Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Haukar 69-91 | Auðvelt hjá toppliðinu gegn botnliðinu Gunnar Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2018 21:45 Kári Jónsson, leikmaður Hauka. vísir/anton Topplið Hauka í Domino‘s deild karla í körfuknattleik átti ekki í miklum vandræðum með botnlið Hattar þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Hafnarfjarðarliðið gerði út um leikinn með að vinna þriðja leikhluta með meira en 20 stiga mun og leikinn í heild 69-91. Loks var hægt að leika í kvöld en leikurinn hafði verið færður fram og til baka. Fyrst var hann færður fram til síðasta sunnudags því Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, þjálfar jafnframt íslenska kvennalandsliðið sem spilar í Bosníu á laugardag. Á sunnudag gerði óveður og ekki var hægt að fljúga austur í Egilsstaði. Leikurinn var því færður á sinn upphaflega tíma og stýrði aðstoðarþjálfarinn Vilhjálmur Steinarsson liðinu í fjarveru Ívars. Höttur hefur heldur lifnað við í síðustu leikjum eftir erfiðan vetur og vann loks sinn fyrsta sigur fyrir tveimur vikum. Framan af leiknum í kvöld spilaði liðið bæði ágæta sókn og vörn. Haukar höfðu sex stiga forskot eftir fyrsta leikhluta en sá munur varð ekki til fyrr en síðustu tvær mínúturnar og með örlítið meiri skynsemi Hattarmanna hefði munurinn orðið minni. Haukar höfðu áfram frumkvæðið í öðrum leikhluta, Hattarmenn áttu spretti en gestirnir áttu alltaf annan gír. Í hálfleik munaði sjö stigum, 36-43. Í þriðja leikhluta völtuðu Haukar yfir Hattarmenn 14-35. Um miðjan leikhlutann komu fjórar þriggja stiga körfur í röð frá gestunum og þær einfaldlega steinrotuðu heimaliðið. Haukar þéttu einnig vörnina, sóknarleikur Hattar varð handahófskenndur og skotin slök sem skilaði sér í einfaldari sóknum Hauka. Leikurinn var þannig í raun búinn þegar fjórði leikhluti hófst. Bæði lið notuðu þá yngri leikmenn sem fá tækifæri hafa fengið í vetur. Eftir smá byrjunarstress nýttu ungu strákarnir sénsinn vel og þeir sem sátu á bekkjunum fögnuðu stigum þeirra. Þegar uppi stóð höfðu allir leikmenn Hauka skorað og allir nema einn hjá Hetti. Af hverju unnu Haukar? Fyrir utan hið augljósa að hér var efsta lið deildarinnar að spila við það neðsta og þar af leiðandi var til staðar getumunur spiluðu Haukar frábæran þriðja leikhluta. Vörnin small og í nánast hverri sókn var opið skotfæri. Tuttugu stiga munur þar gerði út um leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Paul Jones var stigahæstur hjá Haukum með 27 stig, þar af skoraði hann 21 í fyrri hálfleik. Hann virtist alltaf geta búið sér til pláss, var snöggur upp og skotin voru góð. Kári Jónsson tók svo við og setti niður 14 stig í þriðja leikhluta. Hvað gekk illa? Eins og þriðji leikhluti gekk vel hjá Haukum þá gekk hann afleitlega hjá Hetti. Sóknarleikurinn sem gekk vel framan af fór í kerfi og skotin voru hreinlega léleg. Til að bæta gráu ofan á svart vantaði ákefðina í vörnina, Haukar fengu of mörg frí skot. Hvað gerist næst? Haukar verða einir á toppnum að minnsta kosti í sólarhring þar til KR tekur á móti Grindavík á morgun. Hafnarfjarðarliðið fær annars rúma viku til að undirbúa sig fyrir heimaleik gegn Njarðvík.Viðar Örn: Sama hver steig inn á völlinn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var afar ósáttur með hvernig liðsmenn hans spiluðu í þriðja leikhluta gegn Haukum í kvöld. „Við erum einbeittir í að reyna að bæta okkur í körfubolta og það hefur ekki breyst viku frá viku. Ég segi hins vegar alltaf það sama. Við missum hausinn í þriðja leikhluta. Ég er ósátur við hvað menn gera. Það var sama hver steig inn á völlinn, það voru allir með sömu skituna. Við gerðum ágætlega þegar við héldum þeim fyrir framan okkur í vörninni og unnum eftir því sem við settum upp. Haukar eru hins vegar hörkulið og jörðuðu okkur þegar við duttum í bullið og einstaklingsruglið. Ég veit ekki hvenær menn ætla að átta sig á því að ef við spilum ekki saman og höfum stjórn á öllu sem við getum þá erum við í vondum málum. Það er vonandi að við lærum af því.“ Yngri leikmenn Hattar fengu tækifæri í fjórða leikhluta enda úrslitin þá í raun ráðin. „Þessir strákar eru framtíðin hjá okkur og því gott að þeir fái mínútur. Það var heldur ekki eins og hinir væru að standa sig.“ Skammt er á milli leikja hjá Hetti nú, liðið heimsækir Keflavík á sunnudag. „Þetta er andlegt og við verðum að ná að einbeita okkur betur. Það er samt skemmtilegt að það er stutt á milli.“Vilhjálmur: Vörnin lagði grunninn að áhlaupinu Vilhjálmur Steinarsson, sem stýrði liði Hauka í fjarveru aðalþjálfarans Ívars Ásgrímssonar, var ánægður með spilamennsku liðsins í þriðja leikhluta gegn Hetti í kvöld. Liðið vann leikhlutann með 20 stigum og þar með voru úrslit leiksins í raun ráðin. „Við byrjuðum of hægt og töpuðum níu boltum í fyrri hálfleik sem er of mikið fyrir okkar lið. Hattarmenn voru fulllengi inni í leiknum og að narta í hælana á okkur. Vörnin lagði grunninn að áhlaupinu, við læstum henni og fórum að spila okkar leik í þriðja leikhluta. Við unnum hann 14-35 og það lagði grunninn að sigrinum.“ Vilhjálmur gladdist einnig yfir breiddinni í Haukaliðinu, í fjórða leikhluta spiluðu yngri leikmenn liðsins og þegar uppi stóð höfðu allir leikmenn á skýrslu skorað stig. „Við spilum á tíu mönnum sem tryggir að við erum alltaf með ferska menn að verjast þeirra bestu mönnum. Það eru 2-3 sem gerðu mest fyrir Hött og þeir þreyttust. Við vorum með tíu leikmenn sem spiluðu nokkuð margar mínútur og ég var ánægður með að geta keyrt á svona mörgum mönnum. Dagskráin framundan er erfið og því skiptir máli að hafa alla heila og dreifa mínútunum vel.“ Haukaliðið fagnaði vel öllum körfum yngri leikmannanna í fjórða leikhluta. „Þetta eru strákar sem ekki hafa spilað mikið í vetur en eru alltaf tilbúnir að koma inn. Þeir hafa því ekki skorað margar körfur til þessa. Því er gaman þegar þeir skora og fá smá sjálfstraust.“Emil: Vorum á hælunum í byrjun Emil Barja, leikmaður Hauka, sagði liðið hafa farið of hægt af stað í leiknum gegn Hetti í kvöld. Egilsstaðaliðið var inni í leiknum framan af og aðeins munaði sjö stigum í hálfleik. Lokamunurinn var hins vegar 22 stig eftir frábæran þriðja leikhluta gestanna. „Það má segja að við höfum fengið smá spark í rassinn í hálfleik. Við gáfum aðeins meira í, vorum ákafari í bæði vörn og sókn. Við vanmátum þá kannski aðeins í byrjun og komum slakir inn. Við vorum á hælunum í vörninni og létum boltann ekki vinna nóg með okkur heldur vorum í einstaklingsframtaki. Um leið og við gerðum þetta saman fengum við fullt af opnum færum og sýndum hversu góðir við erum.“ Byrjunarlið Hauka, þar með Emil, hvíldi svo mest allan fjórða leikhlutann enda úrslitin ráðin. „Þá hvetur maður bara hina, hver maður sem kemur inn á skiptir máli. Það var fínt að leyfa ungu mönnunum að fá séns, þeir taka við meistaraflokknum.“ Dominos-deild karla
Topplið Hauka í Domino‘s deild karla í körfuknattleik átti ekki í miklum vandræðum með botnlið Hattar þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Hafnarfjarðarliðið gerði út um leikinn með að vinna þriðja leikhluta með meira en 20 stiga mun og leikinn í heild 69-91. Loks var hægt að leika í kvöld en leikurinn hafði verið færður fram og til baka. Fyrst var hann færður fram til síðasta sunnudags því Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, þjálfar jafnframt íslenska kvennalandsliðið sem spilar í Bosníu á laugardag. Á sunnudag gerði óveður og ekki var hægt að fljúga austur í Egilsstaði. Leikurinn var því færður á sinn upphaflega tíma og stýrði aðstoðarþjálfarinn Vilhjálmur Steinarsson liðinu í fjarveru Ívars. Höttur hefur heldur lifnað við í síðustu leikjum eftir erfiðan vetur og vann loks sinn fyrsta sigur fyrir tveimur vikum. Framan af leiknum í kvöld spilaði liðið bæði ágæta sókn og vörn. Haukar höfðu sex stiga forskot eftir fyrsta leikhluta en sá munur varð ekki til fyrr en síðustu tvær mínúturnar og með örlítið meiri skynsemi Hattarmanna hefði munurinn orðið minni. Haukar höfðu áfram frumkvæðið í öðrum leikhluta, Hattarmenn áttu spretti en gestirnir áttu alltaf annan gír. Í hálfleik munaði sjö stigum, 36-43. Í þriðja leikhluta völtuðu Haukar yfir Hattarmenn 14-35. Um miðjan leikhlutann komu fjórar þriggja stiga körfur í röð frá gestunum og þær einfaldlega steinrotuðu heimaliðið. Haukar þéttu einnig vörnina, sóknarleikur Hattar varð handahófskenndur og skotin slök sem skilaði sér í einfaldari sóknum Hauka. Leikurinn var þannig í raun búinn þegar fjórði leikhluti hófst. Bæði lið notuðu þá yngri leikmenn sem fá tækifæri hafa fengið í vetur. Eftir smá byrjunarstress nýttu ungu strákarnir sénsinn vel og þeir sem sátu á bekkjunum fögnuðu stigum þeirra. Þegar uppi stóð höfðu allir leikmenn Hauka skorað og allir nema einn hjá Hetti. Af hverju unnu Haukar? Fyrir utan hið augljósa að hér var efsta lið deildarinnar að spila við það neðsta og þar af leiðandi var til staðar getumunur spiluðu Haukar frábæran þriðja leikhluta. Vörnin small og í nánast hverri sókn var opið skotfæri. Tuttugu stiga munur þar gerði út um leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Paul Jones var stigahæstur hjá Haukum með 27 stig, þar af skoraði hann 21 í fyrri hálfleik. Hann virtist alltaf geta búið sér til pláss, var snöggur upp og skotin voru góð. Kári Jónsson tók svo við og setti niður 14 stig í þriðja leikhluta. Hvað gekk illa? Eins og þriðji leikhluti gekk vel hjá Haukum þá gekk hann afleitlega hjá Hetti. Sóknarleikurinn sem gekk vel framan af fór í kerfi og skotin voru hreinlega léleg. Til að bæta gráu ofan á svart vantaði ákefðina í vörnina, Haukar fengu of mörg frí skot. Hvað gerist næst? Haukar verða einir á toppnum að minnsta kosti í sólarhring þar til KR tekur á móti Grindavík á morgun. Hafnarfjarðarliðið fær annars rúma viku til að undirbúa sig fyrir heimaleik gegn Njarðvík.Viðar Örn: Sama hver steig inn á völlinn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var afar ósáttur með hvernig liðsmenn hans spiluðu í þriðja leikhluta gegn Haukum í kvöld. „Við erum einbeittir í að reyna að bæta okkur í körfubolta og það hefur ekki breyst viku frá viku. Ég segi hins vegar alltaf það sama. Við missum hausinn í þriðja leikhluta. Ég er ósátur við hvað menn gera. Það var sama hver steig inn á völlinn, það voru allir með sömu skituna. Við gerðum ágætlega þegar við héldum þeim fyrir framan okkur í vörninni og unnum eftir því sem við settum upp. Haukar eru hins vegar hörkulið og jörðuðu okkur þegar við duttum í bullið og einstaklingsruglið. Ég veit ekki hvenær menn ætla að átta sig á því að ef við spilum ekki saman og höfum stjórn á öllu sem við getum þá erum við í vondum málum. Það er vonandi að við lærum af því.“ Yngri leikmenn Hattar fengu tækifæri í fjórða leikhluta enda úrslitin þá í raun ráðin. „Þessir strákar eru framtíðin hjá okkur og því gott að þeir fái mínútur. Það var heldur ekki eins og hinir væru að standa sig.“ Skammt er á milli leikja hjá Hetti nú, liðið heimsækir Keflavík á sunnudag. „Þetta er andlegt og við verðum að ná að einbeita okkur betur. Það er samt skemmtilegt að það er stutt á milli.“Vilhjálmur: Vörnin lagði grunninn að áhlaupinu Vilhjálmur Steinarsson, sem stýrði liði Hauka í fjarveru aðalþjálfarans Ívars Ásgrímssonar, var ánægður með spilamennsku liðsins í þriðja leikhluta gegn Hetti í kvöld. Liðið vann leikhlutann með 20 stigum og þar með voru úrslit leiksins í raun ráðin. „Við byrjuðum of hægt og töpuðum níu boltum í fyrri hálfleik sem er of mikið fyrir okkar lið. Hattarmenn voru fulllengi inni í leiknum og að narta í hælana á okkur. Vörnin lagði grunninn að áhlaupinu, við læstum henni og fórum að spila okkar leik í þriðja leikhluta. Við unnum hann 14-35 og það lagði grunninn að sigrinum.“ Vilhjálmur gladdist einnig yfir breiddinni í Haukaliðinu, í fjórða leikhluta spiluðu yngri leikmenn liðsins og þegar uppi stóð höfðu allir leikmenn á skýrslu skorað stig. „Við spilum á tíu mönnum sem tryggir að við erum alltaf með ferska menn að verjast þeirra bestu mönnum. Það eru 2-3 sem gerðu mest fyrir Hött og þeir þreyttust. Við vorum með tíu leikmenn sem spiluðu nokkuð margar mínútur og ég var ánægður með að geta keyrt á svona mörgum mönnum. Dagskráin framundan er erfið og því skiptir máli að hafa alla heila og dreifa mínútunum vel.“ Haukaliðið fagnaði vel öllum körfum yngri leikmannanna í fjórða leikhluta. „Þetta eru strákar sem ekki hafa spilað mikið í vetur en eru alltaf tilbúnir að koma inn. Þeir hafa því ekki skorað margar körfur til þessa. Því er gaman þegar þeir skora og fá smá sjálfstraust.“Emil: Vorum á hælunum í byrjun Emil Barja, leikmaður Hauka, sagði liðið hafa farið of hægt af stað í leiknum gegn Hetti í kvöld. Egilsstaðaliðið var inni í leiknum framan af og aðeins munaði sjö stigum í hálfleik. Lokamunurinn var hins vegar 22 stig eftir frábæran þriðja leikhluta gestanna. „Það má segja að við höfum fengið smá spark í rassinn í hálfleik. Við gáfum aðeins meira í, vorum ákafari í bæði vörn og sókn. Við vanmátum þá kannski aðeins í byrjun og komum slakir inn. Við vorum á hælunum í vörninni og létum boltann ekki vinna nóg með okkur heldur vorum í einstaklingsframtaki. Um leið og við gerðum þetta saman fengum við fullt af opnum færum og sýndum hversu góðir við erum.“ Byrjunarlið Hauka, þar með Emil, hvíldi svo mest allan fjórða leikhlutann enda úrslitin ráðin. „Þá hvetur maður bara hina, hver maður sem kemur inn á skiptir máli. Það var fínt að leyfa ungu mönnunum að fá séns, þeir taka við meistaraflokknum.“
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti