio Chiellini sem er fæddur árið 1984. Hann verður 34 ára í ágúst og er einu ári eldri en Ronaldo og þremur árum eldri en Messi.

Giorgio Chiellini hefur þurft að glíma við þá Ronaldo og Messi í Meistaradeildinni og líka með ítalska landsliðinu þar sem Chiellini hefur spilað 96 leiki.

Það er því við hæfi að spyrja þennan frábæra miðvörð af því hver sé munurinn á því að dekka Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Það stóð ekki á svari frá þeim ítalska.





„Hvernig á að verjast Cristiano Ronaldo? Ekki gefa honum neitt pláss og halda boltanum frá hægri fætinum hans. Hvernig á að verjast Leo Messi? Leggjast á bæn,“ sagði Giorgio Chiellini.

Giorgio Chiellini hefur sex sinnum orðið ítalskur meistari með Juventus og unnið bikairnn þrisvar sinnum. Hann hefur aftur á móti aldrei unnið Meistaradeildina en tvisvar lent í öðru sæti.

2015 tapaði Chiellini og félagar hans í Juventus 3-1 í úrsltialeiknum á móti Lionel Messi og félögum í Barcelona og í fyrra tapaði Juventus 4-1 fyrir Cristiano Ronaldo og félögum í Real Madrid.

Ronaldo skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum 2017 en Messi náði ekki að skora í úrslitaleiknum 2015.

Giorgio Chiellini.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×