Stal aftur senunni á setningarhátíð ÓL og mætti ber að ofan í frostinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 12:42 Tongamaðurinn Pita Taufatofua. Vísir/Getty Tongamaðurinn Pita Taufatofua vakti mikla athygli á setningarhátíð vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang í dag. Hann leggur það í vana sinn að stela senunni þegar Ólympíuleikar eru settir. Það muna margir eftir honum þegar hann kom inn á leikvanginn á setningarhátíð síðustu sumarólympíuleika í Ríó en þá mætti hann olíuborinn, ber að ofan og í strápilsi. Pita Taufatofua tók þátt í tækvondó á ÓL í Ríó 2016 en honum tókst einnig að tryggja sér þátttökurétt á vetrarólympíuleikunum og það í skíðagöngu. Það er frost og ískalt í Pyeongchang en það kom þó ekki í veg fyrir að Pita Taufatofua mætti aftur olíuborinn, ber að ofan og í strápilsi inn á setningarhátíðina. Á meðan allir aðrir keppendur voru innpakkaðir í úlpu og góðan hlífðarfatnað í frostinu þá gekk Pita Taufatofua um brosandi í pilsi einu fata.Two years on from Rio and @PitaTaufatofua is topless again! Welcome Tonga to the Winter @Olympics! See more on @pyeongchang2018 here: https://t.co/M70cMvG6ulpic.twitter.com/w8IQKpDLgM — Olympic Channel (@olympicchannel) February 9, 2018 Pita Taufatofua er eini keppandi Tonga á leikunum en þessi eyjaklassi í Pólýnesíu býður ekki alveg upp á kjöraðstæður fyrir skíðagöngu. Tonga eða Vináttueyjar er eyjaklasi í Suður-Kyrrahafi á milli Nýja-Sjálands og Hawaii. Það er sunnan við Samóa og austan við Fídjieyjar. Þar er sól og yfir tuttugu stiga hiti allt árið. Það hefur verið flakk á kappanum að undanförnu. Pita mætti nefnilega til Íslands til að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en það gerði hann alþjóðlegu bikarmóti á gönguskíðum á Ísafirði. Hinn 34 ára gamli Pita var búinn að mistakast það að tryggja sig inn á leikana á sjö mótum þegar hann kom til Ísafjarðar. Ísafjörður var hans síðasta von og þar tókst honum að tryggja sér farseðilinn. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Pita Taufatofua sem var tekið á Ísafirði og fyrir fésbókarsíðu Ólympíuleikanna. Ólympíuleikar Tonga Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Sjá meira
Tongamaðurinn Pita Taufatofua vakti mikla athygli á setningarhátíð vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang í dag. Hann leggur það í vana sinn að stela senunni þegar Ólympíuleikar eru settir. Það muna margir eftir honum þegar hann kom inn á leikvanginn á setningarhátíð síðustu sumarólympíuleika í Ríó en þá mætti hann olíuborinn, ber að ofan og í strápilsi. Pita Taufatofua tók þátt í tækvondó á ÓL í Ríó 2016 en honum tókst einnig að tryggja sér þátttökurétt á vetrarólympíuleikunum og það í skíðagöngu. Það er frost og ískalt í Pyeongchang en það kom þó ekki í veg fyrir að Pita Taufatofua mætti aftur olíuborinn, ber að ofan og í strápilsi inn á setningarhátíðina. Á meðan allir aðrir keppendur voru innpakkaðir í úlpu og góðan hlífðarfatnað í frostinu þá gekk Pita Taufatofua um brosandi í pilsi einu fata.Two years on from Rio and @PitaTaufatofua is topless again! Welcome Tonga to the Winter @Olympics! See more on @pyeongchang2018 here: https://t.co/M70cMvG6ulpic.twitter.com/w8IQKpDLgM — Olympic Channel (@olympicchannel) February 9, 2018 Pita Taufatofua er eini keppandi Tonga á leikunum en þessi eyjaklassi í Pólýnesíu býður ekki alveg upp á kjöraðstæður fyrir skíðagöngu. Tonga eða Vináttueyjar er eyjaklasi í Suður-Kyrrahafi á milli Nýja-Sjálands og Hawaii. Það er sunnan við Samóa og austan við Fídjieyjar. Þar er sól og yfir tuttugu stiga hiti allt árið. Það hefur verið flakk á kappanum að undanförnu. Pita mætti nefnilega til Íslands til að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en það gerði hann alþjóðlegu bikarmóti á gönguskíðum á Ísafirði. Hinn 34 ára gamli Pita var búinn að mistakast það að tryggja sig inn á leikana á sjö mótum þegar hann kom til Ísafjarðar. Ísafjörður var hans síðasta von og þar tókst honum að tryggja sér farseðilinn. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Pita Taufatofua sem var tekið á Ísafirði og fyrir fésbókarsíðu Ólympíuleikanna.
Ólympíuleikar Tonga Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Sjá meira