Kjalarnes í forgang – 10 góðar ástæður Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Í upphafi þessa árs varð til sterk bylgja í samfélaginu, einkum meðal þeirra sem aka Kjalarnesið reglulega, íbúa á Kjalarnesi og þeirra sem eiga ættingja, vini eða vinnufélaga, sem þurfa jafnvel daglega að aka þennan háskalega veg. Bylgjan hafði kraumað undir yfirborðinu lengi vel, en síðan varð skýr vendipunktur og hún braust fram af fullum krafti. Krafan er nú sú, að Vesturlandsvegur um Kjalarnes verði settur efstur á framkvæmdalista Vegagerðarinnar. Að viðgerðir fari fram strax og að vinna við tvöföldun vegarins verði sett í gang umsvifalaust. Að framkvæmdum verði hraðað og ljúki sem allra fyrst. Þessi skýlausa krafa er sett fram af sveitarfélögunum norðan Hvalfjarðarganga, af fyrirtækjum á Akranesi og á Grundartanga og síðast en ekki síst af almennum borgurum, þúsundum vegfarenda. Allir þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa lýst yfir stuðningi við þessa kröfu. En hverjar eru helstu ástæðurnar fyrir því að Kjalarnes á að fara í forgang?1. Vegurinn um Kjalarnes er stórhættulegur. Hann er mjór, einbreiður, óupplýstur og handónýtur, sérstaklega vegna djúpra hjólfara, sem hafa mælst langt yfir útgefnum öryggismörkum.2. Slys og óhöpp eru algeng á Kjalarnesi. Kjalarnes er ein mesta slysagildra á landinu.3. Vegurinn um Kjalarnes er þriðji fjölfarnasti vegur landsins. Um hann aka sem stendur að meðaltali 8.000 bifreiðar á dag. Reikna má með að a.m.k. 70% allra þungaflutninga út á landsbyggðina fari um Kjalarnes, með tilheyrandi sliti á veginum. Heildarumferð um veginn hefur aukist um 30% á síðustu fimm árum.4. Vegurinn um Kjalarnes er eina stofnæðin út frá Reykjavík, sem ekki hefur verið breikkuð.5. Vegurinn um Kjalarnes hefur setið eftir svo áratugum skiptir, hvað varðar eðlilegt viðhald og nauðsynlega aðlögun að stóraukinni umferð.6. Út frá veginum eru hátt í 50 afleggjarar, fæstir þeirra með aðrein. Það eitt og sér skapar mikla hættu á slysum og óhöppum.7. Veðurfar á Kjalarnesi er vindasamt og byljótt. Þar mælast langoftast af stofnæðunum vindhviður yfir 35m á sekúndu. Við slíkar aðstæður er gott veggrip lykilatriði.8. Hvalfjarðargöng stækkuðu atvinnu- og skólasvæðið á Suðvesturhorninu og því margir úr sveitarfélögunum norðan ganga, sem sækja vinnu og skóla til Reykjavíkur. Fyrir þetta fólk þýðir ömurlegt ástand vegarins margra klukkutíma streitu í hverri viku.9. Nú er svo komið að fólk er almennt orðið hrætt við að aka veginn um Kjalarnes og upplifir hann stórhættulegan og mjög óöruggan.10. Vegamálastjóri sagði í sjónvarpsviðtali í janúar 2018, um banaslys sem varð á veginum í byrjun árs, að það væri vissulega hörmulegur atburður, en ekki mjög óvæntur. Ætlum við í alvöru að bíða eftir fleiri slysum? Sumar þessar ástæður einar og sér kalla á tafarlausar endurbætur á veginum, saman hljóta þær að teljast knýjandi ástæða til að tvöföldun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verði sett í fullan gang og verkið klárað sem allra fyrst.Höfundur er forsvarsmaður þrýstihópsins Til öryggis á Kjalarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa árs varð til sterk bylgja í samfélaginu, einkum meðal þeirra sem aka Kjalarnesið reglulega, íbúa á Kjalarnesi og þeirra sem eiga ættingja, vini eða vinnufélaga, sem þurfa jafnvel daglega að aka þennan háskalega veg. Bylgjan hafði kraumað undir yfirborðinu lengi vel, en síðan varð skýr vendipunktur og hún braust fram af fullum krafti. Krafan er nú sú, að Vesturlandsvegur um Kjalarnes verði settur efstur á framkvæmdalista Vegagerðarinnar. Að viðgerðir fari fram strax og að vinna við tvöföldun vegarins verði sett í gang umsvifalaust. Að framkvæmdum verði hraðað og ljúki sem allra fyrst. Þessi skýlausa krafa er sett fram af sveitarfélögunum norðan Hvalfjarðarganga, af fyrirtækjum á Akranesi og á Grundartanga og síðast en ekki síst af almennum borgurum, þúsundum vegfarenda. Allir þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa lýst yfir stuðningi við þessa kröfu. En hverjar eru helstu ástæðurnar fyrir því að Kjalarnes á að fara í forgang?1. Vegurinn um Kjalarnes er stórhættulegur. Hann er mjór, einbreiður, óupplýstur og handónýtur, sérstaklega vegna djúpra hjólfara, sem hafa mælst langt yfir útgefnum öryggismörkum.2. Slys og óhöpp eru algeng á Kjalarnesi. Kjalarnes er ein mesta slysagildra á landinu.3. Vegurinn um Kjalarnes er þriðji fjölfarnasti vegur landsins. Um hann aka sem stendur að meðaltali 8.000 bifreiðar á dag. Reikna má með að a.m.k. 70% allra þungaflutninga út á landsbyggðina fari um Kjalarnes, með tilheyrandi sliti á veginum. Heildarumferð um veginn hefur aukist um 30% á síðustu fimm árum.4. Vegurinn um Kjalarnes er eina stofnæðin út frá Reykjavík, sem ekki hefur verið breikkuð.5. Vegurinn um Kjalarnes hefur setið eftir svo áratugum skiptir, hvað varðar eðlilegt viðhald og nauðsynlega aðlögun að stóraukinni umferð.6. Út frá veginum eru hátt í 50 afleggjarar, fæstir þeirra með aðrein. Það eitt og sér skapar mikla hættu á slysum og óhöppum.7. Veðurfar á Kjalarnesi er vindasamt og byljótt. Þar mælast langoftast af stofnæðunum vindhviður yfir 35m á sekúndu. Við slíkar aðstæður er gott veggrip lykilatriði.8. Hvalfjarðargöng stækkuðu atvinnu- og skólasvæðið á Suðvesturhorninu og því margir úr sveitarfélögunum norðan ganga, sem sækja vinnu og skóla til Reykjavíkur. Fyrir þetta fólk þýðir ömurlegt ástand vegarins margra klukkutíma streitu í hverri viku.9. Nú er svo komið að fólk er almennt orðið hrætt við að aka veginn um Kjalarnes og upplifir hann stórhættulegan og mjög óöruggan.10. Vegamálastjóri sagði í sjónvarpsviðtali í janúar 2018, um banaslys sem varð á veginum í byrjun árs, að það væri vissulega hörmulegur atburður, en ekki mjög óvæntur. Ætlum við í alvöru að bíða eftir fleiri slysum? Sumar þessar ástæður einar og sér kalla á tafarlausar endurbætur á veginum, saman hljóta þær að teljast knýjandi ástæða til að tvöföldun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verði sett í fullan gang og verkið klárað sem allra fyrst.Höfundur er forsvarsmaður þrýstihópsins Til öryggis á Kjalarnesi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun