Körfubolti

Njarðvík missti fyrsta sigurinn frá sér í framlengingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells.
Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells. Vísir/Eyþór
Snæfell vann þriggja stiga sigur á Njarðvík eftir framlengingu í Domino's deild kvenna í kvöld.

Eftir að hafa verið undir lengi vel tryggði Andrea Björt Ólafsdóttir Snæfelli framlengingu með körfu á loka sekúndum leiksins í Ljónagryfjunni í Njarðvík.

Það var allt í járnum í framlengingunni en svo fór að lokum að Snæfell vann 70-73. Njarðvík þurfti því að sætta sig við enn eitt tapið, en liðið er enn án sigurs í deildinni.

Leikurinn byrjaði mjög jafn og var staðan 16-16 eftir fyrsta leikhluta. Njarðvík vann annan leikhlutann og fór með fimm stiga forystu í hálfleikinn.

Hvorugt lið náði að skora neitt af viti í þriðja leikhluta, Njarðvík vann hann 11-8. Staðan fyrir loka fjórðunginn var 49-41 fyrir Njarðvík. Snæfell vann hins vegar síðasta leikhlutann og náði eins og áður segir að jafna leikinn og að lokum vinna.

Snæfell jafnaði Skallagrím að stigum með sigrinum, en Borgnesingar eiga leik til góða. Þær eru þó enn í 7. sætinu. Njarðvíkingar sitja sem fastast á botni deildarinnar.

Njarðvík-Snæfell 70-73 (16-16, 22-17, 11-8, 12-20, 9-12)

Njarðvík: Shalonda R. Winton 27/18 fráköst/9 stoðsendingar, Björk Gunnarsdótir 11/7 fráköst/3 varin skot, Ína María Einarsdóttir 11, Hulda Bergsteinsdóttir 7, María Jónsdóttir 6/13 fráköst, Hrund Skúladóttir 5, Heiða Björg Valdimarsdóttir 3, Erna Freydís Traustadóttir 0, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0, Dagmar Traustadóttir 0.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 25/15 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/9 fráköst, Andrea Bjort Olafsdottir 10/7 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/9 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 7/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 6, Sara Diljá Sigurðardóttir 4, Anna Soffía Lárusdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×