Stóra samhengið Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 08:00 Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar Halldóru Bjargar Rafnsdóttur og Andra Hauksteins Oddssonar á geðheilsu nemenda við þrjá háskóla á Íslandi mælist um þriðjungur háskólanema hér á landi með klínísk einkenni þunglyndis. Könnun sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs, sem fulltrúar nemenda í ráðinu stóðu fyrir í haust, sýndi sömuleiðis að aðeins 10% svarenda vissu hvaða úrræði stæðu þeim til boða innan háskólans. Fáir vita hvaða úrræði eru til staðar innan háskólanna, lítil fræðsla hefur staðið háskólanemendum til boða um geðheilbrigði og ofan á allt er hinni „rómantísku staðalímynd“ haldið á lofti að það sé eðlilegt að vera fátækur námsmaður. Það er hins vegar ekkert eðlilegt við það að vera í krefjandi námi, ná ekki endum saman og hafa hvorki efni á húsnæði né geðheilbrigðisþjónustu. Þegar fjallað er um streitu og andlega líðan er mikilvægt að horfa á stóra samhengið. Auðvelt er að benda á tímaþröng, verkefnaskil og próf sem ástæður fyrir kvíða og streitu nemenda en aðstæður námsmanna á háskólastigi eru flóknari og margslungnari en það. Grunnframfærsla námsmanna hjá LÍN er töluvert lægri en annarra samfélagshópa. Þar að auki fá aðeins 9% háskólanemenda kost á að leigja á Stúdentagörðum en yfir 1.000 nemendur eru á biðlista. Nemandi sem fluttur er að heiman og er einn af þeim fáu útvöldu sem fá að leigja á Stúdentagörðum borgar um og yfir 100.000 krónur á mánuði. Þeir sem fá ekki að vera hluti af þessum níu prósentum neyðast til að leita annað þar sem leiguverð er töluvert hærra. Húsnæðiskostnaður sem nemur 40% eða meira af ráðstöfunartekjum er talinn verulega íþyngjandi samkvæmt heimildum Íbúðalánasjóðs. Húsnæðiskostnaður nemenda á Stúdentagörðum er um 62% af ráðstöfunartekjum, ef nemandinn fær full námslán. Jafnvel þó húsaleigubætur komi inn í reikningsdæmið er húsnæðiskostnaðurinn enn 44%. En jú, það er fullkomlega eðlilegt að vera skítblankur námsmaður sem nær ekki endum saman og hefur í þokkabót ekki efni á geðheilbrigðisþjónustu. Af hverju viðgengst þetta viðhorf? Það er hægt að leysa þetta vandamál. Í fyrsta lagi þarf LÍN að sinna hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður – og gefa öllum námsmönnum jafnt færi á að stunda nám. Bæta þarf grunnframfærslu og hækka frítekjumarkið; það er gert með breyttum úthlutunarreglum. Byggja þarf fleiri stúdentaíbúðir og auka þannig framboð svo lægri leiga verði að raunveruleika fyrir fleiri námsmenn. Efla þarf fræðslu og forvarnir innan háskólans og hægt er að grípa fyrr inn í áður en nemandi stendur frammi fyrir alvarlegum einkennum. Þetta væri hægt með skólahjúkrunarfræðingi en enginn hjúkrunarfræðingur er starfandi á háskólastigi í dag. Auk þess þarf að huga að úrræðum fyrir þá nemendur sem standa frammi fyrir alvarlegum þunglyndis- og/eða kvíðaeinkennum og tryggja þarf greitt aðgengi að skólasálfræðingum í nærumhverfi nemenda. Þar að auki þarf að tryggja jafnt aðgengi að þessum úrræðum og að þau séu á færi allra óháð efnahag. Stúdentar hafa nú þegar ályktað um fjölgun stöðugilda sálfræðinga, lagt könnun fyrir nemendur um streitu og andlega líðan, haldið málþing um stöðu mála í geðheilbrigðisþjónustu stúdenta og haldið umræðunni á lofti með tíðum greinaskrifum. Við höfum gert okkar; nú er kominn tími til að stjórnvöld sinni sínum skyldum. Góð geðheilsa á að vera á færi allra og við eigum ekki að sætta okkur við þá hugmynd að námsmenn eiga að vera fátækir og ná ekki endum saman. Afleiðing þess er of kostnaðarsöm, bæði fyrir stúdenta og samfélagið.Höfundur er formaður sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs SHÍ og oddviti Röskvu.Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Er þetta í lagi? Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). 31. janúar 2018 08:00 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar Halldóru Bjargar Rafnsdóttur og Andra Hauksteins Oddssonar á geðheilsu nemenda við þrjá háskóla á Íslandi mælist um þriðjungur háskólanema hér á landi með klínísk einkenni þunglyndis. Könnun sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs, sem fulltrúar nemenda í ráðinu stóðu fyrir í haust, sýndi sömuleiðis að aðeins 10% svarenda vissu hvaða úrræði stæðu þeim til boða innan háskólans. Fáir vita hvaða úrræði eru til staðar innan háskólanna, lítil fræðsla hefur staðið háskólanemendum til boða um geðheilbrigði og ofan á allt er hinni „rómantísku staðalímynd“ haldið á lofti að það sé eðlilegt að vera fátækur námsmaður. Það er hins vegar ekkert eðlilegt við það að vera í krefjandi námi, ná ekki endum saman og hafa hvorki efni á húsnæði né geðheilbrigðisþjónustu. Þegar fjallað er um streitu og andlega líðan er mikilvægt að horfa á stóra samhengið. Auðvelt er að benda á tímaþröng, verkefnaskil og próf sem ástæður fyrir kvíða og streitu nemenda en aðstæður námsmanna á háskólastigi eru flóknari og margslungnari en það. Grunnframfærsla námsmanna hjá LÍN er töluvert lægri en annarra samfélagshópa. Þar að auki fá aðeins 9% háskólanemenda kost á að leigja á Stúdentagörðum en yfir 1.000 nemendur eru á biðlista. Nemandi sem fluttur er að heiman og er einn af þeim fáu útvöldu sem fá að leigja á Stúdentagörðum borgar um og yfir 100.000 krónur á mánuði. Þeir sem fá ekki að vera hluti af þessum níu prósentum neyðast til að leita annað þar sem leiguverð er töluvert hærra. Húsnæðiskostnaður sem nemur 40% eða meira af ráðstöfunartekjum er talinn verulega íþyngjandi samkvæmt heimildum Íbúðalánasjóðs. Húsnæðiskostnaður nemenda á Stúdentagörðum er um 62% af ráðstöfunartekjum, ef nemandinn fær full námslán. Jafnvel þó húsaleigubætur komi inn í reikningsdæmið er húsnæðiskostnaðurinn enn 44%. En jú, það er fullkomlega eðlilegt að vera skítblankur námsmaður sem nær ekki endum saman og hefur í þokkabót ekki efni á geðheilbrigðisþjónustu. Af hverju viðgengst þetta viðhorf? Það er hægt að leysa þetta vandamál. Í fyrsta lagi þarf LÍN að sinna hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður – og gefa öllum námsmönnum jafnt færi á að stunda nám. Bæta þarf grunnframfærslu og hækka frítekjumarkið; það er gert með breyttum úthlutunarreglum. Byggja þarf fleiri stúdentaíbúðir og auka þannig framboð svo lægri leiga verði að raunveruleika fyrir fleiri námsmenn. Efla þarf fræðslu og forvarnir innan háskólans og hægt er að grípa fyrr inn í áður en nemandi stendur frammi fyrir alvarlegum einkennum. Þetta væri hægt með skólahjúkrunarfræðingi en enginn hjúkrunarfræðingur er starfandi á háskólastigi í dag. Auk þess þarf að huga að úrræðum fyrir þá nemendur sem standa frammi fyrir alvarlegum þunglyndis- og/eða kvíðaeinkennum og tryggja þarf greitt aðgengi að skólasálfræðingum í nærumhverfi nemenda. Þar að auki þarf að tryggja jafnt aðgengi að þessum úrræðum og að þau séu á færi allra óháð efnahag. Stúdentar hafa nú þegar ályktað um fjölgun stöðugilda sálfræðinga, lagt könnun fyrir nemendur um streitu og andlega líðan, haldið málþing um stöðu mála í geðheilbrigðisþjónustu stúdenta og haldið umræðunni á lofti með tíðum greinaskrifum. Við höfum gert okkar; nú er kominn tími til að stjórnvöld sinni sínum skyldum. Góð geðheilsa á að vera á færi allra og við eigum ekki að sætta okkur við þá hugmynd að námsmenn eiga að vera fátækir og ná ekki endum saman. Afleiðing þess er of kostnaðarsöm, bæði fyrir stúdenta og samfélagið.Höfundur er formaður sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs SHÍ og oddviti Röskvu.Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax.
Er þetta í lagi? Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). 31. janúar 2018 08:00
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun