Samhjálp í 45 ár – þakkir til samfélagsins Vörður Leví Traustason skrifar 31. janúar 2018 07:00 Samhjálp fagnar í ár 45 ára afmæli. Starf Samhjálpar er rekið á faglegum grunni en um leið knúið áfram af kærleika, umhyggju og umburðarlyndi gagnvart þeim einstaklingum sem hafa á þessum tíma leitað til samtakanna og þurft á hjálpa að halda. Frá fyrsta degi sinnti Samhjálp þeim einstaklingum sem áttu í engin hús að vernda og lágu kaldir og svangir á götum bæjarins. Starfsemi Samhjálpar hefur aukist með árunum. Hjartað í rekstri Samhjálpar er meðferðarheimili samtakanna í Hlaðgerðarkoti. Nú standa þar yfir framkvæmdir á nýju húsnæði sem verður að mestu tilbúið á þessu ári. Það var reist í kjölfar öflugrar landssöfnunar sem fór fram á Stöð 2 í samstarfi við 365 miðla haustið 2015. Sá velvilji sem þjóðin sýndi Samhjálp í þeirri söfnun gefur ágæta mynd af starfi samtakanna, sem þjónað hefur þúsundum einstaklinga á síðustu 45 árum. Samhjálp rekur í dag fjögur áfanga- og stuðningsheimili í Reykjavík og Kópavogi þar sem einstaklingum, sem í flestum tilvikum hafa lokið áfengis- og vímuefnameðferð, er veitt aðstoð við að fóta sig aftur í lífinu. Að staðaldri eru 90 manns í langtímaúrræðum á vegum Samhjálpar á hverjum degi. Þá rekur Samhjálp einnig nytjamarkað í fjáröflunarskyni og síðast en ekki síst má nefna Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni þar sem boðið er upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu alla daga ársins, þ.m.t. um helgar og helgidaga. Þjónustan er í boði fyrir fátæka, heimilislausa og aðra þá sem þurfa á aðstoð að halda. Um 67 þúsund máltíðir eru gefnar á Kaffistofunni á ári hverju. Á tímamótum sem þessum er mér þakklæti efst í huga. Öflugt starf Samhjálpar byggir í meginatriðum á tveimur grunnum, annars vegar fórnfýsi fjölmargra sem starfa fyrir og með samtökunum á degi hverjum við að hjálpa öðrum og hins vegar á þeim mikla velvilja sem stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar hafa sýnt samtökunum í gegnum tíðina. Þessi velvilji samfélagsins í garð Samhjálpar er ómetanlegur. Markmið Samhjálpar er að veita bjargir þeim einstaklingum sem halloka hafa farið í lífinu, vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála, m.a. vegna áfengis- og vímuefnavanda. Í 45 ár hafa samtökin staðið vaktina fyrir þessa einstaklinga og samhliða því hafa samtökin notið mikillar velvildar í samfélaginu. Fyrir það ber að þakka. Við munum halda áfram að hjálpa þeim sem minna mega sín og efla starf Samhjálpar um ókomna tíð.Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samhjálp fagnar í ár 45 ára afmæli. Starf Samhjálpar er rekið á faglegum grunni en um leið knúið áfram af kærleika, umhyggju og umburðarlyndi gagnvart þeim einstaklingum sem hafa á þessum tíma leitað til samtakanna og þurft á hjálpa að halda. Frá fyrsta degi sinnti Samhjálp þeim einstaklingum sem áttu í engin hús að vernda og lágu kaldir og svangir á götum bæjarins. Starfsemi Samhjálpar hefur aukist með árunum. Hjartað í rekstri Samhjálpar er meðferðarheimili samtakanna í Hlaðgerðarkoti. Nú standa þar yfir framkvæmdir á nýju húsnæði sem verður að mestu tilbúið á þessu ári. Það var reist í kjölfar öflugrar landssöfnunar sem fór fram á Stöð 2 í samstarfi við 365 miðla haustið 2015. Sá velvilji sem þjóðin sýndi Samhjálp í þeirri söfnun gefur ágæta mynd af starfi samtakanna, sem þjónað hefur þúsundum einstaklinga á síðustu 45 árum. Samhjálp rekur í dag fjögur áfanga- og stuðningsheimili í Reykjavík og Kópavogi þar sem einstaklingum, sem í flestum tilvikum hafa lokið áfengis- og vímuefnameðferð, er veitt aðstoð við að fóta sig aftur í lífinu. Að staðaldri eru 90 manns í langtímaúrræðum á vegum Samhjálpar á hverjum degi. Þá rekur Samhjálp einnig nytjamarkað í fjáröflunarskyni og síðast en ekki síst má nefna Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni þar sem boðið er upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu alla daga ársins, þ.m.t. um helgar og helgidaga. Þjónustan er í boði fyrir fátæka, heimilislausa og aðra þá sem þurfa á aðstoð að halda. Um 67 þúsund máltíðir eru gefnar á Kaffistofunni á ári hverju. Á tímamótum sem þessum er mér þakklæti efst í huga. Öflugt starf Samhjálpar byggir í meginatriðum á tveimur grunnum, annars vegar fórnfýsi fjölmargra sem starfa fyrir og með samtökunum á degi hverjum við að hjálpa öðrum og hins vegar á þeim mikla velvilja sem stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar hafa sýnt samtökunum í gegnum tíðina. Þessi velvilji samfélagsins í garð Samhjálpar er ómetanlegur. Markmið Samhjálpar er að veita bjargir þeim einstaklingum sem halloka hafa farið í lífinu, vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála, m.a. vegna áfengis- og vímuefnavanda. Í 45 ár hafa samtökin staðið vaktina fyrir þessa einstaklinga og samhliða því hafa samtökin notið mikillar velvildar í samfélaginu. Fyrir það ber að þakka. Við munum halda áfram að hjálpa þeim sem minna mega sín og efla starf Samhjálpar um ókomna tíð.Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun