Ferðamannaborgin Reykjavík – kafli 2 Dóra Magnúsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 11:09 Það er ekki langt síðan að borgaryfirvöld, í samstarfi við ríkisvaldið og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, setti það á oddinn í tengslum við ferðaþjónustu að markaðssetja borgina allt árið; sbr. Ísland allt árið og eru þær áherslur enn í gangi. Þetta var gríðarlega mikilvægt skref til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar og treysta rekstur fyrirtækja sem sinna ferðamönnum árið um kring. Ekki bara á sumrin. Í stuttu máli má segja að þetta hafi gengið eftir þó svo það sé enn töluverð árstíðasveifla. Það hafa aldrei komið eins margir ferðamenn til Reykjavíkur að vetri til eins og nú. Eitthvað hefur hægt hefur á fjölgun ferðamanna en hún er samt mikil. Í janúar í fyrra komu um 136 þúsund erlendir ferðamenn en í janúar í ár voru þeir tæplega 148 þúsund. Það eru bara fáein ár síðan að veitingastaðir lokuðu einfaldlega í janúar og febrúar vegna þess hve lítið var að gera. Varaðu þig á því sem þú óskar þér - því þú gætir fengið það, er stundum sagt. Og þetta hefur einmitt gerst í Reykjavík. Borgin hefur einfaldlega fengið of marga ferðamenn á of stuttum tíma. Þó svo fjölgun ferðamanna hafi haft jákvæð áhrif á efnahag margra í borginni, aukið framboð á störfum og úrval þjónustu sem einnig nýtist borgarbúum, þá hefur um of reynt á innviði borgarinnar og þolinmæði íbúa. Við þessu hefur að einhverju leyti verið brugðist, s.s. með standsetningu safnstoppistöðva í miðborginni, með því að hemja útleigu airbnb húsnæðis, með því að beina byggingu hótela úr miðbænum til austurs, og fleira en mikilvægt er að byggja hótel fyrir ferðamenn einmitt til að draga úr þörf fyrir útleigu á almennu húsnæði. Betur má ef duga skal. Þetta er ekki einfalt úrlausnarefni en til skref sem aðrar borgir hafa stigið í átt að aukinni félagslegri sjálfbærni sem Reykvíkingar geta lært af. Við getum til dæmis unnið enn nánar með sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að dreifa ferðamönnum um allt svæðið, það þarf að koma á samtali og fræðslu um ferðaþjónustu innan borgarinnar, skoða leiðir til að auka vöruúrval í miðborginni svo það höfði í meira mæli til íbúa borgarinnar, það þarf að vinna uppbyggilega með fyrirtækjum í ferðaþjónustu s.s. veitingahúsum og verslunum að skilaboð til gesta, s.s. að skilti, matseðlar og auglýsingar, verði á íslensku og ensku þannig að íbúum finnist þeir ekki vera gestir í eigin borg, það þarf að hlúa betur að ferðamönnum til dæmis með því að setja upp skýli á safnstoppistöðvunum og fleira mætti tína til. Mikilvægt er að þessi vinna verði unnin í samstarfi íbúa, fyrirtækja í greininni og borgaryfirvalda. Ferðaþjónustan er komin til að vera. Það er ekkert sem bendir til þess að atvinnugreinin sé bóla sem springi á næstu árum. Ekki frekar en internetið. Reynslan frá öðrum vinsælum ferðamannaborgum sýnir það. Mikilvægt er að við lærum af reynslu annarra borga og leitum lausna til framtíðar. Því skiptir það höfuðmáli núna að Reykjavík beini sínum markaðskröftum og peningum inn á við og hlúi að viðkvæmu sambýli íbúa og ferðamanna. Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Það er ekki langt síðan að borgaryfirvöld, í samstarfi við ríkisvaldið og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, setti það á oddinn í tengslum við ferðaþjónustu að markaðssetja borgina allt árið; sbr. Ísland allt árið og eru þær áherslur enn í gangi. Þetta var gríðarlega mikilvægt skref til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar og treysta rekstur fyrirtækja sem sinna ferðamönnum árið um kring. Ekki bara á sumrin. Í stuttu máli má segja að þetta hafi gengið eftir þó svo það sé enn töluverð árstíðasveifla. Það hafa aldrei komið eins margir ferðamenn til Reykjavíkur að vetri til eins og nú. Eitthvað hefur hægt hefur á fjölgun ferðamanna en hún er samt mikil. Í janúar í fyrra komu um 136 þúsund erlendir ferðamenn en í janúar í ár voru þeir tæplega 148 þúsund. Það eru bara fáein ár síðan að veitingastaðir lokuðu einfaldlega í janúar og febrúar vegna þess hve lítið var að gera. Varaðu þig á því sem þú óskar þér - því þú gætir fengið það, er stundum sagt. Og þetta hefur einmitt gerst í Reykjavík. Borgin hefur einfaldlega fengið of marga ferðamenn á of stuttum tíma. Þó svo fjölgun ferðamanna hafi haft jákvæð áhrif á efnahag margra í borginni, aukið framboð á störfum og úrval þjónustu sem einnig nýtist borgarbúum, þá hefur um of reynt á innviði borgarinnar og þolinmæði íbúa. Við þessu hefur að einhverju leyti verið brugðist, s.s. með standsetningu safnstoppistöðva í miðborginni, með því að hemja útleigu airbnb húsnæðis, með því að beina byggingu hótela úr miðbænum til austurs, og fleira en mikilvægt er að byggja hótel fyrir ferðamenn einmitt til að draga úr þörf fyrir útleigu á almennu húsnæði. Betur má ef duga skal. Þetta er ekki einfalt úrlausnarefni en til skref sem aðrar borgir hafa stigið í átt að aukinni félagslegri sjálfbærni sem Reykvíkingar geta lært af. Við getum til dæmis unnið enn nánar með sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að dreifa ferðamönnum um allt svæðið, það þarf að koma á samtali og fræðslu um ferðaþjónustu innan borgarinnar, skoða leiðir til að auka vöruúrval í miðborginni svo það höfði í meira mæli til íbúa borgarinnar, það þarf að vinna uppbyggilega með fyrirtækjum í ferðaþjónustu s.s. veitingahúsum og verslunum að skilaboð til gesta, s.s. að skilti, matseðlar og auglýsingar, verði á íslensku og ensku þannig að íbúum finnist þeir ekki vera gestir í eigin borg, það þarf að hlúa betur að ferðamönnum til dæmis með því að setja upp skýli á safnstoppistöðvunum og fleira mætti tína til. Mikilvægt er að þessi vinna verði unnin í samstarfi íbúa, fyrirtækja í greininni og borgaryfirvalda. Ferðaþjónustan er komin til að vera. Það er ekkert sem bendir til þess að atvinnugreinin sé bóla sem springi á næstu árum. Ekki frekar en internetið. Reynslan frá öðrum vinsælum ferðamannaborgum sýnir það. Mikilvægt er að við lærum af reynslu annarra borga og leitum lausna til framtíðar. Því skiptir það höfuðmáli núna að Reykjavík beini sínum markaðskröftum og peningum inn á við og hlúi að viðkvæmu sambýli íbúa og ferðamanna. Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Reykjavík.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar