Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 101-93 | Stólarnir unnu í kaflaskiptum leik Hákon Ingi Rafnsson skrifar 8. febrúar 2018 22:45 Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls. vísir/anton Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í Síkið í 17. Umferð Domino´s deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn hafði ÍR tapað gegn Þór Þ. svo að með sigrinum komst Tindastóll í 3 sæti deildarinnar ásamt ÍR. Keflvíkingar söknuðu þó mikilvægs leikmanns og það er hann Dominique Elliot en hann er að taka út fyrsta leikinn í þriggja leikja banni. Tindastóll byrjaði leikinn töluvert betur, en eftir aðeins fjórar mínútur voru heimamenn komnir með 13 stiga forystu, 21-8. Heimamenn héldu áfram að pressa og komu stöðunni í 31-14 rétt fyrir lok leikhlutans og settu heldur betur tóninn þar. Tindastóll hélt áfram á sömu braut í 2. leikhluta og þegar leikhlutinn var hálfnaður voru heimamenn komnir með 25 stiga forystu, 45-20. Þá kippti Keflavík loks við sér en náðu þó aðeins að saxa 5 stig af forystu Tindastóls í leikhlutanum. Staðan var 56-36 í hálfleik. Friðrik Ingi þjálfari Keflavíkur hefur heldur betur rætt málin með sínum mönnum í hálfleik en Keflavík minnkaði muninn í aðeins 5 stig og gerðu sig töluvert líklegri til að taka leikinn. Rétt fyrir lok 3 leikhluta vöknuðu þó heimamenn og komu sér aftur í 8 stiga forystu, 71-63. Chris Davenport datt í gang í byrjun 4. leikhluta og setti þrjá þrista í röð og kom Tindastól í 20 stiga forystu þegar aðeins 3 mínútur voru liðnar af 4. leikhluta. Keflvíkingar tóku þá loks við sér og læstu gjörsamlega vörninni á meðan þeir spiluðu frábæra sókn. Þegar rúm mínúta var eftir af leiknum höfðu Keflvíkingar minnkað muninn í aðeins 5 stig, 93-88. Tindastóll gaf þá loks í fyrir endasprettinn og náðu að klára leikinn, 101-93.Afhverju vann Tindastóll? Tindastóll voru mikið grimmari í fráköstum en Keflvíkingar og voru þess vegna að fá fleiri tækifæri til að skora. Tindastóll mætti einnig mikið betur til leiks en Keflvíkingarnir eins og má sjá á fyrri hálfleikstölum.Hverjir stóðu upp úr? Pétur Rúnar átti glæsilegan leik í kvöld en hann skilaði 26 stigum 9 stoðsendingum og 8 fráköstum. Christian Dion Jones og Hörður Axel voru einnig flottir í kvöld. Christian Jones var ansi öflugur inni í teignum þar sem að hann safnaði að sér fráköstum og skilaði baráttustigum. Hörður Axel átti stóran part á því að koma Keflvíkingum aftur í leikinn en hann skoraði 27 stig.Hvað gekk illa? Bæði lið voru með allt of marga tapaða bolta en það var stór ástæða af hverju leikurinn sveiflaðist svona á milli liðanna.Hvað gerist næst? Tindastóll heimsækir Þór Þ. í næstu umferð og það má búast við hörkuleik þar vegna þess að Þórsliðið hefur bætt sig mikið í vetur og eru á góðum spretti núna. Keflvíkingar fá svo Hött til sín og það er hálfgerður skyldusigur fyrir þá ef að þeir ætla að komast í úrslitakeppnina. Friðrik Ingi: Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik Friðrik Ingi, þjálfari Keflavíkur, sagði í viðtali að sínir menn hefðu hreinlega ekki mætt til leiks í fyrri hálfleik en girtu sig þó svo í brók. „Við vorum vorum ekki með á nótunum og þetta var algjörlega óásættanlega spilamennska. Dómgæslan hafði ekkert með úrslitin að gera, við hefðum kannski geta stolið sigrinum ef að við hefðum spilað betur í lok leiks.“Hörður Axel: Grófum okkur djúpa holu í fyrri hálfleik sem var erfitt að komast úr Hörður Axel, leikmaður Keflavíkur, sagði í viðtali að þeir hefðu verið arfaslakir í fyrri hálfleik en var hinsvegar mjög ánægður með leikinn eftir það. „Þetta er hörkulið, en við grófum okkur djúpa holu í fyrri hálfleik sem að kostaði okkur leikinn. Við getum samt tekið það út úr leiknum að við gáfum okkur góðann séns á að koma til baka og gera eitthvað.“ Hörður Axel sagði einnig að dómararnir gera mistök eins og allir aðrir og það sé ekkert hægt að kvarta undan þeim. „Þeir gera mistök eins og allir aðrir og við getum ekkert kvartað undan þeim.” Keflavík á næst leik gegn Hetti á Sunnudaginn og Hörður tjáði sig um hvað þeir gætu tekið út úr þessum leik í þann næsta. „Ef að við spilum eins og við gerðum í seinni hálfleik þá verðum við mjög flottir á sunnudaginn. Ef að við spilum eins og í fyrri þá mun leikurinn reynast okkur erfiður.Pétur Rúnar: Vorum heppnir að ná að klára þetta út í lokin Pétur Rúnar, leikmaður Tindastóls, sagði í viðtali að þetta hafi verið mikið af áhlaupum í leiknum en Tindastóll hafi bara átt stærri áhlaup. „Þetta var leikur áhlaupa og við vorum heppnir að við vorum bara með stærri áhlaup. Þeir náðu að minnka þetta niður í 5 stig í fjórða leikhluta en við náðum þó að endast út.“ Tindastóll fékk nýjan leikmann í raðir sínar fyrir rúmri viku en það er hann Chris Davenport. Pétur var aðeins spurður hvað honum fannst um hann. „Hann kom flottur inn og setti niður þrjá þrista í röð þannig það er ekkert hægt að kvarta yfir honum.“ Tindastóll á næsta leik gegn Þór Þorlákshöfn, Pétur tjáði sig um hann. „Við verðum bara að mæta með hörku, baráttu og verðum að mæta þeim vegna þess að þeir hafa verið að spila vel.“Israel Martin: Spiluðum frábærlega í dag Isreal Martin, þjálfari Tindastóls, sagði að Tindastóll hefði spilað 37 mínútur frábærlega, seinustu mínúturnar voru erfiðar þegar þeir byrjuðu að setja pressu á boltann. „Við spiluðum 37 mínútur frábærlega, þeir byrjuðu að pressa fast á boltann þegar aðeins 3 mínútur voru eftir og það voru mjög erfiðar lokamínútur fyrir okkur. Við vorum þó frábærir varnarlega og sóknarlega í dag.“ Martin sagði að hann væri mjög ánægður með Chris Davenport leikmann Tindastóls því að hann sýndi hvað hann getur bæði sóknarlega og varnarlega. „Mér líst mjög vel á hann, skotið hans er að batna og hann hefur sýnt að hann getur varið og breytt skotum í vörninni, en liðsvinnan er þó mikilvægust.“ Þór Þ. er að koma frá stórum sigri á ÍR og Martin tjáði sig um næsta leik gegn þeim. „Þór er auðvitað að koma frá stórum sigri og mér finnst þetta vera eitt af liðunum sem berst mest í deildinni svo að við verðum að mæta því, þeir eru með tvo erlenda leikmenn núna svo að við verðum að mæta strax til leiks.“ Dominos-deild karla
Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í Síkið í 17. Umferð Domino´s deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn hafði ÍR tapað gegn Þór Þ. svo að með sigrinum komst Tindastóll í 3 sæti deildarinnar ásamt ÍR. Keflvíkingar söknuðu þó mikilvægs leikmanns og það er hann Dominique Elliot en hann er að taka út fyrsta leikinn í þriggja leikja banni. Tindastóll byrjaði leikinn töluvert betur, en eftir aðeins fjórar mínútur voru heimamenn komnir með 13 stiga forystu, 21-8. Heimamenn héldu áfram að pressa og komu stöðunni í 31-14 rétt fyrir lok leikhlutans og settu heldur betur tóninn þar. Tindastóll hélt áfram á sömu braut í 2. leikhluta og þegar leikhlutinn var hálfnaður voru heimamenn komnir með 25 stiga forystu, 45-20. Þá kippti Keflavík loks við sér en náðu þó aðeins að saxa 5 stig af forystu Tindastóls í leikhlutanum. Staðan var 56-36 í hálfleik. Friðrik Ingi þjálfari Keflavíkur hefur heldur betur rætt málin með sínum mönnum í hálfleik en Keflavík minnkaði muninn í aðeins 5 stig og gerðu sig töluvert líklegri til að taka leikinn. Rétt fyrir lok 3 leikhluta vöknuðu þó heimamenn og komu sér aftur í 8 stiga forystu, 71-63. Chris Davenport datt í gang í byrjun 4. leikhluta og setti þrjá þrista í röð og kom Tindastól í 20 stiga forystu þegar aðeins 3 mínútur voru liðnar af 4. leikhluta. Keflvíkingar tóku þá loks við sér og læstu gjörsamlega vörninni á meðan þeir spiluðu frábæra sókn. Þegar rúm mínúta var eftir af leiknum höfðu Keflvíkingar minnkað muninn í aðeins 5 stig, 93-88. Tindastóll gaf þá loks í fyrir endasprettinn og náðu að klára leikinn, 101-93.Afhverju vann Tindastóll? Tindastóll voru mikið grimmari í fráköstum en Keflvíkingar og voru þess vegna að fá fleiri tækifæri til að skora. Tindastóll mætti einnig mikið betur til leiks en Keflvíkingarnir eins og má sjá á fyrri hálfleikstölum.Hverjir stóðu upp úr? Pétur Rúnar átti glæsilegan leik í kvöld en hann skilaði 26 stigum 9 stoðsendingum og 8 fráköstum. Christian Dion Jones og Hörður Axel voru einnig flottir í kvöld. Christian Jones var ansi öflugur inni í teignum þar sem að hann safnaði að sér fráköstum og skilaði baráttustigum. Hörður Axel átti stóran part á því að koma Keflvíkingum aftur í leikinn en hann skoraði 27 stig.Hvað gekk illa? Bæði lið voru með allt of marga tapaða bolta en það var stór ástæða af hverju leikurinn sveiflaðist svona á milli liðanna.Hvað gerist næst? Tindastóll heimsækir Þór Þ. í næstu umferð og það má búast við hörkuleik þar vegna þess að Þórsliðið hefur bætt sig mikið í vetur og eru á góðum spretti núna. Keflvíkingar fá svo Hött til sín og það er hálfgerður skyldusigur fyrir þá ef að þeir ætla að komast í úrslitakeppnina. Friðrik Ingi: Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik Friðrik Ingi, þjálfari Keflavíkur, sagði í viðtali að sínir menn hefðu hreinlega ekki mætt til leiks í fyrri hálfleik en girtu sig þó svo í brók. „Við vorum vorum ekki með á nótunum og þetta var algjörlega óásættanlega spilamennska. Dómgæslan hafði ekkert með úrslitin að gera, við hefðum kannski geta stolið sigrinum ef að við hefðum spilað betur í lok leiks.“Hörður Axel: Grófum okkur djúpa holu í fyrri hálfleik sem var erfitt að komast úr Hörður Axel, leikmaður Keflavíkur, sagði í viðtali að þeir hefðu verið arfaslakir í fyrri hálfleik en var hinsvegar mjög ánægður með leikinn eftir það. „Þetta er hörkulið, en við grófum okkur djúpa holu í fyrri hálfleik sem að kostaði okkur leikinn. Við getum samt tekið það út úr leiknum að við gáfum okkur góðann séns á að koma til baka og gera eitthvað.“ Hörður Axel sagði einnig að dómararnir gera mistök eins og allir aðrir og það sé ekkert hægt að kvarta undan þeim. „Þeir gera mistök eins og allir aðrir og við getum ekkert kvartað undan þeim.” Keflavík á næst leik gegn Hetti á Sunnudaginn og Hörður tjáði sig um hvað þeir gætu tekið út úr þessum leik í þann næsta. „Ef að við spilum eins og við gerðum í seinni hálfleik þá verðum við mjög flottir á sunnudaginn. Ef að við spilum eins og í fyrri þá mun leikurinn reynast okkur erfiður.Pétur Rúnar: Vorum heppnir að ná að klára þetta út í lokin Pétur Rúnar, leikmaður Tindastóls, sagði í viðtali að þetta hafi verið mikið af áhlaupum í leiknum en Tindastóll hafi bara átt stærri áhlaup. „Þetta var leikur áhlaupa og við vorum heppnir að við vorum bara með stærri áhlaup. Þeir náðu að minnka þetta niður í 5 stig í fjórða leikhluta en við náðum þó að endast út.“ Tindastóll fékk nýjan leikmann í raðir sínar fyrir rúmri viku en það er hann Chris Davenport. Pétur var aðeins spurður hvað honum fannst um hann. „Hann kom flottur inn og setti niður þrjá þrista í röð þannig það er ekkert hægt að kvarta yfir honum.“ Tindastóll á næsta leik gegn Þór Þorlákshöfn, Pétur tjáði sig um hann. „Við verðum bara að mæta með hörku, baráttu og verðum að mæta þeim vegna þess að þeir hafa verið að spila vel.“Israel Martin: Spiluðum frábærlega í dag Isreal Martin, þjálfari Tindastóls, sagði að Tindastóll hefði spilað 37 mínútur frábærlega, seinustu mínúturnar voru erfiðar þegar þeir byrjuðu að setja pressu á boltann. „Við spiluðum 37 mínútur frábærlega, þeir byrjuðu að pressa fast á boltann þegar aðeins 3 mínútur voru eftir og það voru mjög erfiðar lokamínútur fyrir okkur. Við vorum þó frábærir varnarlega og sóknarlega í dag.“ Martin sagði að hann væri mjög ánægður með Chris Davenport leikmann Tindastóls því að hann sýndi hvað hann getur bæði sóknarlega og varnarlega. „Mér líst mjög vel á hann, skotið hans er að batna og hann hefur sýnt að hann getur varið og breytt skotum í vörninni, en liðsvinnan er þó mikilvægust.“ Þór Þ. er að koma frá stórum sigri á ÍR og Martin tjáði sig um næsta leik gegn þeim. „Þór er auðvitað að koma frá stórum sigri og mér finnst þetta vera eitt af liðunum sem berst mest í deildinni svo að við verðum að mæta því, þeir eru með tvo erlenda leikmenn núna svo að við verðum að mæta strax til leiks.“
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti