„Rólegur, ljúfur maður sem börnin hafa aldrei kvartað undan“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2018 16:38 Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Yfirmaður hans segir samstarfsfólk hans slegið vegna málsins. Vísir/Vilhelm Maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn pilti og situr í gæsluvarðhaldi vegna þess, er ljúfur og rólegur maður. Börn sem hafa verið í umsjá hans á skammtímaheimili fyrir unglinga á vegum Barnaverndar Reykjavíkur hafa aldrei kvartað undan manninum. Þetta segir Sigurður Hólm Gunnarsson, forstöðumaður heimilisins þar sem maðurinn hefur starfað síðastliðin ár. Sigurður segir að hann og allt samstarfsfólk sitt sé slegið vegna málsins. Sigurður skrifaði grein árið 2010 á vefinn skoðun.is í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson sem nálgaðist börn í gegnum störf hjá líknarfélögum, kirkjum og á vistheimili. Karl Vignir var dæmdur í sjö ára fangelsi árið 2013 fyrir kynferðisbrot gegn þremur andlega fötluðum mönnum. Þar sagði hann mikilvægt að læra af slíkum málum. Sigurður segir það enn vera skoðun sína í dag. „Þetta er ömurlegt mál og fórnarlömbin hafa mína dýpstu samúð. Ég er ótrúlega sorgmæddur að heyra að þetta sé mögulega staðreynd,“ segir Sigurður Hólm í samtali við Vísi.Ekki hægt að gera ráð fyrir að kynferðisbot hverfi alfarið „Ég held að það sé mikilvægast núna og alltaf þegar svona mál koma upp að við lærum af þeim. Það var það sem ég var að skrifa í þessari grein að við vitum það að svona fólk er til, ofbeldismenn eru til og þeir hafa alltaf verið til. Þegar svona hræðileg mál koma upp getum við ekki gert ráð fyrir því að þau komi ekki aftur upp. Það er eiginlega bara líklegt að þau komi upp aftur. Þá ættum við bara sem samfélag að átta okkur á því hvað við ætlum að gera í framtíðinni til að draga úr líkum á því að sérstaklega börn sem eru í umsjá yfirvalda séu örugg. Hvernig ætlum við að tryggja það í framtíðinni“ Sigurður segist meðvitaður um að ekki sé hægt að koma alfarið í veg fyrir öll kynferðisbrot. „Ekki frekar en að það er hægt að koma í veg fyrir öll umferðarslys. En við getum bætt vegina og bætt lýsinguna og minnkað hámarkshraðann. Það sama þurfum við bara að gera hér.“ Hann segir að hann hafi aldrei órað fyrir því að hann myndi standa í þessum sporum fimm árum seinna, að starfsmaður hans væri grunaður um svo alvarlegt brot. „En það er bara staðreyndin. Nú verðum við bara, við sem erum að vinna hjá barnavernd, og annars staðar að við skoðum allt sem við erum að gera núna og sjáum hvað við getum gert betur.“Sigurður Hólm, forstöðumaður hjá Barnavernd ReykjavíkurRáðinn áfram eftir breytingar Sigurður tók við starfi forstöðumanns á heimilinu árið 2010. Þá hafði starfsemi verið þar áður en henni var gjörbreytt þegar Sigurður tók við. Sá hátturinn hafði verið á að tveir starfsmenn skiptu með sér viku og viku í verktakavinnu. „Það var hætt með það enda þótti það alls ekki nógu faglegt og gott. Þá var ákveðið að ráða forstöðumann og starfsfólk í vaktskiptri vinnu. Ég var ráðinn forstöðumaður og réði inn þetta starfsfólk, þar á meðal þennan einstakling. Hann hafði unnið í þessu úrræði áður en því var breytt.“ Báðir starfsmennirnir sem áður störfuðu í úrræðinu sóttu um áframhaldandi starf og voru báðir ráðnir, hinn grunaði í málinu og kona. Þegar Sigurður tók við störfum setti hann verklagsreglur um hvernig ætti að umgangast börn og hvernig ætti að bregðast við ef grunur lægi á því að börn væru beitt ofbeldi af einhverju tagi. Í kjölfarið hafi reglurnar verið ræddar á starfsmannafundum og hafi umræðan reynst mörgum starfsmönnum erfið. „Fólk sekkur aðeins í vörn því við erum fámennur vinnustaður og það að setja svona reglur þá fannst sumum að maður væri að gefa í skyn að þau væru hugsanlega ofbeldismenn og eitthvað svona. Svo bara ræddum við þetta og allir þóttust vera sammála því að það væri mikilvægt að hafa svona verklagsreglur og vita hvernig ætti að bregðast við,“ segir Sigurðu.Aldrei hægt að vita hverjir eru ofbeldismenn Hann segist ekki muna hvort þessi starfsmaður sem um ræðir hafi sett sig upp á móti verklagsreglunum. „Eins og ég segi þetta er bara svo gott, eða vont dæmi um það að maður veit aldrei. Þessi einstaklingur sem er grunaður, ef hann hefur gert þetta, þá kemur það mér persónulega svo mikið á óvart því þetta er rólegur, ljúfur maður sem börnin hafa aldrei kvartað undan. Hann þótti skemmtilegur og virtist ná til þeirra með því að gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Ég var oft spurður hvenær hann kæmi næst á vakt og svona. Þannig að maður getur kannski hugsað eitthvaðþegar maður hugsar til baka með þessa vitneskju. Maður getur fabúlerað um einhverja hegðun eftir á en eins og ég segi þá kemur mér persónulega gríðarlega á óvart að hann er sakaður um þetta og okkur öllum í starfshópnum.“ Brot mannsins eiga að hafa staðið yfir í tæp sex ár eða frá árinu 2004 til 2010. Eiga þau aðallega að hafa beinst gegn ungum pilti frá því hann var átta ára til fjórtán ára. Brotin eiga að hafa verið framin aðra hverja helgi þegar pilturinn var í umsjá mannsins en maðurinn var fenginn af fjölskyldu piltsins til að aðstoða hann enda hefur hann starfað með börnum og unglingum síðan fyrir aldamót, meðal annars sem stuðningsfulltrúi. Á maðurinn meðal annars að hafa nýtt sér svefnlyf við verknaðinn sem hann gaf piltinum undir því yfirskyni að það væri hóstamixtúra. Þá segir í kærunni að eftir að pilturinn fór að leita sér aðstoðar til að takast á við eftirköst ofbeldisins hafi hann hitt aðra einstaklinga sem voru í umsjá mannsins og hafi svipaða sögu að segja. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Lögregla svaraði ekki tölvupóstum réttargæslumanns vegna kærunnar Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. 30. janúar 2018 14:32 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn pilti og situr í gæsluvarðhaldi vegna þess, er ljúfur og rólegur maður. Börn sem hafa verið í umsjá hans á skammtímaheimili fyrir unglinga á vegum Barnaverndar Reykjavíkur hafa aldrei kvartað undan manninum. Þetta segir Sigurður Hólm Gunnarsson, forstöðumaður heimilisins þar sem maðurinn hefur starfað síðastliðin ár. Sigurður segir að hann og allt samstarfsfólk sitt sé slegið vegna málsins. Sigurður skrifaði grein árið 2010 á vefinn skoðun.is í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson sem nálgaðist börn í gegnum störf hjá líknarfélögum, kirkjum og á vistheimili. Karl Vignir var dæmdur í sjö ára fangelsi árið 2013 fyrir kynferðisbrot gegn þremur andlega fötluðum mönnum. Þar sagði hann mikilvægt að læra af slíkum málum. Sigurður segir það enn vera skoðun sína í dag. „Þetta er ömurlegt mál og fórnarlömbin hafa mína dýpstu samúð. Ég er ótrúlega sorgmæddur að heyra að þetta sé mögulega staðreynd,“ segir Sigurður Hólm í samtali við Vísi.Ekki hægt að gera ráð fyrir að kynferðisbot hverfi alfarið „Ég held að það sé mikilvægast núna og alltaf þegar svona mál koma upp að við lærum af þeim. Það var það sem ég var að skrifa í þessari grein að við vitum það að svona fólk er til, ofbeldismenn eru til og þeir hafa alltaf verið til. Þegar svona hræðileg mál koma upp getum við ekki gert ráð fyrir því að þau komi ekki aftur upp. Það er eiginlega bara líklegt að þau komi upp aftur. Þá ættum við bara sem samfélag að átta okkur á því hvað við ætlum að gera í framtíðinni til að draga úr líkum á því að sérstaklega börn sem eru í umsjá yfirvalda séu örugg. Hvernig ætlum við að tryggja það í framtíðinni“ Sigurður segist meðvitaður um að ekki sé hægt að koma alfarið í veg fyrir öll kynferðisbrot. „Ekki frekar en að það er hægt að koma í veg fyrir öll umferðarslys. En við getum bætt vegina og bætt lýsinguna og minnkað hámarkshraðann. Það sama þurfum við bara að gera hér.“ Hann segir að hann hafi aldrei órað fyrir því að hann myndi standa í þessum sporum fimm árum seinna, að starfsmaður hans væri grunaður um svo alvarlegt brot. „En það er bara staðreyndin. Nú verðum við bara, við sem erum að vinna hjá barnavernd, og annars staðar að við skoðum allt sem við erum að gera núna og sjáum hvað við getum gert betur.“Sigurður Hólm, forstöðumaður hjá Barnavernd ReykjavíkurRáðinn áfram eftir breytingar Sigurður tók við starfi forstöðumanns á heimilinu árið 2010. Þá hafði starfsemi verið þar áður en henni var gjörbreytt þegar Sigurður tók við. Sá hátturinn hafði verið á að tveir starfsmenn skiptu með sér viku og viku í verktakavinnu. „Það var hætt með það enda þótti það alls ekki nógu faglegt og gott. Þá var ákveðið að ráða forstöðumann og starfsfólk í vaktskiptri vinnu. Ég var ráðinn forstöðumaður og réði inn þetta starfsfólk, þar á meðal þennan einstakling. Hann hafði unnið í þessu úrræði áður en því var breytt.“ Báðir starfsmennirnir sem áður störfuðu í úrræðinu sóttu um áframhaldandi starf og voru báðir ráðnir, hinn grunaði í málinu og kona. Þegar Sigurður tók við störfum setti hann verklagsreglur um hvernig ætti að umgangast börn og hvernig ætti að bregðast við ef grunur lægi á því að börn væru beitt ofbeldi af einhverju tagi. Í kjölfarið hafi reglurnar verið ræddar á starfsmannafundum og hafi umræðan reynst mörgum starfsmönnum erfið. „Fólk sekkur aðeins í vörn því við erum fámennur vinnustaður og það að setja svona reglur þá fannst sumum að maður væri að gefa í skyn að þau væru hugsanlega ofbeldismenn og eitthvað svona. Svo bara ræddum við þetta og allir þóttust vera sammála því að það væri mikilvægt að hafa svona verklagsreglur og vita hvernig ætti að bregðast við,“ segir Sigurðu.Aldrei hægt að vita hverjir eru ofbeldismenn Hann segist ekki muna hvort þessi starfsmaður sem um ræðir hafi sett sig upp á móti verklagsreglunum. „Eins og ég segi þetta er bara svo gott, eða vont dæmi um það að maður veit aldrei. Þessi einstaklingur sem er grunaður, ef hann hefur gert þetta, þá kemur það mér persónulega svo mikið á óvart því þetta er rólegur, ljúfur maður sem börnin hafa aldrei kvartað undan. Hann þótti skemmtilegur og virtist ná til þeirra með því að gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Ég var oft spurður hvenær hann kæmi næst á vakt og svona. Þannig að maður getur kannski hugsað eitthvaðþegar maður hugsar til baka með þessa vitneskju. Maður getur fabúlerað um einhverja hegðun eftir á en eins og ég segi þá kemur mér persónulega gríðarlega á óvart að hann er sakaður um þetta og okkur öllum í starfshópnum.“ Brot mannsins eiga að hafa staðið yfir í tæp sex ár eða frá árinu 2004 til 2010. Eiga þau aðallega að hafa beinst gegn ungum pilti frá því hann var átta ára til fjórtán ára. Brotin eiga að hafa verið framin aðra hverja helgi þegar pilturinn var í umsjá mannsins en maðurinn var fenginn af fjölskyldu piltsins til að aðstoða hann enda hefur hann starfað með börnum og unglingum síðan fyrir aldamót, meðal annars sem stuðningsfulltrúi. Á maðurinn meðal annars að hafa nýtt sér svefnlyf við verknaðinn sem hann gaf piltinum undir því yfirskyni að það væri hóstamixtúra. Þá segir í kærunni að eftir að pilturinn fór að leita sér aðstoðar til að takast á við eftirköst ofbeldisins hafi hann hitt aðra einstaklinga sem voru í umsjá mannsins og hafi svipaða sögu að segja.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Lögregla svaraði ekki tölvupóstum réttargæslumanns vegna kærunnar Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. 30. janúar 2018 14:32 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Lögregla svaraði ekki tölvupóstum réttargæslumanns vegna kærunnar Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. 30. janúar 2018 14:32
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46
Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15