Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Höttur 93-95 | Sjöunda tapið á heimavelli í röð Magnús Einþór Áskelsson skrifar 12. febrúar 2018 22:45 Hörður Axel Vilhjálmsson var í tapliði í kvöld. Vísir/Anton Óvæntustu úrslit vetrarins litu dagsins ljós í TM höllinni í Keflavík þegar neðsta lið deildarinnar unnu frækinn sigur á daufu liði Keflavíkur í kvöld 93-95 í spennandi leik. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af krafti og ætluðu greinilega að reyna að keyra yfir gestina. Hattamenn komu sér fljótt inn í leikinn og undir stjórn Kelvin Michoud Lewis jöfnuðu þeir leikinn og komust yfir þegar skammt var eftir af leikhlutanum en heimamenn gáfu í lokinn og leiddu með tveimur stigum, 26-24 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta hélt baráttan áfram, Hattarmenn voru að selja sig dýrt en heimamenn alltaf skrefinu á undan. Um miðbik leikhlutans tóku Kefvíkingar átta stiga sprett og var Viðar þjálfari Hattar fljótur að taka leikhlé sem skilaði sér í fimm stigum í röð fyrir gestina og úr varð aftur jafn leikur. Staðan, 48-46 fyrir Keflavík í hálfleik. Í þriðja leikhluta var sömu sögu að segja, liðin skiptust á að leiða, Höttur náði síðan þriggja stiga forskoti um miðbik leikhlutans og virtustu vera að fá meiri og meiri trú á verkefninu. Viða Örn Hafsteinsson spilandi þjálfari Hattar var vísað úr húsi fyrir að sveifla olnboganum í átt að Herði Axel Vilhjálmsonar eftir að þeir börðust um lausann bolta, hárrétt ákvörðun. Leikurinn hélt áfram að vera jafn og eftir troðslu Harðar Axel leið og flautan gall var staðan 66-65 fyrir síðasta leikhlutann. Seinasti leikhlutinn var æsispennandi, Mirko Virijevic kom gestunum yfir, 78-79 þegar um fjórar mínútur voru eftir. Keflavíkingar byrjuðu að koma boltanum inn á Christian Dion Jones niður á blokkinni og sem var að virka ágætlega fyrir þá og náðu forystunnu 84-82 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Þá tók Kelvin Michoud Lewis við fyrir gestina og Hatttarmenn náðu skyndilega þriggja stiga forskoti þegar 30. Sekúndur voru eftir. Hörður Axel fékk tvö víti þegar 26 sekúndur voru eftir en klúðraði þeim báðum. Hattarmenn kláruðu svo leikinn á línunni, en Keflvíkingar skoruðu þriggja stiga körfu þegar þegar ein sekúnda var eftir. Lokatölur í ótrúlegum sigri hatta 93- 95 Af hverju unnu Höttur? Höttur komu virkilega tilbúnir til leiks og náðu að framfylgja sínu leikplani mjög vel. Að sama skapi virtust leikmenn Keflavíkur koma með kolrangt hugarfar til leiks og hreinlega vanmátu gestina í kvöld. Höttur spilaði sínar langbestu 40 mínútur í vetur í kvöld og með mikilli baráttu unnu þeir verðskuldaðann sigur. Hverjir stóðu upp úr? Fyrir gestina var Kelvin Michaud Lewis frábær, hann skoraði 25 stig í fyrri hálfleik. þegar mest á reyndi undir lok leiksins reis hann upp og skilaði mikilvægum stigum á töfluna og endaði leikinn með 35 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst. Bergþór Ægir Ríkharðsson skilaði einnig risa framlagi en hann var með 17 stig og 10 fráköst. Hjá heimamönnum var Christian Dion Jones manna bestur en hann skoraði 28 stig og tók 14 fráköst. Magnús Már Traustason skoraði 17 stig, öll í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Varnarleikur heimamanna var lélegur eins og hann hefur verið undanfarnar vikur. Sóknarleikurinn var líka ekkert sérstakur þrátt fyrir að skora ágætlega mikið í leiknum en hann einkenndist mikið af einstaklingsframtaki og oft ótímabærum skotum. Vítanýting Kefvíkinga var einnig skelfileg sem reyndist þeim ansi dýrkeypt þegar upp var staðið. Tölfræði sem vekur athygli Vítanýting heimamann var skelfileg í þessum leik 13/30 eða 43%. Hörður Axel Vilhjálmsson með 2/7 og þar af tvö víti sem fóru forgörðum þegar 26 sekúndur voru eftir. Eins og Christian Dion Jones var góður í þessum leik var hann skelfilegur a vítalínunni eða 4/11. Einnig vekur athygli að þetta er sjöunda tap heimamann í röð í deild og bikar! Gárungar sem ég ræddi við eftir leik muna ekki eftir öðru eins. Hvað næst? Höttur fær bikarmeistara Tindstóls í heimsókn til Egilsstaða en Keflvíkingar fara í heimsókn í vesturbæinn og spila við íslandsmeistara KR. Keflavík-Höttur 93-95 (26-24, 22-22, 18-19, 27-30) Keflavík: Christian Dion Jones 28/14 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/7 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 17, Ragnar Örn Bragason 10, Guðmundur Jónsson 6, Reggie Dupree 5, Daði Lár Jónsson 5, Davíð Páll Hermannsson 2, Andri Daníelsson 0, Ágúst Orrason 0, Andri Þór Tryggvason 0, Andrés Kristleifsson 0. Höttur: Kevin Michaud Lewis 35/8 stoðsendingar/7fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 17/10 fráköst, Mirko Stefan Virijevic 13, Brynjar Snær Grétarssson 12, Andrée Fares Michelsson 5, Gísli Þórarinn Hallsson 3 , Sigmar Hákonarson 6, Nökkvi Jarl Óskarsson 2, Hreinn Gunnar Birgisson 4 , Viðar Örn Hafsteinsson 0, Atli Geir Sverrisson 0, Einar Páll Þrastarson 0 Friðrik Ingi: Hrós á Hött Friðik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur var alls ekki sáttu með sitt lið og það hugarfar sem það sýndi í þessum leik en tók ekkert af Hattarliðinu sem honum fannst hafa spilað mjög vel í kvöld. „ Ég er alls ekki sáttur með hugarfar liðsins í kvöld, hvernig það kom til leiks. Ég tek ekkert af Hattarmönnum þeir voru frábærir, spiluðu eins og þeir höfðu engu að tapa og við urðum hálf hræddir og spiluðum alls ekki eins og lið, “ sagið hann. Friðrik vildi lítið segja um hvernig hann ætlaði að ná liðinu upp úr þessari lægð sem það virðist hafa verið í síðistu vikur enda leikurinn ný búinn. „Ég var bara að klára að upplifa þennann leik eins og þú en við höfum verið brottgengir undanfarnar vikur vissulega en liðið er ekki að spila saman eins og t.d. á seinustu leiktíð þegar allir voru að berjast saman núna virðast leikmenn vera að gera þetta meira upp á eigin spýtur sem er alls ekki gott,” sagði hann. Viðar Örn: Stoltur af strákunum Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar var gríðarlega ánægður með sigurinn í kvöld og fannst sínir menn koma með sína bestu frammistöðu í leiknum en sagði vísu að hann hafi ekki séð allann leikinn þar sem hann var rekinn úr húsi í þriðja leikhluta. „Ég er mjög ánægður með sigurinn, við komum tilbúnir til leiks og náðum frábærum sigri á sterku liði hér í Keflavík. Þetta er besta frammistaðan í vetur eða ég held það ég sá nátturulega ekki allan leikinn þar sem ég var inn í klefa,” sagði hann. Um atvikið þegar hann var rekinn út af sagði hann að það hafi verið hárréttur dómur, en sennilega hafi þetta virkað sem bensín á eldinn hjá strákunum. „ Þetta var hárétt, ég skutla mér á boltann og Hörður skutlar sér svo á mig og ég fæ högg og ég sveifla svo olnboganum í átt að honum, en þetta virkaði á strákana og þeir kláruðu leikinn með stæl,” sagði hann. Dominos-deild karla
Óvæntustu úrslit vetrarins litu dagsins ljós í TM höllinni í Keflavík þegar neðsta lið deildarinnar unnu frækinn sigur á daufu liði Keflavíkur í kvöld 93-95 í spennandi leik. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af krafti og ætluðu greinilega að reyna að keyra yfir gestina. Hattamenn komu sér fljótt inn í leikinn og undir stjórn Kelvin Michoud Lewis jöfnuðu þeir leikinn og komust yfir þegar skammt var eftir af leikhlutanum en heimamenn gáfu í lokinn og leiddu með tveimur stigum, 26-24 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta hélt baráttan áfram, Hattarmenn voru að selja sig dýrt en heimamenn alltaf skrefinu á undan. Um miðbik leikhlutans tóku Kefvíkingar átta stiga sprett og var Viðar þjálfari Hattar fljótur að taka leikhlé sem skilaði sér í fimm stigum í röð fyrir gestina og úr varð aftur jafn leikur. Staðan, 48-46 fyrir Keflavík í hálfleik. Í þriðja leikhluta var sömu sögu að segja, liðin skiptust á að leiða, Höttur náði síðan þriggja stiga forskoti um miðbik leikhlutans og virtustu vera að fá meiri og meiri trú á verkefninu. Viða Örn Hafsteinsson spilandi þjálfari Hattar var vísað úr húsi fyrir að sveifla olnboganum í átt að Herði Axel Vilhjálmsonar eftir að þeir börðust um lausann bolta, hárrétt ákvörðun. Leikurinn hélt áfram að vera jafn og eftir troðslu Harðar Axel leið og flautan gall var staðan 66-65 fyrir síðasta leikhlutann. Seinasti leikhlutinn var æsispennandi, Mirko Virijevic kom gestunum yfir, 78-79 þegar um fjórar mínútur voru eftir. Keflavíkingar byrjuðu að koma boltanum inn á Christian Dion Jones niður á blokkinni og sem var að virka ágætlega fyrir þá og náðu forystunnu 84-82 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Þá tók Kelvin Michoud Lewis við fyrir gestina og Hatttarmenn náðu skyndilega þriggja stiga forskoti þegar 30. Sekúndur voru eftir. Hörður Axel fékk tvö víti þegar 26 sekúndur voru eftir en klúðraði þeim báðum. Hattarmenn kláruðu svo leikinn á línunni, en Keflvíkingar skoruðu þriggja stiga körfu þegar þegar ein sekúnda var eftir. Lokatölur í ótrúlegum sigri hatta 93- 95 Af hverju unnu Höttur? Höttur komu virkilega tilbúnir til leiks og náðu að framfylgja sínu leikplani mjög vel. Að sama skapi virtust leikmenn Keflavíkur koma með kolrangt hugarfar til leiks og hreinlega vanmátu gestina í kvöld. Höttur spilaði sínar langbestu 40 mínútur í vetur í kvöld og með mikilli baráttu unnu þeir verðskuldaðann sigur. Hverjir stóðu upp úr? Fyrir gestina var Kelvin Michaud Lewis frábær, hann skoraði 25 stig í fyrri hálfleik. þegar mest á reyndi undir lok leiksins reis hann upp og skilaði mikilvægum stigum á töfluna og endaði leikinn með 35 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst. Bergþór Ægir Ríkharðsson skilaði einnig risa framlagi en hann var með 17 stig og 10 fráköst. Hjá heimamönnum var Christian Dion Jones manna bestur en hann skoraði 28 stig og tók 14 fráköst. Magnús Már Traustason skoraði 17 stig, öll í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Varnarleikur heimamanna var lélegur eins og hann hefur verið undanfarnar vikur. Sóknarleikurinn var líka ekkert sérstakur þrátt fyrir að skora ágætlega mikið í leiknum en hann einkenndist mikið af einstaklingsframtaki og oft ótímabærum skotum. Vítanýting Kefvíkinga var einnig skelfileg sem reyndist þeim ansi dýrkeypt þegar upp var staðið. Tölfræði sem vekur athygli Vítanýting heimamann var skelfileg í þessum leik 13/30 eða 43%. Hörður Axel Vilhjálmsson með 2/7 og þar af tvö víti sem fóru forgörðum þegar 26 sekúndur voru eftir. Eins og Christian Dion Jones var góður í þessum leik var hann skelfilegur a vítalínunni eða 4/11. Einnig vekur athygli að þetta er sjöunda tap heimamann í röð í deild og bikar! Gárungar sem ég ræddi við eftir leik muna ekki eftir öðru eins. Hvað næst? Höttur fær bikarmeistara Tindstóls í heimsókn til Egilsstaða en Keflvíkingar fara í heimsókn í vesturbæinn og spila við íslandsmeistara KR. Keflavík-Höttur 93-95 (26-24, 22-22, 18-19, 27-30) Keflavík: Christian Dion Jones 28/14 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/7 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 17, Ragnar Örn Bragason 10, Guðmundur Jónsson 6, Reggie Dupree 5, Daði Lár Jónsson 5, Davíð Páll Hermannsson 2, Andri Daníelsson 0, Ágúst Orrason 0, Andri Þór Tryggvason 0, Andrés Kristleifsson 0. Höttur: Kevin Michaud Lewis 35/8 stoðsendingar/7fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 17/10 fráköst, Mirko Stefan Virijevic 13, Brynjar Snær Grétarssson 12, Andrée Fares Michelsson 5, Gísli Þórarinn Hallsson 3 , Sigmar Hákonarson 6, Nökkvi Jarl Óskarsson 2, Hreinn Gunnar Birgisson 4 , Viðar Örn Hafsteinsson 0, Atli Geir Sverrisson 0, Einar Páll Þrastarson 0 Friðrik Ingi: Hrós á Hött Friðik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur var alls ekki sáttu með sitt lið og það hugarfar sem það sýndi í þessum leik en tók ekkert af Hattarliðinu sem honum fannst hafa spilað mjög vel í kvöld. „ Ég er alls ekki sáttur með hugarfar liðsins í kvöld, hvernig það kom til leiks. Ég tek ekkert af Hattarmönnum þeir voru frábærir, spiluðu eins og þeir höfðu engu að tapa og við urðum hálf hræddir og spiluðum alls ekki eins og lið, “ sagið hann. Friðrik vildi lítið segja um hvernig hann ætlaði að ná liðinu upp úr þessari lægð sem það virðist hafa verið í síðistu vikur enda leikurinn ný búinn. „Ég var bara að klára að upplifa þennann leik eins og þú en við höfum verið brottgengir undanfarnar vikur vissulega en liðið er ekki að spila saman eins og t.d. á seinustu leiktíð þegar allir voru að berjast saman núna virðast leikmenn vera að gera þetta meira upp á eigin spýtur sem er alls ekki gott,” sagði hann. Viðar Örn: Stoltur af strákunum Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar var gríðarlega ánægður með sigurinn í kvöld og fannst sínir menn koma með sína bestu frammistöðu í leiknum en sagði vísu að hann hafi ekki séð allann leikinn þar sem hann var rekinn úr húsi í þriðja leikhluta. „Ég er mjög ánægður með sigurinn, við komum tilbúnir til leiks og náðum frábærum sigri á sterku liði hér í Keflavík. Þetta er besta frammistaðan í vetur eða ég held það ég sá nátturulega ekki allan leikinn þar sem ég var inn í klefa,” sagði hann. Um atvikið þegar hann var rekinn út af sagði hann að það hafi verið hárréttur dómur, en sennilega hafi þetta virkað sem bensín á eldinn hjá strákunum. „ Þetta var hárétt, ég skutla mér á boltann og Hörður skutlar sér svo á mig og ég fæ högg og ég sveifla svo olnboganum í átt að honum, en þetta virkaði á strákana og þeir kláruðu leikinn með stæl,” sagði hann.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti