Körfubolti

Þriggja leikja bann fyrir að gefa "Kóngnum“ olnbogaskot | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dominique Elliott, annar tveggja bandarískra leikmanna Keflavíkur í Domino´s-deild karla í körfubolta, var í dag úrskurðaður í þriggja leikja bann.

Bannið fékk hann fyrir að gefa Davíð Arnari Ágústssyni, leikmanni Þórs Þorlákshafnar, olnbogaskot í 90-87 sigurleik Keflavíkurliðsins í viðureign liðanna síðastliðinn föstudag.

Elliot komst upp með að gefa „Kóngnum“, eins og Davíð Arnar er kallaður, olnbogaskotið í leiknum sjálfum en aganefnd KKÍ skoðaði málið á myndbandsupptöku og dæmdi eftir því.

Elliot kom til Keflavíkur um áramótin og er búinn að spila fimm leiki fyrir liðið. Hann er búinn að skora 17 stig, taka níu fráköst og gefa eina stoðsendingu að meðaltali í leik í þessum fimm leikjum. Hann skoraði níu stig og tók átta fráköst í umræddum leik á móti Þórsurum.

Hann missir af leikjum Keflavíkur á móti Tindastóli annað kvöld og einnig leikjum liðsins gegn Hetti heima í 17. umferðinni og stórleik gegn KR á útivelli í 18. umferð Domino´s-deildarinnar.

Keflavík er með 16 stig í 8. sæti deildarinnar.

Allan dóminn má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×